Örin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. október 2018 07:00 Erfið áföll í æsku setja mark sitt á þann sem fyrir þeim verður, iðulega svo mikil að einstaklingurinn verður aldrei aftur sá sami og hann var. Jafnvel þótt hann beri sig vel er hann ætíð með ör á sálinni. En örið kann líka að vera annars staðar. Stutt er síðan sjá mátti litla frétt á netinu, sem ekki vakti mikla athygli. Hún var eins og neðanmálsgrein innan um stóru fréttirnar. Samt er þetta ansi merkileg frétt sem fjallar einmitt um ör. Hún snýst um rannsókn vísindamanna við háskólann í Bresku-Kólumbíu en niðurstöður hennar sýna að áföll sem börn verða fyrir af völdum misnotkunar geta skilið eftir sig ör í frumum líkamans. Þannig virðist sem áföll geti breytt erfðavísum. Í lok fréttarinnar kom fram að áframhaldandi rannsóknir gætu sýnt fram á hvort áhrif áfalla erfist á milli kynslóða, og tekið var fram að margar kenningar væru til um slíkt. Víst er að áföll í æsku setja mark sitt á sálarlíf þeirra sem fyrir þeim verða og líklegt er að þau komi einnig niður á líkamlegri heilsu. Kenningar um að áhrif slíkra áfalla geti fylgt næstu kynslóð eru ansi sláandi. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem sannarlega er göfugt plagg, segir á einum stað að börn eigi rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi og misnotkun. Þar er einnig getið um þá skyldu stjórnvalda að veita börnum sem sætt hafa illri meðferð viðeigandi stuðning. Að eiga rétt á einhverju jafngildir ekki því að sá réttur sé virtur. Því jafnheitt og við óskum þess að börn fái að njóta æskunnar og séu ekki rænd henni, þá blasir sú staðreynd við að á hverjum tíma ganga níðingar lausir og eitra umhverfi sitt. Það er skylda allra siðaðra manna að veita illskunni mótspyrnu. Ein leið til þess er að sýna börnum umhyggju, hlúa að þeim og vera vakandi yfir velferð þeirra, þannig að þau viti af stað þar sem þau eiga alltaf öruggt athvarf. Börn verða að vera viss um að þau geti leitað til fullorðinna, sagt þeim frá grimmdinni sem þau hafa verið beitt og fengið hjálp. Þau eiga ekki að þurfa að lifa lífinu þannig að þau byrgi inni tilfinningar sínar og þegi um ofbeldið sem skapar þeim svo mikla þjáningu. Hin sára staðreynd er síðan sú að ekki komast allir lifandi frá þessum áföllum heldur svipta sig lífi. Þeim barst ekki hjálp í tíma. Hinn dáði listamaður Bubbi Morthens hefur tjáð sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og hefur markað allt hans líf. Hann segist loks vera orðinn frjáls, rúmlega sextugur. Skilaboð hans eru þau að til sé lausn við áföllum eins og þessum og að hægt sé að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Bubbi er dæmi um einstakling sem fékk hjálp, gat brotið hlekki og orðið frjáls. Þetta eru mikilvæg skilaboð til þeirra sem hafa verið eða eru í sömu sporum og Bubbi var þegar níðingur eitraði framtíð hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Erfið áföll í æsku setja mark sitt á þann sem fyrir þeim verður, iðulega svo mikil að einstaklingurinn verður aldrei aftur sá sami og hann var. Jafnvel þótt hann beri sig vel er hann ætíð með ör á sálinni. En örið kann líka að vera annars staðar. Stutt er síðan sjá mátti litla frétt á netinu, sem ekki vakti mikla athygli. Hún var eins og neðanmálsgrein innan um stóru fréttirnar. Samt er þetta ansi merkileg frétt sem fjallar einmitt um ör. Hún snýst um rannsókn vísindamanna við háskólann í Bresku-Kólumbíu en niðurstöður hennar sýna að áföll sem börn verða fyrir af völdum misnotkunar geta skilið eftir sig ör í frumum líkamans. Þannig virðist sem áföll geti breytt erfðavísum. Í lok fréttarinnar kom fram að áframhaldandi rannsóknir gætu sýnt fram á hvort áhrif áfalla erfist á milli kynslóða, og tekið var fram að margar kenningar væru til um slíkt. Víst er að áföll í æsku setja mark sitt á sálarlíf þeirra sem fyrir þeim verða og líklegt er að þau komi einnig niður á líkamlegri heilsu. Kenningar um að áhrif slíkra áfalla geti fylgt næstu kynslóð eru ansi sláandi. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem sannarlega er göfugt plagg, segir á einum stað að börn eigi rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi og misnotkun. Þar er einnig getið um þá skyldu stjórnvalda að veita börnum sem sætt hafa illri meðferð viðeigandi stuðning. Að eiga rétt á einhverju jafngildir ekki því að sá réttur sé virtur. Því jafnheitt og við óskum þess að börn fái að njóta æskunnar og séu ekki rænd henni, þá blasir sú staðreynd við að á hverjum tíma ganga níðingar lausir og eitra umhverfi sitt. Það er skylda allra siðaðra manna að veita illskunni mótspyrnu. Ein leið til þess er að sýna börnum umhyggju, hlúa að þeim og vera vakandi yfir velferð þeirra, þannig að þau viti af stað þar sem þau eiga alltaf öruggt athvarf. Börn verða að vera viss um að þau geti leitað til fullorðinna, sagt þeim frá grimmdinni sem þau hafa verið beitt og fengið hjálp. Þau eiga ekki að þurfa að lifa lífinu þannig að þau byrgi inni tilfinningar sínar og þegi um ofbeldið sem skapar þeim svo mikla þjáningu. Hin sára staðreynd er síðan sú að ekki komast allir lifandi frá þessum áföllum heldur svipta sig lífi. Þeim barst ekki hjálp í tíma. Hinn dáði listamaður Bubbi Morthens hefur tjáð sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og hefur markað allt hans líf. Hann segist loks vera orðinn frjáls, rúmlega sextugur. Skilaboð hans eru þau að til sé lausn við áföllum eins og þessum og að hægt sé að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Bubbi er dæmi um einstakling sem fékk hjálp, gat brotið hlekki og orðið frjáls. Þetta eru mikilvæg skilaboð til þeirra sem hafa verið eða eru í sömu sporum og Bubbi var þegar níðingur eitraði framtíð hans.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun