„Það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2018 14:09 Margrét Kristín er nýr formaður Samtaka leigjenda. Aðsend/Alda Lóa Leifsdóttir Það að búa í öruggu húsnæði ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að sögn nýs formanns Samtaka leigjenda. Meiri samtakamátt þurfi til að ná eyrum stjórnvalda. Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður en sjálf hefur hún lengi verið á leigumarkaði. Hún segir mörg ærin verkefni framundan.„Að það sé hægt að sprengja upp leiguverð hvað eftir annað og það séu engin viðurlög við því eða ekkert þak sett á það hvað má rukka fólk um háa leigu, það er náttúrlega bara út í hött,“ segir Magga Stína. Kosið var í 34 manna stjórn á aðalfundinum í gær sem í sitja leigjendur hvaðanæva að af landinu. „Þessum samtökum er ætlað að vekja upp einhvers konar kannski stærri bylgju og vera í miklu sambandi við leigjendur. Leigjendur eru auðvitað mjög ólíkur hópur.“ Til stendur að stofna félög innan Samtaka leigjenda sem sinna munu hagsmunagæslu ólíkra hópa leigjenda. „Í næstu viku verður stofnað félag leigjenda í félagsbústöðum innan þessara samtaka.“ Þá verður leitað til verkalýðshreyfingarinnar um stuðning og samstarf að sögn Möggu Stínu. „Ég myndi segja að það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi. Eins og sögurnar herma þá náttúrlega þarf auðvitað miklu meiri samtakamátt til þess að ná eyrum stjórnvalda. Það er eitthvað sem er verkefni sem liggur fyrir í raun og veru, að taka tappann úr eyrum stjórnvalda,“ segir Magga Stína sem hlakkar til að takast á við verkefnið og hyggst fara keik út í baráttuna. Tengdar fréttir Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. 29. september 2018 20:13 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Það að búa í öruggu húsnæði ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að sögn nýs formanns Samtaka leigjenda. Meiri samtakamátt þurfi til að ná eyrum stjórnvalda. Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður en sjálf hefur hún lengi verið á leigumarkaði. Hún segir mörg ærin verkefni framundan.„Að það sé hægt að sprengja upp leiguverð hvað eftir annað og það séu engin viðurlög við því eða ekkert þak sett á það hvað má rukka fólk um háa leigu, það er náttúrlega bara út í hött,“ segir Magga Stína. Kosið var í 34 manna stjórn á aðalfundinum í gær sem í sitja leigjendur hvaðanæva að af landinu. „Þessum samtökum er ætlað að vekja upp einhvers konar kannski stærri bylgju og vera í miklu sambandi við leigjendur. Leigjendur eru auðvitað mjög ólíkur hópur.“ Til stendur að stofna félög innan Samtaka leigjenda sem sinna munu hagsmunagæslu ólíkra hópa leigjenda. „Í næstu viku verður stofnað félag leigjenda í félagsbústöðum innan þessara samtaka.“ Þá verður leitað til verkalýðshreyfingarinnar um stuðning og samstarf að sögn Möggu Stínu. „Ég myndi segja að það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi. Eins og sögurnar herma þá náttúrlega þarf auðvitað miklu meiri samtakamátt til þess að ná eyrum stjórnvalda. Það er eitthvað sem er verkefni sem liggur fyrir í raun og veru, að taka tappann úr eyrum stjórnvalda,“ segir Magga Stína sem hlakkar til að takast á við verkefnið og hyggst fara keik út í baráttuna.
Tengdar fréttir Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. 29. september 2018 20:13 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. 29. september 2018 20:13