Lögreglumenn treysta sér ekki til að rannsaka haturs- og tölvuglæpi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 20. september 2018 14:35 Vísir/Vilhelm 78% íslenskra lögreglumanna telja sig ekki hafa næga þekkingu á hatursglæpum til að geta sinnt slíkum málum. Þá segjast 86% lögreglumanna ófærir um að sinna rannsókn á tölvuglæpum vegna þekkingarleysis. Þetta kemur fram í fjórðu árlegu könnun ríkislögreglustjóra en þar er spurt um ýmsa þætti sem snúa að starfi og starfsumhverfi lögreglumanna. Niðurstöðurnar eru birtar á heimasíðu lögreglunnar í dag. Öryggistilfinning lögreglumanna hefur lítið breyst á þeim fjórum árum sem könnunin hefur verið gerð. 74% lögreglumanna telja sig í dag frekar eða mjög örugga á dæmigerðum vinnudegi og hefur engin breyting orðið umfram skekkjumörk frá upphafi. 74% segjast einnig hafa góða hæfni í notkun skotvopna og voru ánægðir með þá þjálfun sem þeir fengu á því sviði. Það er helst á sviði hatursglæpa og tölvutengdra afbrota sem lögreglumenn telja sig ekki hafa fengið þjálfun. Sem fyrr segir segjast 78% ófærir um að rannsaka hatursglæpi og 86% treysta sér ekki til að rannsaka tölvuglæpi. Það er reyndar aðeins lægri tala en síðustu ár, þegar 93-94% sögðust ekki geta rannsakað tölvuglæpi sökum þekkingarleysis. Að lokum er spurt um starfsánægju og segjast 90% lögreglumanna hafa nokkra eða mikla ánægju af starfi sínu. Aðeins 4% segjast enga ánægju fá í starfinu. Í báðum tilvikum er það svipað hlutfall og síðustu ár. Lögreglumál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
78% íslenskra lögreglumanna telja sig ekki hafa næga þekkingu á hatursglæpum til að geta sinnt slíkum málum. Þá segjast 86% lögreglumanna ófærir um að sinna rannsókn á tölvuglæpum vegna þekkingarleysis. Þetta kemur fram í fjórðu árlegu könnun ríkislögreglustjóra en þar er spurt um ýmsa þætti sem snúa að starfi og starfsumhverfi lögreglumanna. Niðurstöðurnar eru birtar á heimasíðu lögreglunnar í dag. Öryggistilfinning lögreglumanna hefur lítið breyst á þeim fjórum árum sem könnunin hefur verið gerð. 74% lögreglumanna telja sig í dag frekar eða mjög örugga á dæmigerðum vinnudegi og hefur engin breyting orðið umfram skekkjumörk frá upphafi. 74% segjast einnig hafa góða hæfni í notkun skotvopna og voru ánægðir með þá þjálfun sem þeir fengu á því sviði. Það er helst á sviði hatursglæpa og tölvutengdra afbrota sem lögreglumenn telja sig ekki hafa fengið þjálfun. Sem fyrr segir segjast 78% ófærir um að rannsaka hatursglæpi og 86% treysta sér ekki til að rannsaka tölvuglæpi. Það er reyndar aðeins lægri tala en síðustu ár, þegar 93-94% sögðust ekki geta rannsakað tölvuglæpi sökum þekkingarleysis. Að lokum er spurt um starfsánægju og segjast 90% lögreglumanna hafa nokkra eða mikla ánægju af starfi sínu. Aðeins 4% segjast enga ánægju fá í starfinu. Í báðum tilvikum er það svipað hlutfall og síðustu ár.
Lögreglumál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira