Ríkið krefst sýknu af bótakröfu hjúkrunarfræðings Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2018 08:00 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Málflutningur í máli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem sýknuð var af ákæru um manndráp af gáleysi í starfi, gegn íslenska ríkinu fór fram í Landsrétti í gær. Ásta krefst fjögurra milljóna króna í miskabætur vegna brotalama í meðferð sakamálsins. Héraðsdómur hefur áður sýknað ríkið af kröfu Ástu. Árið 2014 var Ásta ákærð fyrir að hafa í október 2012 láðst að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling á gjörgæsludeild úr öndunarvél og setti talventil á umrædda rennu. Sjúklingurinn lést skömmu síðar. Héraðsdómur sýknaði Ástu af ákærunni þar sem rannsókn hefði verið ábótavant og að ósannað hefði verið að henni hefði láðst að tæma loftið úr kraganum. Daginn eftir dauðsfallið var Ásta kölluð á fund yfirmanna sinna og gaf hún þar skýrslu um atvikið. Lögmaður hennar nú byggir á því að á þeim tímapunkti hafi sakamálarannsókn í raun hafist enda hafi aðrar hugsanlegar dánarorsakir ekki verið rannsakaðar vegna játningar hennar á fundinum. Ekki hafi verið gætt að réttindum sakbornings við þá skýrslutöku. Þá hafi málið ekki verið rannsakað til sektar eða sýknu heldur aðeins til sektar. Lögmaður vísaði þessu á bug og sagði þetta sjálfstæða og lögmælta rannsókn Landspítalans. Þá hafi málið alla tíð verið rannsakað sem játningarmál hjá lögreglu vegna skýrslugjafar Ástu en framburður hennar tók miklum breytingum fyrir dómi. Málið hefði farið í annan farveg hefði framburður hennar verið á annan veg. Þá hefði hún ekki sætt neinum þvingunarráðstöfunum meðan á rannsókn stóð. Því væru skilyrði sakamálalaga til greiðslu bóta til þess sem borinn hefur verið sökum ekki uppfyllt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Málflutningur í máli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem sýknuð var af ákæru um manndráp af gáleysi í starfi, gegn íslenska ríkinu fór fram í Landsrétti í gær. Ásta krefst fjögurra milljóna króna í miskabætur vegna brotalama í meðferð sakamálsins. Héraðsdómur hefur áður sýknað ríkið af kröfu Ástu. Árið 2014 var Ásta ákærð fyrir að hafa í október 2012 láðst að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling á gjörgæsludeild úr öndunarvél og setti talventil á umrædda rennu. Sjúklingurinn lést skömmu síðar. Héraðsdómur sýknaði Ástu af ákærunni þar sem rannsókn hefði verið ábótavant og að ósannað hefði verið að henni hefði láðst að tæma loftið úr kraganum. Daginn eftir dauðsfallið var Ásta kölluð á fund yfirmanna sinna og gaf hún þar skýrslu um atvikið. Lögmaður hennar nú byggir á því að á þeim tímapunkti hafi sakamálarannsókn í raun hafist enda hafi aðrar hugsanlegar dánarorsakir ekki verið rannsakaðar vegna játningar hennar á fundinum. Ekki hafi verið gætt að réttindum sakbornings við þá skýrslutöku. Þá hafi málið ekki verið rannsakað til sektar eða sýknu heldur aðeins til sektar. Lögmaður vísaði þessu á bug og sagði þetta sjálfstæða og lögmælta rannsókn Landspítalans. Þá hafi málið alla tíð verið rannsakað sem játningarmál hjá lögreglu vegna skýrslugjafar Ástu en framburður hennar tók miklum breytingum fyrir dómi. Málið hefði farið í annan farveg hefði framburður hennar verið á annan veg. Þá hefði hún ekki sætt neinum þvingunarráðstöfunum meðan á rannsókn stóð. Því væru skilyrði sakamálalaga til greiðslu bóta til þess sem borinn hefur verið sökum ekki uppfyllt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira