Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2018 20:00 Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. Ný breiðfylking er í mótun innan verkalýðshreyfingarinnar sem gæti leitt komandi kjaraviðræður því í gær og í dag hefur forystufólk nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fundað á hótel Selfossi til að móta kröfur fyrir komandi kjaraviðræður. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir félögin öll hafa samþykkt að Starfsgreinasambandið fari með samningsumboð þeirra í komandi viðræðum. „Það er í fyrsta skipti í sögunni sem öll félög innan Starfsgreinasambandsins hafa veitt sambandinu umboð,“ segir Björn. En félög sambandsins á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram undir merkjum Flóabandalagsins undanfarin ár. Formenn félaganna fara nú með drög að kröfugerð til sinna félagsmanna til kynningar og samþykktar og er stefnt að því að kröfugerðin verði formlega lögð fram á miðvikudag í næstu viku. En viðræðuáætlanir vegna komandi samningalotu verða að liggja fyrir samkvæmt lögum fyrir 22. október. Innan úr Starfsgreinasambandinu hafa heyrst kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í allt að 375 þúsund krónur og vinnuvikan stytt. En í nýlegu bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystu verkalýðshreyfingarinnar er hins vegar lögð áhersla á hóflegar launahækkanir og að vægi dagvinnu á kostnað yfirvinnu verði aukið. „Hvenær hefur það gerst í upphafi kjarasamninga að Samtök atvinnulífsins hafi ekki sagt það? Ég man ekki eftir því og er búinn að vera svolítið lengi í þessu,“ segir Björn. Áhersla verði lögð á að bæta lægstu launin verulega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, fjölmennasta félagsins innan Starfsgreinasambandsins, vill stækka samflot verkalýðsfélaganna enn frekar með félögum innan Landssambands verslunarmanna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur einnig hvatt til þess. „Ég bind mjög miklar vonir við það. Það á eftir að koma í ljós hvernig það verður en ég er mjög vongóð.”Hversu mikilvægt er að fá VR með?„Gríðarlega mikilvægt, mjög mikilvægt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Innlent Kjaramál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. Ný breiðfylking er í mótun innan verkalýðshreyfingarinnar sem gæti leitt komandi kjaraviðræður því í gær og í dag hefur forystufólk nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fundað á hótel Selfossi til að móta kröfur fyrir komandi kjaraviðræður. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir félögin öll hafa samþykkt að Starfsgreinasambandið fari með samningsumboð þeirra í komandi viðræðum. „Það er í fyrsta skipti í sögunni sem öll félög innan Starfsgreinasambandsins hafa veitt sambandinu umboð,“ segir Björn. En félög sambandsins á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram undir merkjum Flóabandalagsins undanfarin ár. Formenn félaganna fara nú með drög að kröfugerð til sinna félagsmanna til kynningar og samþykktar og er stefnt að því að kröfugerðin verði formlega lögð fram á miðvikudag í næstu viku. En viðræðuáætlanir vegna komandi samningalotu verða að liggja fyrir samkvæmt lögum fyrir 22. október. Innan úr Starfsgreinasambandinu hafa heyrst kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í allt að 375 þúsund krónur og vinnuvikan stytt. En í nýlegu bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystu verkalýðshreyfingarinnar er hins vegar lögð áhersla á hóflegar launahækkanir og að vægi dagvinnu á kostnað yfirvinnu verði aukið. „Hvenær hefur það gerst í upphafi kjarasamninga að Samtök atvinnulífsins hafi ekki sagt það? Ég man ekki eftir því og er búinn að vera svolítið lengi í þessu,“ segir Björn. Áhersla verði lögð á að bæta lægstu launin verulega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, fjölmennasta félagsins innan Starfsgreinasambandsins, vill stækka samflot verkalýðsfélaganna enn frekar með félögum innan Landssambands verslunarmanna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur einnig hvatt til þess. „Ég bind mjög miklar vonir við það. Það á eftir að koma í ljós hvernig það verður en ég er mjög vongóð.”Hversu mikilvægt er að fá VR með?„Gríðarlega mikilvægt, mjög mikilvægt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Innlent Kjaramál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira