Gaman að hafa eitthvað að hlakka til Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2018 09:00 Yfirbragð tónleikanna verður rólegt og rómantískt að sögn Helenu Eyjólfs?og fullt af skemmtilegum sögum og minningum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Helena Eyjólfsdóttir kemur fram á fyrstu Tíbrártónleikum haustsins í Salnum í kvöld og syngur lög frá sínum langa og farsæla ferli, sum hver í öðrum og djassaðri útsetningum en við eigum að venjast. Með henni spila Jón Rafnsson, Stefán Már Magnússon og Karl Olgeirsson og einnig strengjakvartett og söngvarinn góðkunni, Friðrik Ómar, verður sérstakur gestur Helena kveðst fremur lítið hafa sungið að undanförnu. „Ég hélt ekki að ég mundi halda fleiri tónleika í Salnum en félagar mínir ýttu á mig og aðstandendur Salarins líka. Það er voða gaman að vera í þessu Tíbrárdæmi, tónleikarnir hafa dálítið klassískt yfirbragð og það er alveg yndislegt. Það gerir gífurlega mikið fyrir lögin að vera með þessar flottu útsetningar hans Kalla Olgeirs og fiðlurnar. Við erum búin að æfa vel og allt er að smella.“ Helena er á áttræðisaldri og kveðst þakklát fyrir að geta enn sungið. „Ég er svo heppin með heilsuna,“ segir hún og er rukkuð um góð heilsueflingarráð. „Ég fer í göngu á hverjum degi og ráðlegg öllum að gera það sem geta. Það er dásamlegt að labba í þrjú kortér, klukkutíma. Ekki bara til að viðhalda liðleika heldur er það líka svo gott andlega. Maður hugleiðir sitthvað á göngunni og líður svo vel á eftir.“ Góða gönguleiðir eru á Akureyri þar sem Helena býr. „Ég labba mikið í Kjarnaskógi og á leirunum fyrir innan flugvöllinn, um gömlu brýrnar, þar er svo gott næði, meðal annars til að rifja upp texta. Suma texta man ég alla tíð, eins og þeir séu komnir á harða diskinn, en öðrum þarf ég að dusta rykið af ef tónleikar eru fram undan. Mér finnst svo mikilvægt að kunna textana vel þegar ég syng. Í barnaskóla var ég fljót að læra ljóð utan að og sem betur fer held ég þeim hæfileika enn að geta lært. Það er heilmikil áskorun að koma fram í Salnum, ég neita því ekki. En það er gaman að takast á við verkefni og hafa eitthvað að hlakka til.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
Helena Eyjólfsdóttir kemur fram á fyrstu Tíbrártónleikum haustsins í Salnum í kvöld og syngur lög frá sínum langa og farsæla ferli, sum hver í öðrum og djassaðri útsetningum en við eigum að venjast. Með henni spila Jón Rafnsson, Stefán Már Magnússon og Karl Olgeirsson og einnig strengjakvartett og söngvarinn góðkunni, Friðrik Ómar, verður sérstakur gestur Helena kveðst fremur lítið hafa sungið að undanförnu. „Ég hélt ekki að ég mundi halda fleiri tónleika í Salnum en félagar mínir ýttu á mig og aðstandendur Salarins líka. Það er voða gaman að vera í þessu Tíbrárdæmi, tónleikarnir hafa dálítið klassískt yfirbragð og það er alveg yndislegt. Það gerir gífurlega mikið fyrir lögin að vera með þessar flottu útsetningar hans Kalla Olgeirs og fiðlurnar. Við erum búin að æfa vel og allt er að smella.“ Helena er á áttræðisaldri og kveðst þakklát fyrir að geta enn sungið. „Ég er svo heppin með heilsuna,“ segir hún og er rukkuð um góð heilsueflingarráð. „Ég fer í göngu á hverjum degi og ráðlegg öllum að gera það sem geta. Það er dásamlegt að labba í þrjú kortér, klukkutíma. Ekki bara til að viðhalda liðleika heldur er það líka svo gott andlega. Maður hugleiðir sitthvað á göngunni og líður svo vel á eftir.“ Góða gönguleiðir eru á Akureyri þar sem Helena býr. „Ég labba mikið í Kjarnaskógi og á leirunum fyrir innan flugvöllinn, um gömlu brýrnar, þar er svo gott næði, meðal annars til að rifja upp texta. Suma texta man ég alla tíð, eins og þeir séu komnir á harða diskinn, en öðrum þarf ég að dusta rykið af ef tónleikar eru fram undan. Mér finnst svo mikilvægt að kunna textana vel þegar ég syng. Í barnaskóla var ég fljót að læra ljóð utan að og sem betur fer held ég þeim hæfileika enn að geta lært. Það er heilmikil áskorun að koma fram í Salnum, ég neita því ekki. En það er gaman að takast á við verkefni og hafa eitthvað að hlakka til.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“