Við erum öll tengd Lára G. Sigurðardóttir skrifar 8. október 2018 07:15 Fyrir tæpum 400 árum orti enska ljóðskáldið John Donne „Enginn maður er eyland“ (í þýðingu Halldórs Laxness) og vísaði til þess að við erum öll tengd. Mannkynið sé allt tengt á einn eða annan hátt og dauði eins manns gerir okkur minni því þá sé tekið af mannkyninu sem við tilheyrum. Mér finnst gott að hafa þetta ljóð í huga nú þegar við rifjum upp hrunið sem mótaði okkur öll á einn eða annan hátt fyrir tíu árum. Sumir sluppu ágætlega frá hruninu, sérstaklega ef þeir voru búnir að hugsa fyrir því að koma eignum sínum í skjól. Margir misstu mikið og sumir aleiguna. Og jafnvel æru sína með. Aðrir misstu föður og bróður eins og kom fram í átakanlegu viðtali við unga konu sem var einungis unglingur þegar ósköpin dundu yfir. Við vitum vel að peningar færa okkur ekki sanna hamingju og að þeir sem hafa mest milli handanna geta verið óhamingjusamari en við almúginn. En við vitum líka að fjárhagsáhyggjur eru ávísun á óhamingju. Að ná ekki endum saman og vita ekki hvort maður geti fætt fjölskylduna út mánuðinn eða borgað sjúkrakostnaðinn veldur sársauka sem nístir inn að hjarta. Það væri óskandi að þingmenn hugsuðu eins og John Donne. Að þeir myndu nýta krafta sína í að auka úrræði fyrir þá sem lenda í krísum en ekki auka eymd í samfélaginu með því að hjakkast á að setja vímuefni í búðir. Að þeir myndu hjálpa þeim sem falla að standa aftur upp. Það mun á endanum skila sér í þjóðarbúið. Það að komast í snertingu við hamingjuna skilar sér í betra samfélagi, því eins og skáldið sagði, við erum öll tengd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum 400 árum orti enska ljóðskáldið John Donne „Enginn maður er eyland“ (í þýðingu Halldórs Laxness) og vísaði til þess að við erum öll tengd. Mannkynið sé allt tengt á einn eða annan hátt og dauði eins manns gerir okkur minni því þá sé tekið af mannkyninu sem við tilheyrum. Mér finnst gott að hafa þetta ljóð í huga nú þegar við rifjum upp hrunið sem mótaði okkur öll á einn eða annan hátt fyrir tíu árum. Sumir sluppu ágætlega frá hruninu, sérstaklega ef þeir voru búnir að hugsa fyrir því að koma eignum sínum í skjól. Margir misstu mikið og sumir aleiguna. Og jafnvel æru sína með. Aðrir misstu föður og bróður eins og kom fram í átakanlegu viðtali við unga konu sem var einungis unglingur þegar ósköpin dundu yfir. Við vitum vel að peningar færa okkur ekki sanna hamingju og að þeir sem hafa mest milli handanna geta verið óhamingjusamari en við almúginn. En við vitum líka að fjárhagsáhyggjur eru ávísun á óhamingju. Að ná ekki endum saman og vita ekki hvort maður geti fætt fjölskylduna út mánuðinn eða borgað sjúkrakostnaðinn veldur sársauka sem nístir inn að hjarta. Það væri óskandi að þingmenn hugsuðu eins og John Donne. Að þeir myndu nýta krafta sína í að auka úrræði fyrir þá sem lenda í krísum en ekki auka eymd í samfélaginu með því að hjakkast á að setja vímuefni í búðir. Að þeir myndu hjálpa þeim sem falla að standa aftur upp. Það mun á endanum skila sér í þjóðarbúið. Það að komast í snertingu við hamingjuna skilar sér í betra samfélagi, því eins og skáldið sagði, við erum öll tengd.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar