Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 13:53 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. Til stóð að smygla honum út úr sendiráði Ekvador í London og flytja hann til annars ríkis og kom Rússland til greina. Þaðan yrði hann ekki framseldur til Bandaríkjanna. Málið tengist viðleitni yfirvalda Ekvador til að fá Assange viðurkenndan sem erindreka ríkisins svo hann gæti yfirgefið sendiráðið sem hann hefur haldið til í um árabil. Áður höfðu þeir veitt honum ríkisborgararétt og fóru fram á að Bretar veittu honum vernd sem erindreka. Þeirri beiðni var þó hafnað. Að endingu var ákveðið að það fælist of mikil áhætta í að reyna að smygla Assange úr landi, samkvæmt umfjöllun Guardian um málið. Sjá einnig: Veittu Assange ríkisborgararétt Þáverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Lenín Moreno, núverandi forseti Ekvador, hefur lýst því yfir að hann vilji losna við Assange og hefur lokað á aðgang hans að internetinu. Blaðamenn Guardian ræddu við heimildarmenn sem vita af áðurnefndum fundi segja að Rússar hafi boðið Assange hæli þar og einnig kom til greina að hann færi til Ekvador með skipi. Fidel Narváez, fyrrverandi konsúll Ekvador í London, mun hafa verið tengiliður Rússanna við áætlunargerðina en hann kom einnig að flótta Edward Snowden til Rússlands árið 2013. Skömmu fyrir jólin í fyrra ferðaðist Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustu Ekvador, til London og átti hann að vera yfir flóttanum. Hann fór þó aftur til Ekvador um leið og hætt var við áætlunina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því að Assange hafi í það minnsta íhugað að fara til Rússlands. AP sagði frá því fyrr í vikunni að hann hefði ætlað að fara þangað árið 2010. Sjá einnig: Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Ríkisstjórn Ekvador hefur ekki viljað tjá sig um frétt Guardian. Sendiráð Rússlands segir að um falskar fréttir sé að ræða. WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. Til stóð að smygla honum út úr sendiráði Ekvador í London og flytja hann til annars ríkis og kom Rússland til greina. Þaðan yrði hann ekki framseldur til Bandaríkjanna. Málið tengist viðleitni yfirvalda Ekvador til að fá Assange viðurkenndan sem erindreka ríkisins svo hann gæti yfirgefið sendiráðið sem hann hefur haldið til í um árabil. Áður höfðu þeir veitt honum ríkisborgararétt og fóru fram á að Bretar veittu honum vernd sem erindreka. Þeirri beiðni var þó hafnað. Að endingu var ákveðið að það fælist of mikil áhætta í að reyna að smygla Assange úr landi, samkvæmt umfjöllun Guardian um málið. Sjá einnig: Veittu Assange ríkisborgararétt Þáverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Lenín Moreno, núverandi forseti Ekvador, hefur lýst því yfir að hann vilji losna við Assange og hefur lokað á aðgang hans að internetinu. Blaðamenn Guardian ræddu við heimildarmenn sem vita af áðurnefndum fundi segja að Rússar hafi boðið Assange hæli þar og einnig kom til greina að hann færi til Ekvador með skipi. Fidel Narváez, fyrrverandi konsúll Ekvador í London, mun hafa verið tengiliður Rússanna við áætlunargerðina en hann kom einnig að flótta Edward Snowden til Rússlands árið 2013. Skömmu fyrir jólin í fyrra ferðaðist Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustu Ekvador, til London og átti hann að vera yfir flóttanum. Hann fór þó aftur til Ekvador um leið og hætt var við áætlunina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því að Assange hafi í það minnsta íhugað að fara til Rússlands. AP sagði frá því fyrr í vikunni að hann hefði ætlað að fara þangað árið 2010. Sjá einnig: Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Ríkisstjórn Ekvador hefur ekki viljað tjá sig um frétt Guardian. Sendiráð Rússlands segir að um falskar fréttir sé að ræða.
WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira