Roy Keane lætur „grenjuskjóðurnar“ í boltanum heyra það | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. október 2018 09:00 Roy Keane var mikill nagli á velli. vísir/getty Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, óskar José Mourinho, knattspyrnustjóra félagsins, alls hins besta í baráttunni við leikmenn liðsins sem sumir hverjir eru verulega ósáttir við Portúgalann þessa dagana. Mikið hefur verið gert úr sambandi Mourinho og Pogba sem er talinn vilja komast burt og þá er stjórinn sagður varla tala við fyrirliðann Antonio Valencia. Roy Keane var spurður út í stöðuna hjá Manchester United í viðtali við sjónvarpstöð Nottingham Forest en Keane spilaði með Forest áður en að hann var keyptur til Manchester United. „Það eiga ekki allir fótboltamenn og knattspyrnustjórar samleið. Stjórum líkar ekki við alla leikmenn. En, það sem að maður gerir sem fótboltamaður, er að þú spilar fyrir liðið þitt. Ég hef lent upp á kant við einn eða tvo stjóra en alltaf gerði ég það,“ segir Keane. „Mér er alveg sama hvað kom upp á milli þín sem leikmanns og stjórans eða hvort þið hafið verið að rífast. Svona er þessi bransi en sögurnar verða alltaf ýktari hjá Manchester United sem er eitt stærsta félag heims.“ „Þegar að þú ert leikmaður Manchester United og þú gengur út á völlinn klæddur þessari treyju og þú gefur ekki 100 prósent í leikinn... gangi Mourinho bara vel með þetta allt saman,“ segir Keane. Írinn vildi ekki nafngreina neinn þegar að umsjónarmenn þáttarins fóru að benda á Paul Pogba. Keane er bara almennt ósáttur við suma fótboltamenn nútímans sem virðast væla meira en gamli skólinn. „Ég er ekki að tala um Pogba. Ég er að tala um leikmenn sem fara í fýlu út í stjórann eða aðra í þjálfaraliðinu og æfa ekki almennilega því að þeir eru í uppnámi,“ segir Keane. „Það er mikið af væluskjóðum þarna úti en þegar að þú gengur út á völlinn ertu að spila fyrir liðið þitt, stoltið og borgina. Ekki vera að pæla á þeirri stundu í því hvað stjórinn sagði við þig eða þjálfararnir.“ „Þú mátt kvarta yfir öllu eftir leikinn en á meðan að leik stendur þarftu að vera eins og maður og spila með stolti, krafti, orku og vonandi smá gæðum. Þú getur átt slæman dag en ef sú er raunin þá bretturðu upp ermar og berst fyrir treyjuna en lætur ekki einhvað utanaðkomandi hafa áhrif á þig,“ segir Roy Keane.Watch: Part of former #NFFC and #MUFC Roy Keane's honest assessment when we asked him about the state of Manchster United right now. All that and more on your screens on Team Talk TONIGHT at 8pm! Sponsored by @KLGGlazingpic.twitter.com/a8iKprYvdz — Notts TV (@Notts_TV) October 3, 2018 Enski boltinn Tengdar fréttir Valencia líkaði færsla þar sem kallað var eftir því að Mourinho verði rekinn Samfélagsmiðlar eru ekki að laga ástandið neitt á Old Trafford. 3. október 2018 08:45 Mata dregur úr blogginu vegna slæms gengis United Juan Mata er einn af síðustu bloggurunum en hann vill ekki skrifa á meðan að svona illa gengur. 2. október 2018 19:30 Pogba: Mér var bannað að tala Paul Pogba segir sér hafa verið bannað að ræða við fjölmiðla eftir jafntefli Manchester United og Valencia í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. 