Logi: Ég hef sett svona skot nokkrum sinnum niður áður Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 5. október 2018 22:53 Logi var frábær í kvöld. vísir/ernir Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn erkifjendum sínum og nágrönnum úr Keflavík í Dominos deild karla í körfubolta. „Já við vissum að þetta yrði hörku rimma. Keflvíkingar voru góðir í kvöld og við vissum að við þyrftum að stíga þetta upp á næsta level ef við ætluðum að vinna þetta í lokin. Við spiluðum góðan varnarleik í seinni hálfleik og misstum þá ekkert of langt frá okkur og þá vitum við að við getum alltaf unnið í þessu húsi, sama á móti hverjum. Við tókum tækifærið þegar það gafst og kláruðum þetta með stæl,“ sagði Logi. Njarðvík var undir nánast allan leikinn þangað til í lokaleikhlutanum en þá hrukku þeir í gang. „Það er það sem við viljum vera. Við viljum vera lið sem klárar leikina á lokasekúndunum. Þegar það eru jafnir leikir er oft auðvelt að koðna niður og fara í felur en við fórum ekki í felur.“ Logi setti niður tvær risa stórar þriggja stiga körfur á lokamínútunum sem fór langleiðina að því að tryggja Njarðvíkingum sigurinn í kvöld. „Já nokkrum sinnum. Ég bíð bara eftir svona stundum og þegar þau koma, þá tek ég þau.“ Logi er í kannski öðru hlutverki en hann hefur verið í hjá Njarðvík. Hann byrjaði á bekknum og kom inn á og er það líklega það sem koma skal hjá honum í vetur. „Ef við erum breiðir eins og við erum núna, þá munum við skipta mínútunum betur. Ég hef verið í öllum hlutverkum á mínum ferli sem atvinnumaður og í landsliðinu þannig ég tek því sem kemur og nýti mínúturnar sem ég fæ og er ferskari fyrir vikið.“ Keflvíkingar voru heilt yfir betri í leiknum í kvöld en Njarðvík hélt þó alltaf í við granna sína. Það var afar mikilvægt að sögn Loga. „Mér fannst við gefa þeim svolítið opin skot í fyrri hálfleik. Vorum ekki nógu góðir í vörn þá. Fáum á okkur 48 stig. Seinni hálfleikurinn var betri. Við erum auðvitað að slípa okkur saman eins og allir aðrir í deildinni. Mér leist mjög vel á marga kafla hjá okkur í dag, sérstaklega í 4. leikhluta.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 97-90 | Njarðvík kláraði grannana í Ljónagryfjunni Stórveldin, erkifjendurnir og nágrannarnir, Njarðvík og Keflavík mættust í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur þar sem Njarðvík stálu sigrinum undir lokin 5. október 2018 23:45 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira
Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn erkifjendum sínum og nágrönnum úr Keflavík í Dominos deild karla í körfubolta. „Já við vissum að þetta yrði hörku rimma. Keflvíkingar voru góðir í kvöld og við vissum að við þyrftum að stíga þetta upp á næsta level ef við ætluðum að vinna þetta í lokin. Við spiluðum góðan varnarleik í seinni hálfleik og misstum þá ekkert of langt frá okkur og þá vitum við að við getum alltaf unnið í þessu húsi, sama á móti hverjum. Við tókum tækifærið þegar það gafst og kláruðum þetta með stæl,“ sagði Logi. Njarðvík var undir nánast allan leikinn þangað til í lokaleikhlutanum en þá hrukku þeir í gang. „Það er það sem við viljum vera. Við viljum vera lið sem klárar leikina á lokasekúndunum. Þegar það eru jafnir leikir er oft auðvelt að koðna niður og fara í felur en við fórum ekki í felur.“ Logi setti niður tvær risa stórar þriggja stiga körfur á lokamínútunum sem fór langleiðina að því að tryggja Njarðvíkingum sigurinn í kvöld. „Já nokkrum sinnum. Ég bíð bara eftir svona stundum og þegar þau koma, þá tek ég þau.“ Logi er í kannski öðru hlutverki en hann hefur verið í hjá Njarðvík. Hann byrjaði á bekknum og kom inn á og er það líklega það sem koma skal hjá honum í vetur. „Ef við erum breiðir eins og við erum núna, þá munum við skipta mínútunum betur. Ég hef verið í öllum hlutverkum á mínum ferli sem atvinnumaður og í landsliðinu þannig ég tek því sem kemur og nýti mínúturnar sem ég fæ og er ferskari fyrir vikið.“ Keflvíkingar voru heilt yfir betri í leiknum í kvöld en Njarðvík hélt þó alltaf í við granna sína. Það var afar mikilvægt að sögn Loga. „Mér fannst við gefa þeim svolítið opin skot í fyrri hálfleik. Vorum ekki nógu góðir í vörn þá. Fáum á okkur 48 stig. Seinni hálfleikurinn var betri. Við erum auðvitað að slípa okkur saman eins og allir aðrir í deildinni. Mér leist mjög vel á marga kafla hjá okkur í dag, sérstaklega í 4. leikhluta.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 97-90 | Njarðvík kláraði grannana í Ljónagryfjunni Stórveldin, erkifjendurnir og nágrannarnir, Njarðvík og Keflavík mættust í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur þar sem Njarðvík stálu sigrinum undir lokin 5. október 2018 23:45 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 97-90 | Njarðvík kláraði grannana í Ljónagryfjunni Stórveldin, erkifjendurnir og nágrannarnir, Njarðvík og Keflavík mættust í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur þar sem Njarðvík stálu sigrinum undir lokin 5. október 2018 23:45