Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. september 2018 12:23 Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/ÞÞ „Við höfum hafið undirbúning að stefnu til Félagsdóms. Við teljum að þetta sé gróft brot á kjarasamningi,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, innt eftir því hver staðan sé á málum flugfreyja vegna ákvörðunar Icelandair um að þær skuli aðeins vinna fullt starf. Berglind segir um að ræða baráttu sem félagið hafi ekki þurft að standa áður í. Flugfreyjufélag Íslands hefur sent félögum sínum bréf þar sem ákvörðun Icelandair var fordæmd. Að sögn Berglindar kemur einnig fram í bréfinu að fyrirhuguðum uppsögnum sé mótmælt harðlega og skorað er á Icelandair að endurskoða ákvörðun sína. Þá er undirbúningur stefnu til Félagsdóms einnig útlistaður í bréfinu. Auk þess eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að fyrirtækið hyggist eingöngu beina umræddum aðgerðum að einum hópi fyrirtækisins. Þannig telja flugfreyjur að um sé að ræða brot á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. „Þetta mun hafa gífurleg áhrif á þessa félagsmenn sem um ræðir. Við munum leita allra leiða til að standa við bakið á okkar félagsmönnum og koma í veg fyrir að af þessu verði,“ segir Berglind.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonKjaramál flugfreyja hafa oft verið til umræðu en Berglind segir aðspurð að félagið hafi ekki þurft að glíma áður við aðgerðir á borð við þær sem Icelandair hyggst beita. „Ekki svona aðgerðir, nei. Það hefur komið til fjöldauppsagna en ekki af þessum toga þar sem er gengið svona hart að félagsmönnum.“ Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, sagði í samtali við Vísi í gær að alls verði 118 flugfreyjum í hlutastarfi boðið fullt starf. Verði það ekki þegið verði gengið frá starfslokum viðkomandi. Um sé að ræða aðgerðir til að lækka launakostnað fyrirtækisins. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Við höfum hafið undirbúning að stefnu til Félagsdóms. Við teljum að þetta sé gróft brot á kjarasamningi,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, innt eftir því hver staðan sé á málum flugfreyja vegna ákvörðunar Icelandair um að þær skuli aðeins vinna fullt starf. Berglind segir um að ræða baráttu sem félagið hafi ekki þurft að standa áður í. Flugfreyjufélag Íslands hefur sent félögum sínum bréf þar sem ákvörðun Icelandair var fordæmd. Að sögn Berglindar kemur einnig fram í bréfinu að fyrirhuguðum uppsögnum sé mótmælt harðlega og skorað er á Icelandair að endurskoða ákvörðun sína. Þá er undirbúningur stefnu til Félagsdóms einnig útlistaður í bréfinu. Auk þess eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að fyrirtækið hyggist eingöngu beina umræddum aðgerðum að einum hópi fyrirtækisins. Þannig telja flugfreyjur að um sé að ræða brot á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. „Þetta mun hafa gífurleg áhrif á þessa félagsmenn sem um ræðir. Við munum leita allra leiða til að standa við bakið á okkar félagsmönnum og koma í veg fyrir að af þessu verði,“ segir Berglind.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonKjaramál flugfreyja hafa oft verið til umræðu en Berglind segir aðspurð að félagið hafi ekki þurft að glíma áður við aðgerðir á borð við þær sem Icelandair hyggst beita. „Ekki svona aðgerðir, nei. Það hefur komið til fjöldauppsagna en ekki af þessum toga þar sem er gengið svona hart að félagsmönnum.“ Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, sagði í samtali við Vísi í gær að alls verði 118 flugfreyjum í hlutastarfi boðið fullt starf. Verði það ekki þegið verði gengið frá starfslokum viðkomandi. Um sé að ræða aðgerðir til að lækka launakostnað fyrirtækisins.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44