4. október 2018 06:00 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, óskar José Mourinho, knattspyrnustjóra félagsins, alls hins besta í baráttunni við leikmenn liðsins sem sumir hverjir eru verulega ósáttir við Portúgalann þessa dagana. Mikið hefur verið gert úr sambandi Mourinho og Pogba sem er talinn vilja komast burt og þá er stjórinn sagður varla tala við fyrirliðann Antonio Valencia. Roy Keane var spurður út í stöðuna hjá Manchester United í viðtali við sjónvarpstöð Nottingham Forest en Keane spilaði með Forest áður en að hann var keyptur til Manchester United. „Það eiga ekki allir fótboltamenn og knattspyrnustjórar samleið. Stjórum líkar ekki við alla leikmenn. En, það sem að maður gerir sem fótboltamaður, er að þú spilar fyrir liðið þitt. Ég hef lent upp á kant við einn eða tvo stjóra en alltaf gerði ég það,“ segir Keane. „Mér er alveg sama hvað kom upp á milli þín sem leikmanns og stjórans eða hvort þið hafið verið að rífast. Svona er þessi bransi en sögurnar verða alltaf ýktari hjá Manchester United sem er eitt stærsta félag heims.“ „Þegar að þú ert leikmaður Manchester United og þú gengur út á völlinn klæddur þessari treyju og þú gefur ekki 100 prósent í leikinn... gangi Mourinho bara vel með þetta allt saman,“ segir Keane. Írinn vildi ekki nafngreina neinn þegar að umsjónarmenn þáttarins fóru að benda á Paul Pogba. Keane er bara almennt ósáttur við suma fótboltamenn nútímans sem virðast væla meira en gamli skólinn. „Ég er ekki að tala um Pogba. Ég er að tala um leikmenn sem fara í fýlu út í stjórann eða aðra í þjálfaraliðinu og æfa ekki almennilega því að þeir eru í uppnámi,“ segir Keane. „Það er mikið af væluskjóðum þarna úti en þegar að þú gengur út á völlinn ertu að spila fyrir liðið þitt, stoltið og borgina. Ekki vera að pæla á þeirri stundu í því hvað stjórinn sagði við þig eða þjálfararnir.“ „Þú mátt kvarta yfir öllu eftir leikinn en á meðan að leik stendur þarftu að vera eins og maður og spila með stolti, krafti, orku og vonandi smá gæðum. Þú getur átt slæman dag en ef sú er raunin þá bretturðu upp ermar og berst fyrir treyjuna en lætur ekki einhvað utanaðkomandi hafa áhrif á þig,“ segir Roy Keane.Watch: Part of former #NFFC and #MUFC Roy Keane's honest assessment when we asked him about the state of Manchster United right now. All that and more on your screens on Team Talk TONIGHT at 8pm! Sponsored by @KLGGlazingpic.twitter.com/a8iKprYvdz — Notts TV (@Notts_TV) October 3, 2018
Enski boltinn Tengdar fréttir Valencia líkaði færsla þar sem kallað var eftir því að Mourinho verði rekinn Samfélagsmiðlar eru ekki að laga ástandið neitt á Old Trafford. 3. október 2018 08:45 Mata dregur úr blogginu vegna slæms gengis United Juan Mata er einn af síðustu bloggurunum en hann vill ekki skrifa á meðan að svona illa gengur. 2. október 2018 19:30 Pogba: Mér var bannað að tala Paul Pogba segir sér hafa verið bannað að ræða við fjölmiðla eftir jafntefli Manchester United og Valencia í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. 4. október 2018 06:00 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Valencia líkaði færsla þar sem kallað var eftir því að Mourinho verði rekinn Samfélagsmiðlar eru ekki að laga ástandið neitt á Old Trafford. 3. október 2018 08:45
Mata dregur úr blogginu vegna slæms gengis United Juan Mata er einn af síðustu bloggurunum en hann vill ekki skrifa á meðan að svona illa gengur. 2. október 2018 19:30
Pogba: Mér var bannað að tala Paul Pogba segir sér hafa verið bannað að ræða við fjölmiðla eftir jafntefli Manchester United og Valencia í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. 4. október 2018 06:00