Lögreglumenn treysta sér ekki til að rannsaka haturs- og tölvuglæpi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 20. september 2018 14:35 Vísir/Vilhelm 78% íslenskra lögreglumanna telja sig ekki hafa næga þekkingu á hatursglæpum til að geta sinnt slíkum málum. Þá segjast 86% lögreglumanna ófærir um að sinna rannsókn á tölvuglæpum vegna þekkingarleysis. Þetta kemur fram í fjórðu árlegu könnun ríkislögreglustjóra en þar er spurt um ýmsa þætti sem snúa að starfi og starfsumhverfi lögreglumanna. Niðurstöðurnar eru birtar á heimasíðu lögreglunnar í dag. Öryggistilfinning lögreglumanna hefur lítið breyst á þeim fjórum árum sem könnunin hefur verið gerð. 74% lögreglumanna telja sig í dag frekar eða mjög örugga á dæmigerðum vinnudegi og hefur engin breyting orðið umfram skekkjumörk frá upphafi. 74% segjast einnig hafa góða hæfni í notkun skotvopna og voru ánægðir með þá þjálfun sem þeir fengu á því sviði. Það er helst á sviði hatursglæpa og tölvutengdra afbrota sem lögreglumenn telja sig ekki hafa fengið þjálfun. Sem fyrr segir segjast 78% ófærir um að rannsaka hatursglæpi og 86% treysta sér ekki til að rannsaka tölvuglæpi. Það er reyndar aðeins lægri tala en síðustu ár, þegar 93-94% sögðust ekki geta rannsakað tölvuglæpi sökum þekkingarleysis. Að lokum er spurt um starfsánægju og segjast 90% lögreglumanna hafa nokkra eða mikla ánægju af starfi sínu. Aðeins 4% segjast enga ánægju fá í starfinu. Í báðum tilvikum er það svipað hlutfall og síðustu ár. Lögreglumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
78% íslenskra lögreglumanna telja sig ekki hafa næga þekkingu á hatursglæpum til að geta sinnt slíkum málum. Þá segjast 86% lögreglumanna ófærir um að sinna rannsókn á tölvuglæpum vegna þekkingarleysis. Þetta kemur fram í fjórðu árlegu könnun ríkislögreglustjóra en þar er spurt um ýmsa þætti sem snúa að starfi og starfsumhverfi lögreglumanna. Niðurstöðurnar eru birtar á heimasíðu lögreglunnar í dag. Öryggistilfinning lögreglumanna hefur lítið breyst á þeim fjórum árum sem könnunin hefur verið gerð. 74% lögreglumanna telja sig í dag frekar eða mjög örugga á dæmigerðum vinnudegi og hefur engin breyting orðið umfram skekkjumörk frá upphafi. 74% segjast einnig hafa góða hæfni í notkun skotvopna og voru ánægðir með þá þjálfun sem þeir fengu á því sviði. Það er helst á sviði hatursglæpa og tölvutengdra afbrota sem lögreglumenn telja sig ekki hafa fengið þjálfun. Sem fyrr segir segjast 78% ófærir um að rannsaka hatursglæpi og 86% treysta sér ekki til að rannsaka tölvuglæpi. Það er reyndar aðeins lægri tala en síðustu ár, þegar 93-94% sögðust ekki geta rannsakað tölvuglæpi sökum þekkingarleysis. Að lokum er spurt um starfsánægju og segjast 90% lögreglumanna hafa nokkra eða mikla ánægju af starfi sínu. Aðeins 4% segjast enga ánægju fá í starfinu. Í báðum tilvikum er það svipað hlutfall og síðustu ár.
Lögreglumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira