„Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2018 13:38 Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Vísir/Vilhelm „Við erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, um viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum bréfum í félaginu. Er það gert vegna þess að möguleiki er á því að Icelandair muni ekki standast fjárhagslegar kvaðir sem fylgja skuldabréfunum. Félagið birti uppfærða EBITDA spá í lok ágúst sem var lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir. EBITDA er ensk skammstöfun en með henni er átt við afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Miðað við afkomu þá lítur út fyrir að kvaðir bresti,“ segir Bogi Nils en hann bendir á að Icelandair Group sé með sterkan og sveigjanlegan efnahagsreikning, sterkt lausafé og hátt eiginfjárhlutfall ásamt eignum sem eru óveðsettar. „Við höfum mikinn sveigjanleika til að bregðast við þessu,“ segir Bogi. Hann segir að viðræðurnar við eigendur skuldabréfanna ekki snúast um að fá aukið fjármagn. „Við erum bara að fara að setjast yfir þessa möguleika og verður væntanleg rætt um að greiða inn á þetta að öllu leyti eða að fá tímabundna eða varanlega breytingu á þessu kvöðum,“ segir Bogi.Icelandair hefur lagst í hagræðingaraðgerðir vegna versnandi afkomu á undanförnu. Var til að mynda á þriðja tug sagt upp störfum á starfsdeildum félagsins í Reykjavík og Reykjanesbæ í síðustu viku. Icelandair hefur einnig flutt hluta starfsemi símavers flugfélagsins erlendis ásamt bakvinnslu. Þá var einnig tekin ákvörðun um að fækka flugfreyjum og þjónum í hlutastarfi og þeim þess í stað boðið fullt starf hjá flugfélaginu. Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en spurður hvort frekari hagræðingaraðgerðir séu fyrirhugaðar segir Bogi flugfélagið horfa á alla kostnaðarliði. Vonir standir til að auka tekjurnar og allt sé til skoðunar en ekkert stórkostlegt fram undan á því sviði. „Við erum í rekstri og þurfum að gera betur í dag en í gær.“ Icelandair Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
„Við erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, um viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum bréfum í félaginu. Er það gert vegna þess að möguleiki er á því að Icelandair muni ekki standast fjárhagslegar kvaðir sem fylgja skuldabréfunum. Félagið birti uppfærða EBITDA spá í lok ágúst sem var lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir. EBITDA er ensk skammstöfun en með henni er átt við afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Miðað við afkomu þá lítur út fyrir að kvaðir bresti,“ segir Bogi Nils en hann bendir á að Icelandair Group sé með sterkan og sveigjanlegan efnahagsreikning, sterkt lausafé og hátt eiginfjárhlutfall ásamt eignum sem eru óveðsettar. „Við höfum mikinn sveigjanleika til að bregðast við þessu,“ segir Bogi. Hann segir að viðræðurnar við eigendur skuldabréfanna ekki snúast um að fá aukið fjármagn. „Við erum bara að fara að setjast yfir þessa möguleika og verður væntanleg rætt um að greiða inn á þetta að öllu leyti eða að fá tímabundna eða varanlega breytingu á þessu kvöðum,“ segir Bogi.Icelandair hefur lagst í hagræðingaraðgerðir vegna versnandi afkomu á undanförnu. Var til að mynda á þriðja tug sagt upp störfum á starfsdeildum félagsins í Reykjavík og Reykjanesbæ í síðustu viku. Icelandair hefur einnig flutt hluta starfsemi símavers flugfélagsins erlendis ásamt bakvinnslu. Þá var einnig tekin ákvörðun um að fækka flugfreyjum og þjónum í hlutastarfi og þeim þess í stað boðið fullt starf hjá flugfélaginu. Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en spurður hvort frekari hagræðingaraðgerðir séu fyrirhugaðar segir Bogi flugfélagið horfa á alla kostnaðarliði. Vonir standir til að auka tekjurnar og allt sé til skoðunar en ekkert stórkostlegt fram undan á því sviði. „Við erum í rekstri og þurfum að gera betur í dag en í gær.“
Icelandair Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira