Smári McCarthy telur umfang heræfingar hafa vaxið Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2018 14:39 Smári McCarthy fulltrúi Pírata í utanríkismálanefnd. Vísir/HANNA Smári McCarthy fulltrúi Pírata í utanríkismálanefnd spurði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra út í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafi í næsta mánuði í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Æfingin hafi fyrst verið kynnt fyrir utanríkismálanefnd hinn 7. febrúar síðast liðinn. Talað hafi verið um að einhverjir hermenn yrðu fluttir með þyrlu frá skipum á hryðjuverkaæfingu annars vegar og hins vegar yrðu um 200 hermenn við þjálfun í óbyggðum. „Í kynningu sem við fengum í nefndinni í gær bar við annan tón. Þar er meðal annars talað um landgöngu með um þrjátíu landgöngu prömmum sem geta borið um sex þúsund hermenn. Ég veit ekki hvort þeir verði fullir, það er að segja prammarnir. Þá er búist við þúsundum hermanna í borginni í landvistarleyfi sem verða þá innan um óeinkennisklædda herlögreglu,” sagði Smári. Flest annað sem áður hafi verið kynnt virðist aftur á móti standast til dæmis hvað varðaði netöryggisæfingar, þótt augljóst væri að umfang æfingarinnar hér á landi hafi aukist á undanförnum mánuðum. „Því langar mig að spyrja utanríkisráðherra hvort hann samþykkt þessa útvíkkun á umfangi heræfingarinnar og þá sérstaklega; hefur þetta verið borið undir ríkisstjórn,” spurði Smári. Utanríkisráðherra kannaðist ekki við að umfang æfingarinnar hafi aukist. Frá fyrsta degi hafi verið lögð áhersla á að hafa allt opið varðandi þessa æfingu, sérstaklega gagnvart utanríkismálanefnd. „það er gert ráð fyrir að það verði æfð lending landgönguliðs í Sandvík sunnan við hafnir á Reykjanesskaga. Þrjú til fjögur hundruð manna lið kemur í land á loftpúðaskipum og prömmum. Samtímis flytja þyrlur um 120 manna lið á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Ég veit ekki betur en þetta hafi verið upplýst alveg frá því þetta var kynnt fyrst,” sagði Guðlaugur Þór. Smári ítrekaði engu að síður að hann teldi samkvæmt síðustu kynningu á umfangi æfingarinnar í gær að hún hefði vaxið að umfangi. Hann endurtók spurninguna um hvort ríkisstjórn og þá forsætisráðherra sem formanni þjóðaröryggisráðs hafi verið gerð grein fyrir umfangi æfingarinnar hér á landi. „Það er ekki svo að utanríkisráðherra sé að leyna ríkisstjórn eða hæstvirtum forsætisráðherra heræfingu af þessari gerð eða örðu slíku. Mér finnst ég ekki þurfa að taka það fram en úr er spurt skal bent á það augljósa. Að sjálfsögðu er það ekki gert,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Hundruð bandarískra hermanna til Íslands vegna varnaræfingar Í aðdraganda aðalæfingarinnar í Noregi fer fram minni æfing hér á landi undir merkjum Trident Juncture 2018. 19. september 2018 11:57 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Smári McCarthy fulltrúi Pírata í utanríkismálanefnd spurði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra út í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafi í næsta mánuði í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Æfingin hafi fyrst verið kynnt fyrir utanríkismálanefnd hinn 7. febrúar síðast liðinn. Talað hafi verið um að einhverjir hermenn yrðu fluttir með þyrlu frá skipum á hryðjuverkaæfingu annars vegar og hins vegar yrðu um 200 hermenn við þjálfun í óbyggðum. „Í kynningu sem við fengum í nefndinni í gær bar við annan tón. Þar er meðal annars talað um landgöngu með um þrjátíu landgöngu prömmum sem geta borið um sex þúsund hermenn. Ég veit ekki hvort þeir verði fullir, það er að segja prammarnir. Þá er búist við þúsundum hermanna í borginni í landvistarleyfi sem verða þá innan um óeinkennisklædda herlögreglu,” sagði Smári. Flest annað sem áður hafi verið kynnt virðist aftur á móti standast til dæmis hvað varðaði netöryggisæfingar, þótt augljóst væri að umfang æfingarinnar hér á landi hafi aukist á undanförnum mánuðum. „Því langar mig að spyrja utanríkisráðherra hvort hann samþykkt þessa útvíkkun á umfangi heræfingarinnar og þá sérstaklega; hefur þetta verið borið undir ríkisstjórn,” spurði Smári. Utanríkisráðherra kannaðist ekki við að umfang æfingarinnar hafi aukist. Frá fyrsta degi hafi verið lögð áhersla á að hafa allt opið varðandi þessa æfingu, sérstaklega gagnvart utanríkismálanefnd. „það er gert ráð fyrir að það verði æfð lending landgönguliðs í Sandvík sunnan við hafnir á Reykjanesskaga. Þrjú til fjögur hundruð manna lið kemur í land á loftpúðaskipum og prömmum. Samtímis flytja þyrlur um 120 manna lið á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Ég veit ekki betur en þetta hafi verið upplýst alveg frá því þetta var kynnt fyrst,” sagði Guðlaugur Þór. Smári ítrekaði engu að síður að hann teldi samkvæmt síðustu kynningu á umfangi æfingarinnar í gær að hún hefði vaxið að umfangi. Hann endurtók spurninguna um hvort ríkisstjórn og þá forsætisráðherra sem formanni þjóðaröryggisráðs hafi verið gerð grein fyrir umfangi æfingarinnar hér á landi. „Það er ekki svo að utanríkisráðherra sé að leyna ríkisstjórn eða hæstvirtum forsætisráðherra heræfingu af þessari gerð eða örðu slíku. Mér finnst ég ekki þurfa að taka það fram en úr er spurt skal bent á það augljósa. Að sjálfsögðu er það ekki gert,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.
Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Hundruð bandarískra hermanna til Íslands vegna varnaræfingar Í aðdraganda aðalæfingarinnar í Noregi fer fram minni æfing hér á landi undir merkjum Trident Juncture 2018. 19. september 2018 11:57 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30
Hundruð bandarískra hermanna til Íslands vegna varnaræfingar Í aðdraganda aðalæfingarinnar í Noregi fer fram minni æfing hér á landi undir merkjum Trident Juncture 2018. 19. september 2018 11:57
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11
Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57
Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57