Maðurinn fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2018 17:46 Frá vettvangi í dag. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason Erlendur ferðamaður, sem slasaðist við Goðafoss síðdegis í dag, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á sjötta tímanum. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Aðgerðum lokið við Goðafoss Maðurinn var fyrst fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Þaðan fór hann áfram með þyrlunni, sem kölluð hafði út vegna slyssins, á Borgarspítalann í Reykjavík. Þyrlan lagði af stað frá Akureyri klukkan 17:14 í dag, að sögn Ásgeirs. Ekki fást frekari upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu en hann er þó talinn mikið slasaður. Aðgerðum við Goðafoss lauk um klukkan 15:30 í dag en tildrög slyssins eru enn óljós. Í fyrstu var talið að maðurinn hefði fallið í ána en síðar kom í ljós að svo var ekki. Hann fannst í klettum við ána með höfuðáverka, að því er fréttastofa hafði eftir lögreglumanni á vettvangi í dag. Um var að ræða umfangsmiklar aðgerðir sem þó tóku stuttan tíma.Uppfært klukkan 18:22: Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var með talsverða áverka á höfði, skerta meðvitund og talsvert lemstraður um líkamann þegar viðbragðsaðilar náðu til hans. Hann hafði fallið í klettum við vestanvert Skjálfandafljót, talsvert neðan við Goðafoss en féll aldrei í fljótið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að maðurinn hefði verið með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Maðurinn er á ferðalagi hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Lögreglumál Tengdar fréttir Aðgerðum lokið við Goðafoss Aðkomu björgunarsveita er lokið á vettvangi en þeim lauk um klukkan 15:30 og eru björgunaraðilar eru á leiðinni til síns heima. 30. september 2018 15:56 Telja að maður hafi fallið í Goðafoss Björgunaraðgerðir í gangi. 30. september 2018 14:45 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Erlendur ferðamaður, sem slasaðist við Goðafoss síðdegis í dag, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á sjötta tímanum. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Aðgerðum lokið við Goðafoss Maðurinn var fyrst fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Þaðan fór hann áfram með þyrlunni, sem kölluð hafði út vegna slyssins, á Borgarspítalann í Reykjavík. Þyrlan lagði af stað frá Akureyri klukkan 17:14 í dag, að sögn Ásgeirs. Ekki fást frekari upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu en hann er þó talinn mikið slasaður. Aðgerðum við Goðafoss lauk um klukkan 15:30 í dag en tildrög slyssins eru enn óljós. Í fyrstu var talið að maðurinn hefði fallið í ána en síðar kom í ljós að svo var ekki. Hann fannst í klettum við ána með höfuðáverka, að því er fréttastofa hafði eftir lögreglumanni á vettvangi í dag. Um var að ræða umfangsmiklar aðgerðir sem þó tóku stuttan tíma.Uppfært klukkan 18:22: Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var með talsverða áverka á höfði, skerta meðvitund og talsvert lemstraður um líkamann þegar viðbragðsaðilar náðu til hans. Hann hafði fallið í klettum við vestanvert Skjálfandafljót, talsvert neðan við Goðafoss en féll aldrei í fljótið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að maðurinn hefði verið með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Maðurinn er á ferðalagi hér á landi ásamt fjölskyldu sinni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Aðgerðum lokið við Goðafoss Aðkomu björgunarsveita er lokið á vettvangi en þeim lauk um klukkan 15:30 og eru björgunaraðilar eru á leiðinni til síns heima. 30. september 2018 15:56 Telja að maður hafi fallið í Goðafoss Björgunaraðgerðir í gangi. 30. september 2018 14:45 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Aðgerðum lokið við Goðafoss Aðkomu björgunarsveita er lokið á vettvangi en þeim lauk um klukkan 15:30 og eru björgunaraðilar eru á leiðinni til síns heima. 30. september 2018 15:56