Farið verði í markvisst forvarnarstarf gegn fíkniefnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. september 2018 21:00 Lögreglan á Suðurlandi hvetur til þess að farið verði í markvisst forvarnarstarf á landsvísu gegn fíkniefnaneyslu eins og var gert gegn unglingadrykkju og reykingum með góðum árangri. Í því sambandi nefnir lögreglan skólana, fermingarfræðsluna, íþróttafélögin og lögregluna sjálfa.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/magnús hlynur hreiðarssonAukin kannabisneysla og önnur fíkniefnaneysla veldur lögreglumönnum í Lögreglunni á Suðurlandi miklum áhyggjum enda er þetta sá málaflokkur sem vex hvað hraðast hjá lögreglu, ekki síst fíkniefna- og lyfjaakstur sem er verulegt áhyggjuefni í umferðinni. Þá er neysla fíkniefna alltaf að færast neðar og neðar í aldurshópum en lögreglan segir töluvert um kannabisneyslu í grunnskólum á Suðurlandi. Lögreglan vill gera stórátak í forvarnarstarfi sem nái til alls landsins. „Við þekkjum alveg leiðina, við eigum að fara af stað og nota leiðirnar í forvarnarfræðslunni gegn reykingum og gagnvart unglingadrykkju þar sem við náðum mjög góðum árangri. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að sameinast um, hvort sem það er lögreglan sem þarf að taka sig á því í þessu, skólarnir, fermingarfræðslan og íþróttafélögin, nefndu það bara. Við þurfum að leggjast á eitt og leysa þetta með farsælum hætti því annars erum við bara í vondum málum á örfáum árum vil ég meina,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn.En hvað veldur vaxandi fíkniefnaneyslu á meðal ungs fólks, t.d. kannabisneyslu?„Menn hafa fengið að koma fram gagnrýnislaust og haldið því fram að neysla þessara efna sé bara hættulítil eða hættulaus. Þeir fá að halda þessu fram án þess að þurfa að svara því þá af hverju það er komið svona fyrir þessum eða hinum, sem komin er í geðrof og orðin illa settur í samfélaginu. Af hverju eru brotnar fjölskyldur út af fíkniefnaneyslu barna, af hverju sitja foreldrar ráðalausir heima með áhyggjur af því hvort að barnið komi yfirleitt heim, hvort það muni lifa. Þessir aðilar sem halda fram skaðleysi efnanna þurfa ekki að svara þessum spurningum. Ég vil að menn gangi á þá og fái þá til að svara því,“ bætir Oddur við. Lögreglumál Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hvetur til þess að farið verði í markvisst forvarnarstarf á landsvísu gegn fíkniefnaneyslu eins og var gert gegn unglingadrykkju og reykingum með góðum árangri. Í því sambandi nefnir lögreglan skólana, fermingarfræðsluna, íþróttafélögin og lögregluna sjálfa.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/magnús hlynur hreiðarssonAukin kannabisneysla og önnur fíkniefnaneysla veldur lögreglumönnum í Lögreglunni á Suðurlandi miklum áhyggjum enda er þetta sá málaflokkur sem vex hvað hraðast hjá lögreglu, ekki síst fíkniefna- og lyfjaakstur sem er verulegt áhyggjuefni í umferðinni. Þá er neysla fíkniefna alltaf að færast neðar og neðar í aldurshópum en lögreglan segir töluvert um kannabisneyslu í grunnskólum á Suðurlandi. Lögreglan vill gera stórátak í forvarnarstarfi sem nái til alls landsins. „Við þekkjum alveg leiðina, við eigum að fara af stað og nota leiðirnar í forvarnarfræðslunni gegn reykingum og gagnvart unglingadrykkju þar sem við náðum mjög góðum árangri. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að sameinast um, hvort sem það er lögreglan sem þarf að taka sig á því í þessu, skólarnir, fermingarfræðslan og íþróttafélögin, nefndu það bara. Við þurfum að leggjast á eitt og leysa þetta með farsælum hætti því annars erum við bara í vondum málum á örfáum árum vil ég meina,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn.En hvað veldur vaxandi fíkniefnaneyslu á meðal ungs fólks, t.d. kannabisneyslu?„Menn hafa fengið að koma fram gagnrýnislaust og haldið því fram að neysla þessara efna sé bara hættulítil eða hættulaus. Þeir fá að halda þessu fram án þess að þurfa að svara því þá af hverju það er komið svona fyrir þessum eða hinum, sem komin er í geðrof og orðin illa settur í samfélaginu. Af hverju eru brotnar fjölskyldur út af fíkniefnaneyslu barna, af hverju sitja foreldrar ráðalausir heima með áhyggjur af því hvort að barnið komi yfirleitt heim, hvort það muni lifa. Þessir aðilar sem halda fram skaðleysi efnanna þurfa ekki að svara þessum spurningum. Ég vil að menn gangi á þá og fái þá til að svara því,“ bætir Oddur við.
Lögreglumál Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira