Óslökkvandi sköpunarkraftur Jóns Ásgeirssonar Jónas Sen skrifar 9. október 2018 06:45 Jón Ásgeirsson. Meistarinn er orðinn níræður. Fréttablaðið/Anton Brink Verk eftir Jón Ásgeirsson. Flytjendur: Valdís Gregory, Agnes Thorsteins, Þorsteinn F. Sigurðsson, Ágúst Ólafsson og Guðríður St. Sigurðardóttir. Salurinn í Kópavogi Sunnudaginn 7. október Mínar fyrstu minningar af Jóni Ásgeirssyni tónskáldi eru úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann kenndi hljómfræði og ég var í tímum hjá honum. Flygill var í kennslustofunni og Jón spilaði tóndæmin á hann. Ásláttur hans var óvanalega þungur, svo mjög að gárungar töluðu um að hinn endinn á flyglinum lyftist alltaf upp þegar hann spilaði. Kannski lá honum bara svona mikið á hjarta. Nú þegar hann fagnar níræðisafmæli er tónlist hans í hávegum höfð. Á tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn var birtur þverskurður af söngverkum hans, sem oftar en ekki hafa slegið í gegn hjá þjóðinni. Hver þekkir ekki Maístjörnuna, Hjá lygnri móðu eða Vísur Vatnsenda-Rósu? Jón hefur samið músík síðan hann var barn að aldri og bara einsöngslögin hans eru um 90 talsins. Að meðaltali er það eitt lag á ári síðan hann fæddist! Á tónleikunum í Salnum komu fram fjórir söngvarar. Þetta voru þau Valdís Gregory sópran, Agnes Thorsteins mezzósópran, Þorsteinn F. Sigurðsson tenór og Ágúst Ólafsson baríton. Þau sungu fyrst a capella, þ.e. án undirspils, Vorvísu við ljóð Halldórs Laxness. Heildarhljómurinn var tær og bjartur, nákvæmur og agaður, túlkunin gædd viðeigandi ferskleika og lífi. Í næsta lagi steig píanóleikari kvöldsins fram, sem var Guðríður St. Sigurðardóttir. Hún spilaði í flestum atriðum dagskrárinnar eftir það. Leikur hennar var ávallt réttur og fagmannlegur, allar nótur voru á sínum stað og hún fylgdi söngvurunum af kostgæfni. Valdís söng prýðilega. Hún hefur skæra og fallega rödd, söngur hennar var ætíð tilfinningaþrunginn og sannfærandi. Agnes stóð sig líka vel, þótt stundum hafi skort nákvæmni í aríu Steinunnar í óperunni Galdra-Lofti. Hún hefur kröftuga rödd og glæsilega og söngur hennar hljómaði í langflestum tilvikum ágætlega. Karlmennirnir voru sömuleiðis flottir. Eitt magnaðasta atriði tónleikanna var dúettinn Ertu reiðubúinn úr Galdra-Lofti. Tónlistin var áleitin, þróttmikill söngurinn var hnitmiðaður og dásamlegur; útkoman var í fremstu röð. Jón hefur ekki bara samið einsöngslög, hann á að baki fjórar óperur og sú fimmta er á teikniborðinu. Þrymskviða eftir hann var frumflutt 1974 og var fyrsta íslenska óperan í fullri lengd. Gaman var að heyra glefsur úr þremur óperum hans á tónleikunum. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð neina af þessum óperum í heildarflutningi, en aríur og kórar úr þeim hafa oft heyrst á tónleikum. Einkennismerki þeirra allra eru grípandi laglínur. Þegar tónskáld samtímans voru að eltast við ýmiss konar stefnur sem féllu lítt í kramið hjá almenningi fór Jón sínar eigin leiðir og hélt sig við melódíuna. Kannski uppskar hann fyrir vikið ákveðna útskúfun hjá kollegum sínum og ekki hjálpaði að hann var öflugur tónlistargagnrýnandi, sem skapar mönnum sjaldnast vinsældir. En hvar er tískutónlist gærdagsins nú? Hún er í mörgum tilvikum gleymd og aðeins til í sögubókum. Ólíkt henni held ég að tónlist Jóns muni lifa á tónleikum um ókomna tíð. Sunnudagskvöldið í Salnum þar sem tónleikagestir stóðu á fætur til að votta Jóni virðingu sína eru um það sterk vísbending. Niðurstaða: Vandaðir tónleikar með dásamlegri tónlist. