Sport

Jon Jones má berjast eftir rúman mánuð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jon Jones rotaði Daniel Cormier í júlí í fyrra en síðar kom í ljós að hann féll á lyfjaprófi skömmu fyrir bardagann.
Jon Jones rotaði Daniel Cormier í júlí í fyrra en síðar kom í ljós að hann féll á lyfjaprófi skömmu fyrir bardagann. vísir/getty
Jon Jones er einn besti MMA-bardagakappi frá upphafi en hefur aldrei náð þeim hæðum sem búist var við. Meðal annars vegna lyfjavandræða.

Í gær fékk hann 15 mánaða keppnisbann en hann féll á lyfjaprófi í júlí árið 2017. Bannið tekir því enda þann 28. október eða eftir rúman mánuð.

Það er því strax byrjað að orða Jones við bardagakvöld í New York þann 3. nóvember en það vantar enn aðalbardaga á það kvöld. Sá bardagi yrði þó aldrei gegn Daniel Cormier enda ætlar hann ekki að berjast við Jones á næstunni heldur Brock Lesnar.

Lyfjadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Jones hefði ekki viljandi svindlað er hann féll síðast á lyfjaprófi. Það var í annað sem hann fellur á lyfjaprófi. Hann var þó minntur á að fara varlega og passa betur upp á það sem hann setur ofan í sig.

Átján mánaða bann þótti því hæfilegt en hann hefði getað fengið allt að fjögurra ára bann.

Jones er orðinn 31 árs gamall og fær nú lokatækifæri til þess að verða sú goðsögn í MMA-heiminum sem allir hafa trú á að hann geti orðið.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×