Íslenski boltinn

Arnar Gunnlaugsson orðinn þjálfari Víkings

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Arnar er tekinn við Víking
Arnar er tekinn við Víking Víkingur Reykjavík
Arnar Gunnlaugsson er tekinn við sem þjálfari Víkings Reykjavíkur.



Arnar þekkir vel til í Víkinni en hann var aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar í sumar. Logi tilkynnti eftir tímabilið að hann yrði ekki áfram með Víkings liðið.



Arnar er Skagamaður og átti farsælan feril sem leikmaður, bæði hérlendis og erlendis. Hann lék með liðum eins og Feyenoord, Bolton, Leicester og Stoke.



Víkingur er annað liðið sem Arnar þjálfar en hann þjálfaði heimalið sitt, ÍA ásamt tvíburabróður sínum, Bjarka árin 2006, 2008 og 2009. Þá var hann aðstoðarþjálfari KR sumarið 2016.



Arnar gerir tveggja ára samning við Víking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×