Heyrði þegar skinnið sprakk á ofninum Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2018 14:18 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/gva Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann á sextugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína og halda handlegg hennar upp að sjóðandi heitum ofni. Konan hlaut alvarleg brunasár í árásinni. Dómurinn leggst ofan á annan fimmtán mánaða dóm sem maðurinn hlaut og mun hann því sæta samtals átján mánaða fangelsi. Dómurinn er alfarið skilorðsbundinn sökum þess að tafir urðu á meðferð málsins. Of stressuð og hrædd til að leggja fram kæru Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í desember árið 2015. Honum var gefið að sök að hafa tekið um handleggi sambýliskonu sinnar og fyrrverandi eiginkonu og haldið höndum hennar og ýtt henni upp að sjóðandi heitum ofni með þeim afleiðingum að hún hlaut 2. stigs brunasár og mögulega að einhverju leyti 3. stigs bruna á hægri upphandlegg og mar á vinstri upphandlegg, að því er segir í dómnum. Maðurinn neitaði sök. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í október árið 2016. Hún sagðist aðspurð fyrir dómi að hún hafi lagt fram kæru svo seint sökum þess að hún var stressuð og hrædd. Þá hafi hún einnig verið að bíða eftir að maðurinn sýndi iðrun en af því hafi ekki orðið. Hélt henni fastri við sjóðheitan ofn Í skýrslu sem lögregla tók af konunni segir um atvikið að hún og maðurinn hafi verið að drekka kvöldið áður en hann réðst á hana. Að morgni næsta dags rifust þau um gamalt fjölskyldumál og þá hafi maðurinn komið að henni en hún hafi sagt honum að hún myndi kýla hann ef hann kæmi nálægt henni. Maðurinn hafi þá ýtt í vinstri hlið hennar þannig að hægri upphandleggur hennar fór utan í ofninn og ofnkranann. Maðurinn hélt henni svo þannig að hún gat ekki hreyft sig, en ofninn hafi verið mjög heitur. Kvaðst konan hafa heyrt þegar skinnið sprakk á handleggnum og hún fundið mikla sviðaverki. Loks hringdi konan í dóttur sína sem fór með henni á spítalann þar sem gert var að sárum hennar. Eftir þetta og allt fram í mars hafi hún þurft að hitta hjúkrunarfræðing vegna meðferðar á sárinu en í vottorði læknis sem var á meðal sönnunargagna í málinu kemur fram að brunasárið á handleggnum hafi verið um 7x10 sentímetrar að stærð. Framburður konunnar fyrir dómi var á sömu leið og rakið var hér á undan. Sagðist hafa beitt nauðvörn Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði haldið konunni frá sér svo hún gæti ekki kýlt hann í umrætt skipti. Hann kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hafi snert miðstöðvarofninn og neitaði að hafa fært konuna að ofninum til þess að brenna hana. Þá hafi hann ekki leitt hugann að hitastigi ofnsins. Sýknukrafa mannsins byggði m.a. á því að hann hafi beitt nauðvörn. Maðurinn var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot fyrir tveimur árum. Sá dómur var tekinn upp í hinn nýja dóm, sem ákveðið var að yrði skilorðsbundinn að fullu þar sem töluverður dráttur hafi orðið á rannsókn málsins og útgáfu ákæru án þess að maðurinn eigi nokkra sök á því. Maðurinn var því dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur auk 778 þúsund krónur í sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann á sextugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína og halda handlegg hennar upp að sjóðandi heitum ofni. Konan hlaut alvarleg brunasár í árásinni. Dómurinn leggst ofan á annan fimmtán mánaða dóm sem maðurinn hlaut og mun hann því sæta samtals átján mánaða fangelsi. Dómurinn er alfarið skilorðsbundinn sökum þess að tafir urðu á meðferð málsins. Of stressuð og hrædd til að leggja fram kæru Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í desember árið 2015. Honum var gefið að sök að hafa tekið um handleggi sambýliskonu sinnar og fyrrverandi eiginkonu og haldið höndum hennar og ýtt henni upp að sjóðandi heitum ofni með þeim afleiðingum að hún hlaut 2. stigs brunasár og mögulega að einhverju leyti 3. stigs bruna á hægri upphandlegg og mar á vinstri upphandlegg, að því er segir í dómnum. Maðurinn neitaði sök. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í október árið 2016. Hún sagðist aðspurð fyrir dómi að hún hafi lagt fram kæru svo seint sökum þess að hún var stressuð og hrædd. Þá hafi hún einnig verið að bíða eftir að maðurinn sýndi iðrun en af því hafi ekki orðið. Hélt henni fastri við sjóðheitan ofn Í skýrslu sem lögregla tók af konunni segir um atvikið að hún og maðurinn hafi verið að drekka kvöldið áður en hann réðst á hana. Að morgni næsta dags rifust þau um gamalt fjölskyldumál og þá hafi maðurinn komið að henni en hún hafi sagt honum að hún myndi kýla hann ef hann kæmi nálægt henni. Maðurinn hafi þá ýtt í vinstri hlið hennar þannig að hægri upphandleggur hennar fór utan í ofninn og ofnkranann. Maðurinn hélt henni svo þannig að hún gat ekki hreyft sig, en ofninn hafi verið mjög heitur. Kvaðst konan hafa heyrt þegar skinnið sprakk á handleggnum og hún fundið mikla sviðaverki. Loks hringdi konan í dóttur sína sem fór með henni á spítalann þar sem gert var að sárum hennar. Eftir þetta og allt fram í mars hafi hún þurft að hitta hjúkrunarfræðing vegna meðferðar á sárinu en í vottorði læknis sem var á meðal sönnunargagna í málinu kemur fram að brunasárið á handleggnum hafi verið um 7x10 sentímetrar að stærð. Framburður konunnar fyrir dómi var á sömu leið og rakið var hér á undan. Sagðist hafa beitt nauðvörn Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði haldið konunni frá sér svo hún gæti ekki kýlt hann í umrætt skipti. Hann kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hafi snert miðstöðvarofninn og neitaði að hafa fært konuna að ofninum til þess að brenna hana. Þá hafi hann ekki leitt hugann að hitastigi ofnsins. Sýknukrafa mannsins byggði m.a. á því að hann hafi beitt nauðvörn. Maðurinn var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot fyrir tveimur árum. Sá dómur var tekinn upp í hinn nýja dóm, sem ákveðið var að yrði skilorðsbundinn að fullu þar sem töluverður dráttur hafi orðið á rannsókn málsins og útgáfu ákæru án þess að maðurinn eigi nokkra sök á því. Maðurinn var því dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur auk 778 þúsund krónur í sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira