Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Sylvía Hall skrifar 8. október 2018 19:05 Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, segir enga stoð í lögum fyrir aðgerðum stjórnvalda. Vísir Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra segja frumvarpið til þess fallið að gæta meðalhófs í samskonar ákvörðunum en lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa segir stjórnvöld brjóta gegn lögum með frumvarpinu.Gefi fyrirtækjum tækifæri til þess að gera úrbætur í samræmi við lög Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að verði frumvarpið samþykkt væri hægt að gæta að meðalhófi, athuga hvort unnt væri að forða verðmætatapi og skoða í leiðinni umhverfisþætti og samfélagsþætti. Þá segir hann ákvæði frumvarpsins vera samskonar þeim sem eru í lögum um hollustuhætti og sömuleiðis í lögum sem lúta að bygginga og skipulagsmálum. Uppfylli umsækjendur kröfur um bráðabirgðaleyfi veiti það fyrirtækjum tækifæri til þess að gera úrbætur sem uppfylla lög og reglur í stað þess að fara í stærri aðgerðir. „Í stað þess að hús sé rifið á stundinni að þá séu gefin tækifæri til þess að gera úrbætur,“ segir Kristján Þór. Aðspurður segir Kristján Þór frumvarpið ekki fara á svig við úrskurð nefndarinnar um að fella starfsleyfi fiskeldisfyrirtækjanna tveggja úr gildi. Hann segir þá ákvörðun vera sjálfstæða og frumvarpið ekki snerta hennar úrskurð. Frumvarpið flýti einfaldlega fyrir ferli málsins en bið eftir úrskurði dómstóla væri bæði kostnaðarsöm og tímafrek. „Rekstur verður að ganga og við þekkjum það af umræðu síðustu tíu daga eða svo að það er kallað eftir úrbótum, það er kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda og þau munu birtast í þessu frumvarpi.“Ekkert rými í lögum til þess að bregðast við samskonar málum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir frumvarpið gera stjórnvöldum kleift að bregðast við þegar rekstrarleyfi er fellt úr gildi en hann segir núverandi lög ekki veita rými til þess að bregðast við, heldur þurfi tafarlaust að stöðva starfssemi. „Það getur verið nauðsynlegt að geta gefið slíkt rými í einhverjum tilfellum til þess að bæta úr annmörkum sem eru á leyfinu.“ Guðmundur segir ekki erfitt fyrir sig að styðja frumvarpið á þeim grundvelli að gæta meðalhófs í stjórnsýslunni. Hann segir þróunina vera slíka að í auknum mæli sé verið að breyta lögum til þess að tryggja meðalhóf í stjórnvaldsákvörðunum.Segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ segir Óttar og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Þá segir Óttar meðalhófsregluna ekki eiga við í þessu tilviki og segir slíkar fullyrðingar vera til þess fallnar að afvegaleiða umræðuna. Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Aukafundur hjá ríkisstjórn vegna laxeldismála Ráðherrar hafa verið að streyma inn í stjórnarráðið hver á fætur öðrum. 8. október 2018 12:10 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra segja frumvarpið til þess fallið að gæta meðalhófs í samskonar ákvörðunum en lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa segir stjórnvöld brjóta gegn lögum með frumvarpinu.Gefi fyrirtækjum tækifæri til þess að gera úrbætur í samræmi við lög Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að verði frumvarpið samþykkt væri hægt að gæta að meðalhófi, athuga hvort unnt væri að forða verðmætatapi og skoða í leiðinni umhverfisþætti og samfélagsþætti. Þá segir hann ákvæði frumvarpsins vera samskonar þeim sem eru í lögum um hollustuhætti og sömuleiðis í lögum sem lúta að bygginga og skipulagsmálum. Uppfylli umsækjendur kröfur um bráðabirgðaleyfi veiti það fyrirtækjum tækifæri til þess að gera úrbætur sem uppfylla lög og reglur í stað þess að fara í stærri aðgerðir. „Í stað þess að hús sé rifið á stundinni að þá séu gefin tækifæri til þess að gera úrbætur,“ segir Kristján Þór. Aðspurður segir Kristján Þór frumvarpið ekki fara á svig við úrskurð nefndarinnar um að fella starfsleyfi fiskeldisfyrirtækjanna tveggja úr gildi. Hann segir þá ákvörðun vera sjálfstæða og frumvarpið ekki snerta hennar úrskurð. Frumvarpið flýti einfaldlega fyrir ferli málsins en bið eftir úrskurði dómstóla væri bæði kostnaðarsöm og tímafrek. „Rekstur verður að ganga og við þekkjum það af umræðu síðustu tíu daga eða svo að það er kallað eftir úrbótum, það er kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda og þau munu birtast í þessu frumvarpi.“Ekkert rými í lögum til þess að bregðast við samskonar málum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir frumvarpið gera stjórnvöldum kleift að bregðast við þegar rekstrarleyfi er fellt úr gildi en hann segir núverandi lög ekki veita rými til þess að bregðast við, heldur þurfi tafarlaust að stöðva starfssemi. „Það getur verið nauðsynlegt að geta gefið slíkt rými í einhverjum tilfellum til þess að bæta úr annmörkum sem eru á leyfinu.“ Guðmundur segir ekki erfitt fyrir sig að styðja frumvarpið á þeim grundvelli að gæta meðalhófs í stjórnsýslunni. Hann segir þróunina vera slíka að í auknum mæli sé verið að breyta lögum til þess að tryggja meðalhóf í stjórnvaldsákvörðunum.Segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ segir Óttar og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Þá segir Óttar meðalhófsregluna ekki eiga við í þessu tilviki og segir slíkar fullyrðingar vera til þess fallnar að afvegaleiða umræðuna.
Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Aukafundur hjá ríkisstjórn vegna laxeldismála Ráðherrar hafa verið að streyma inn í stjórnarráðið hver á fætur öðrum. 8. október 2018 12:10 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00
Aukafundur hjá ríkisstjórn vegna laxeldismála Ráðherrar hafa verið að streyma inn í stjórnarráðið hver á fætur öðrum. 8. október 2018 12:10
Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47