Mælir með því að spila á Íslandi en ætlar að segja þetta gott af Íslandsævintýrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2018 13:30 Jeppe Hansen. vísir/ernir Jeppe Hansen er á sínu síðasta tímabili á Íslandi ef marka má viðtal við hann á dönsku fótboltasíðunni bold.dk. Þar er því réttilega slegið upp að Jeppe Hansen hafi bæði fallið úr Pepsideildinni og komist upp í hana aftur á þessu tímabili. Jeppe Hansen hóf tímabilið með Keflavíkurliðinu sem er fyrir löngu fallið úr deildinni en fór yfir til ÍA á miðju tímabili og hjálpaði Skagamönnum að vinna sér sæti í Pepsideildinni á nýjan leik. Jeppe Hansen skoraði 15 mörk í 21 leik með Keflavík í Inkasso deildinni í fyrra og liðið komst upp. Hann náði hins vegar ekki að skora í 10 leikjum með Keflavík í Pepsideildinni í sumar. „Það var erfitt að vera í Keflavík því við bara töpuðum, töpuðum og töpuðum. Það var líka eitthvað vesen utan vallar. Félagið vildi spara sér pening og ÍA fékk mig á láni. Ég stökk á möguleikann á að komast eitthvert annað,“ sagði Jeppe Hansen við bold.dk. „Ég sé líka ekki eftir því. Ég átti nokkra góða mánuði hér. Við vorum bara ekki nálægt því að skora mark hjá Keflavík. Við sköpuðum ekki færi og ég var ekki nálægt því að skora,“ sagði Hansen. „Ég var í hreinskilni bara orðinn leiður á fótbolta í sumar en ég fékk gleðina aðeins til baka eftir tímann hjá ÍA. Ég er líka ánægður að hafa náð að enda tímabilið svona,“ sagði Hansen. Hansen hefur skorað 6 mörk í 9 leikjum með ÍA í Inkasso deildinni og félagið hefur tryggt sér sæti í Pepsideildinni 2019. Hansen ætlar hinsvegar ekki að taka slaginn með Skagamönnum næsta sumar ef marka má þetta viðtal. Hansen segist vera á leiðinni heim til Danmerkur eftir fimm ár á Íslandi. „Það hafa bæði verið góðir og slæmir tímar. Ég veit ekki hvort ég geti sagt að ég hafi slegið í gegn hér. Ég hef samt verið ánægður og mæli með því fyrir aðra fótboltamenn að fara til Íslands,“ sagði Hansen. „Það er gaman að búa erlendis og fá tækifæri til að lifa af áhugamálinu. Ég er bara kominn á stað að ég upplifað nóg af Íslandi og nú vil ég bara fara heim til Danmerkur,“ sagði Hansen en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Jeppe Hansen er á sínu síðasta tímabili á Íslandi ef marka má viðtal við hann á dönsku fótboltasíðunni bold.dk. Þar er því réttilega slegið upp að Jeppe Hansen hafi bæði fallið úr Pepsideildinni og komist upp í hana aftur á þessu tímabili. Jeppe Hansen hóf tímabilið með Keflavíkurliðinu sem er fyrir löngu fallið úr deildinni en fór yfir til ÍA á miðju tímabili og hjálpaði Skagamönnum að vinna sér sæti í Pepsideildinni á nýjan leik. Jeppe Hansen skoraði 15 mörk í 21 leik með Keflavík í Inkasso deildinni í fyrra og liðið komst upp. Hann náði hins vegar ekki að skora í 10 leikjum með Keflavík í Pepsideildinni í sumar. „Það var erfitt að vera í Keflavík því við bara töpuðum, töpuðum og töpuðum. Það var líka eitthvað vesen utan vallar. Félagið vildi spara sér pening og ÍA fékk mig á láni. Ég stökk á möguleikann á að komast eitthvert annað,“ sagði Jeppe Hansen við bold.dk. „Ég sé líka ekki eftir því. Ég átti nokkra góða mánuði hér. Við vorum bara ekki nálægt því að skora mark hjá Keflavík. Við sköpuðum ekki færi og ég var ekki nálægt því að skora,“ sagði Hansen. „Ég var í hreinskilni bara orðinn leiður á fótbolta í sumar en ég fékk gleðina aðeins til baka eftir tímann hjá ÍA. Ég er líka ánægður að hafa náð að enda tímabilið svona,“ sagði Hansen. Hansen hefur skorað 6 mörk í 9 leikjum með ÍA í Inkasso deildinni og félagið hefur tryggt sér sæti í Pepsideildinni 2019. Hansen ætlar hinsvegar ekki að taka slaginn með Skagamönnum næsta sumar ef marka má þetta viðtal. Hansen segist vera á leiðinni heim til Danmerkur eftir fimm ár á Íslandi. „Það hafa bæði verið góðir og slæmir tímar. Ég veit ekki hvort ég geti sagt að ég hafi slegið í gegn hér. Ég hef samt verið ánægður og mæli með því fyrir aðra fótboltamenn að fara til Íslands,“ sagði Hansen. „Það er gaman að búa erlendis og fá tækifæri til að lifa af áhugamálinu. Ég er bara kominn á stað að ég upplifað nóg af Íslandi og nú vil ég bara fara heim til Danmerkur,“ sagði Hansen en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira