Brady náði 500. snertimarkinu í flottum útisigri | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2018 07:30 Tom Brady var ánægður í nótt. vísir/getty New England Patriots virðist vera komið á skrið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en það vann annan leikinn í röð í nótt í fimmtudagsleik fimmtu leikviku þegar liðið vann Indianapolis Colts á útivelli, 38-24. New England vann fyrsta leik en tapaði svo tveimur í röð. Eins og svo oft áður voru menn fljótir að afskrifa hinn 41 árs gamla Tom Brady sem hefur ekki verið með jafnlítið af sóknarvopnum í kringum sig í byrjun leiktíðar í langan tíma. En, Julian Edelman var mættur aftur í nótt eftir að taka út fjögurra leikja bann og greip sjö sendingar frá Brady fyrir 57 jördum.Julian Edelman er búinn að taka út bannið.vísir/gettyBrady fór hamförum í nótt en hann kláraði allar níu sendingarnar sínar í fyrstu sókn og setti upp snertimark fyrir Cordarrelle Patterson. Aðeins annar af tveimur gripnum boltum hans í leiknum. Í heildina kláraði Brady 34 af 44 sendingum fyrir 341 jarda og tveimur snertimörkum en hann kastaði boltanum þó tvívegis frá sér. Hann kastaði fyrir sínu 500. snertimarki í leiknum og bjargaði New England í fjórða leikhluta þegar að Colts reyndi endurkomu. Vandræðagemsinn Josh Gordon fór langt með að klára leikinn þegar að hann greip boltann í endamarkinu í fjórða leikhluta á ótrúlegan hátt en hann varð með því 71. leikmaðurinn sem grípur snertimarkssendingu frá Tom Brady. Það er met í NFL-deildinni. Hlauparinn James White fór á kostum sem útherji en hann greip tíu bolta fyrir 77 jördum og snertimarki og nýliðahlauparinn Sony Michel fór 98 jarda og skoraði eitt snertimark. NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
New England Patriots virðist vera komið á skrið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en það vann annan leikinn í röð í nótt í fimmtudagsleik fimmtu leikviku þegar liðið vann Indianapolis Colts á útivelli, 38-24. New England vann fyrsta leik en tapaði svo tveimur í röð. Eins og svo oft áður voru menn fljótir að afskrifa hinn 41 árs gamla Tom Brady sem hefur ekki verið með jafnlítið af sóknarvopnum í kringum sig í byrjun leiktíðar í langan tíma. En, Julian Edelman var mættur aftur í nótt eftir að taka út fjögurra leikja bann og greip sjö sendingar frá Brady fyrir 57 jördum.Julian Edelman er búinn að taka út bannið.vísir/gettyBrady fór hamförum í nótt en hann kláraði allar níu sendingarnar sínar í fyrstu sókn og setti upp snertimark fyrir Cordarrelle Patterson. Aðeins annar af tveimur gripnum boltum hans í leiknum. Í heildina kláraði Brady 34 af 44 sendingum fyrir 341 jarda og tveimur snertimörkum en hann kastaði boltanum þó tvívegis frá sér. Hann kastaði fyrir sínu 500. snertimarki í leiknum og bjargaði New England í fjórða leikhluta þegar að Colts reyndi endurkomu. Vandræðagemsinn Josh Gordon fór langt með að klára leikinn þegar að hann greip boltann í endamarkinu í fjórða leikhluta á ótrúlegan hátt en hann varð með því 71. leikmaðurinn sem grípur snertimarkssendingu frá Tom Brady. Það er met í NFL-deildinni. Hlauparinn James White fór á kostum sem útherji en hann greip tíu bolta fyrir 77 jördum og snertimarki og nýliðahlauparinn Sony Michel fór 98 jarda og skoraði eitt snertimark.
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira