Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2018 22:15 Kristján Þór Ebenserson og Rebekka Eiríksdóttir, bændur á Stað í Reykhólasveit. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu, hún spilli túnum og æðarvarpi en einnig votlendi, fuglalífi og birkikjarri. Rætt var við bændur á Stað í Reykhólasveit í fréttum Stöðvar 2. Deilurnar um Teigsskóg og framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit tóku óvænta stefnu í sumar þegar kynnt var sem sáttaleið tillaga norskrar verkfræðistofu um veg þvert yfir mynni Þorskafjarðar með áttahundrað metra langri brú, kölluð R-leið, og var fullyrt að hún myndi kosta svipað.Brúarsporðurinn að austanverðu yrði við jörðina Stað í Reykhólasveit.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Því fer þó fjarri að hún teljist sáttaleið. „Nei, það er engin sátt um R-leið í Reykhólahreppi,“ segir Kristján Þór Ebeneserson, bóndi á Stað í Reykhólasveit. „Og þetta er bara sorglegt að okkar mati að þeir skyldu voga sér að nota þetta orð,“ segir Rebekka Eiríksdóttir.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Tillagan þýddi að Vestfjarðavegur færi í gegnum fjórar bújarðir, sem allar eru nýttar, Stað og Árbæ á Reykjanesi, en einnig jarðirnar Berufjörð og Skáldstaði í botni Berufjarðar en þrjár þessara jarða eru í eigu Staðarbænda. „Við höfum auðvitað bara áhyggjur af okkar framtíð. Þetta er í rauninni framtíðarbreyting á öllu hér og allt óafturkræft. Af því að við erum með fullt af ræktuðu landi og við erum með æðarvarp fyrir neðan. Og það er alveg sama hvort verður tekið af okkur, það verður alltaf geysilegt tjón fyrir okkur,“ segir Rebekka.Jarðirnar Árbær og Staður. Vestfjarðavegur færi um lönd þeirra, ef R-leið verður valin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En jafnframt sé gert ráð fyrir að leggja veginn yfir ósnortna náttúru. „Hér er gríðarlegt votlendi og fuglalíf, - og hríslur og fleira í Berufirði og Skáldstöðum, sem við getum ekki ímyndað okkur annað en að þurfi að skoða eitthvað betur. Við ætlum kannski ekki að segja að það sé betra að eyðileggja annarra manna land. En við vitum allavega hver skaðinn okkar er,“ segir hún. „Og það er þó allavega búseta hér. Það er engin búseta á Hallsteinsnesi eða Grónesi,“ segir Kristján Þór en Teigsskógarleiðin færi um þær jarðir.Leiðarstytting fyrir botn Berufjarðar þýðir að ryðja þarf burt birkikjarri og fara yfir lönd jarðanna Skáldstaða og Berufjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá gera þau athugasemd við að Reykhólahreppur skyldi taka við fimm milljóna króna styrk frá Hagkaupsbræðrum til að kosta norsku skýrsluna. „Já, það er alveg magnað og helvíti hart að við þurfum að fara að eyða sauðfjárinnlegginu okkar til að verja okkur á meðan sveitarfélagið þiggur styrki frá auðmönnum,“ segir Kristján.Jarðirnar Árbær og Staður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kristján og Rebekka krefjast nýs umhverfismats og segjast klárlega ætla að nýta sér allar mögulegar kæruleiðir, verði reynt að fara R-leiðina. „Þetta er líka svolítið sorglegt að sveitarstjórn skuli vera að taka afstöðu gegn íbúum, en afstöðu með einhverjum birkihríslum,“ segir Kristján. „Af því að við þurfum auðvitað öll að standa saman í svona litlu samfélagi,“ segir Rebekka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. 28. maí 2018 22:00 Efast um brúarhugmynd Norðmannanna Vegagerðin telur að þverun Þorskafjarðar, sem norskir ráðgjafar leggja til sem lausn vegamála í Gufudalssveit, sé dýrari lausn en tillögur Vegagerðarinnar um brúargerð gera ráð fyrir. 28. júní 2018 07:27 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu, hún spilli túnum og æðarvarpi en einnig votlendi, fuglalífi og birkikjarri. Rætt var við bændur á Stað í Reykhólasveit í fréttum Stöðvar 2. Deilurnar um Teigsskóg og framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit tóku óvænta stefnu í sumar þegar kynnt var sem sáttaleið tillaga norskrar verkfræðistofu um veg þvert yfir mynni Þorskafjarðar með áttahundrað metra langri brú, kölluð R-leið, og var fullyrt að hún myndi kosta svipað.Brúarsporðurinn að austanverðu yrði við jörðina Stað í Reykhólasveit.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Því fer þó fjarri að hún teljist sáttaleið. „Nei, það er engin sátt um R-leið í Reykhólahreppi,“ segir Kristján Þór Ebeneserson, bóndi á Stað í Reykhólasveit. „Og þetta er bara sorglegt að okkar mati að þeir skyldu voga sér að nota þetta orð,“ segir Rebekka Eiríksdóttir.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Tillagan þýddi að Vestfjarðavegur færi í gegnum fjórar bújarðir, sem allar eru nýttar, Stað og Árbæ á Reykjanesi, en einnig jarðirnar Berufjörð og Skáldstaði í botni Berufjarðar en þrjár þessara jarða eru í eigu Staðarbænda. „Við höfum auðvitað bara áhyggjur af okkar framtíð. Þetta er í rauninni framtíðarbreyting á öllu hér og allt óafturkræft. Af því að við erum með fullt af ræktuðu landi og við erum með æðarvarp fyrir neðan. Og það er alveg sama hvort verður tekið af okkur, það verður alltaf geysilegt tjón fyrir okkur,“ segir Rebekka.Jarðirnar Árbær og Staður. Vestfjarðavegur færi um lönd þeirra, ef R-leið verður valin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En jafnframt sé gert ráð fyrir að leggja veginn yfir ósnortna náttúru. „Hér er gríðarlegt votlendi og fuglalíf, - og hríslur og fleira í Berufirði og Skáldstöðum, sem við getum ekki ímyndað okkur annað en að þurfi að skoða eitthvað betur. Við ætlum kannski ekki að segja að það sé betra að eyðileggja annarra manna land. En við vitum allavega hver skaðinn okkar er,“ segir hún. „Og það er þó allavega búseta hér. Það er engin búseta á Hallsteinsnesi eða Grónesi,“ segir Kristján Þór en Teigsskógarleiðin færi um þær jarðir.Leiðarstytting fyrir botn Berufjarðar þýðir að ryðja þarf burt birkikjarri og fara yfir lönd jarðanna Skáldstaða og Berufjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá gera þau athugasemd við að Reykhólahreppur skyldi taka við fimm milljóna króna styrk frá Hagkaupsbræðrum til að kosta norsku skýrsluna. „Já, það er alveg magnað og helvíti hart að við þurfum að fara að eyða sauðfjárinnlegginu okkar til að verja okkur á meðan sveitarfélagið þiggur styrki frá auðmönnum,“ segir Kristján.Jarðirnar Árbær og Staður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kristján og Rebekka krefjast nýs umhverfismats og segjast klárlega ætla að nýta sér allar mögulegar kæruleiðir, verði reynt að fara R-leiðina. „Þetta er líka svolítið sorglegt að sveitarstjórn skuli vera að taka afstöðu gegn íbúum, en afstöðu með einhverjum birkihríslum,“ segir Kristján. „Af því að við þurfum auðvitað öll að standa saman í svona litlu samfélagi,“ segir Rebekka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. 28. maí 2018 22:00 Efast um brúarhugmynd Norðmannanna Vegagerðin telur að þverun Þorskafjarðar, sem norskir ráðgjafar leggja til sem lausn vegamála í Gufudalssveit, sé dýrari lausn en tillögur Vegagerðarinnar um brúargerð gera ráð fyrir. 28. júní 2018 07:27 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26
Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. 28. maí 2018 22:00
Efast um brúarhugmynd Norðmannanna Vegagerðin telur að þverun Þorskafjarðar, sem norskir ráðgjafar leggja til sem lausn vegamála í Gufudalssveit, sé dýrari lausn en tillögur Vegagerðarinnar um brúargerð gera ráð fyrir. 28. júní 2018 07:27
Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15