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Verk eftir Jón Ásgeirsson. Flytjendur: Valdís Gregory, Agnes Thorsteins, Þorsteinn F. Sigurðsson, Ágúst Ólafsson og Guðríður St. Sigurðardóttir. Salurinn í Kópavogi Sunnudaginn 7. október Mínar fyrstu minningar af Jóni Ásgeirssyni tónskáldi eru úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann kenndi hljómfræði og ég var í tímum hjá honum. Flygill var í kennslustofunni og Jón spilaði tóndæmin á hann. Ásláttur hans var óvanalega þungur, svo mjög að gárungar töluðu um að hinn endinn á flyglinum lyftist alltaf upp þegar hann spilaði. Kannski lá honum bara svona mikið á hjarta. Nú þegar hann fagnar níræðisafmæli er tónlist hans í hávegum höfð. Á tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn var birtur þverskurður af söngverkum hans, sem oftar en ekki hafa slegið í gegn hjá þjóðinni. Hver þekkir ekki Maístjörnuna, Hjá lygnri móðu eða Vísur Vatnsenda-Rósu? Jón hefur samið músík síðan hann var barn að aldri og bara einsöngslögin hans eru um 90 talsins. Að meðaltali er það eitt lag á ári síðan hann fæddist! Á tónleikunum í Salnum komu fram fjórir söngvarar. Þetta voru þau Valdís Gregory sópran, Agnes Thorsteins mezzósópran, Þorsteinn F. Sigurðsson tenór og Ágúst Ólafsson baríton. Þau sungu fyrst a capella, þ.e. án undirspils, Vorvísu við ljóð Halldórs Laxness. Heildarhljómurinn var tær og bjartur, nákvæmur og agaður, túlkunin gædd viðeigandi ferskleika og lífi. Í næsta lagi steig píanóleikari kvöldsins fram, sem var Guðríður St. Sigurðardóttir. Hún spilaði í flestum atriðum dagskrárinnar eftir það. Leikur hennar var ávallt réttur og fagmannlegur, allar nótur voru á sínum stað og hún fylgdi söngvurunum af kostgæfni. Valdís söng prýðilega. Hún hefur skæra og fallega rödd, söngur hennar var ætíð tilfinningaþrunginn og sannfærandi. Agnes stóð sig líka vel, þótt stundum hafi skort nákvæmni í aríu Steinunnar í óperunni Galdra-Lofti. Hún hefur kröftuga rödd og glæsilega og söngur hennar hljómaði í langflestum tilvikum ágætlega. Karlmennirnir voru sömuleiðis flottir. Eitt magnaðasta atriði tónleikanna var dúettinn Ertu reiðubúinn úr Galdra-Lofti. Tónlistin var áleitin, þróttmikill söngurinn var hnitmiðaður og dásamlegur; útkoman var í fremstu röð. Jón hefur ekki bara samið einsöngslög, hann á að baki fjórar óperur og sú fimmta er á teikniborðinu. Þrymskviða eftir hann var frumflutt 1974 og var fyrsta íslenska óperan í fullri lengd. Gaman var að heyra glefsur úr þremur óperum hans á tónleikunum. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð neina af þessum óperum í heildarflutningi, en aríur og kórar úr þeim hafa oft heyrst á tónleikum. Einkennismerki þeirra allra eru grípandi laglínur. Þegar tónskáld samtímans voru að eltast við ýmiss konar stefnur sem féllu lítt í kramið hjá almenningi fór Jón sínar eigin leiðir og hélt sig við melódíuna. Kannski uppskar hann fyrir vikið ákveðna útskúfun hjá kollegum sínum og ekki hjálpaði að hann var öflugur tónlistargagnrýnandi, sem skapar mönnum sjaldnast vinsældir. En hvar er tískutónlist gærdagsins nú? Hún er í mörgum tilvikum gleymd og aðeins til í sögubókum. Ólíkt henni held ég að tónlist Jóns muni lifa á tónleikum um ókomna tíð. Sunnudagskvöldið í Salnum þar sem tónleikagestir stóðu á fætur til að votta Jóni virðingu sína eru um það sterk vísbending. Niðurstaða: Vandaðir tónleikar með dásamlegri tónlist.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira