Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum í sigri Vendsyssel á stórliði FC Kaupmannahöfn í dönsku deildinni í dag.
Fyrir leikinn var Vendsyssel í næstneðsta sæti deildarinnar með níu stig á meðan FC Kaupmannahöfn var í öðru sæti með 22 stig.
Það voru gestirnir frá Kaupamannahöfn sem byrjuðu leikinn betur og náðu þeir forystunni á 25. mínútu með marki frá Robert Skov og var staðan 0-1 í hálfleiknum.
Þegar um stundarfjórðungur var eftir virtist allt stefna í það að FC Kaupamannahöfn myndi náð að landa sigrinum en þá steig Jón Dagur fram og jafnaði metin fyrir sitt lið.
Mark Jóns hleypti nýju lífi í liðsmenn Vendsyssel sem sóttu stíft eftir þetta í leit að sigurmarkinu og kom það mark aðeins þremur mínútum seinna og var það Morten Knudsen sem skoraði það.
Lokatölur því 2-1 og eftir sigurinn er Vendsyssel komið í 12. sæti deildarinnar með tólf stig.
