Íslenski boltinn

Logi hættur í Víkinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Logi er hættur sem þjálfari Víkings.
Logi er hættur sem þjálfari Víkings. vísir/ernir
Víkingur er án þjálfara í Pepsi-deild karla eftir að Logi Ólafsson og knattspyrnudeild félagsins komust að samkomulagi um að halda samstarfinu ekki áfram.

Víkingur endaði tímabilið í níunda sætinu með 25 stig en liðið hafði tryggt sætið í deildinni er ein umferð var eftir af mótinu.

Logi tók við Víkingum af Milos Milojevic í maí 2017 en í tilkynningu frá Víkinum segir að Logi hafi tekið við á erfiðum tímapunkti.

„Knattspyrnudeild Víkings er þakklát Loga fyrir það kröftuga starf sem hann hefur sinnt undanfarna 15 mánuði og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur næst,” segir í tilkynningu frá Víkingum.

Tilkynningin frá Víking í heild sinni:

Knattspyrnudeild Víkings og Logi Ólafsson ákváðu á fundi í gær að halda samstarfinu ekki áfram og mun Logi því láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Logi tók við liði Víkings í maí 2017 á erfiðum tímapunkti og gerði samning út tímabilið 2018. Knattspyrnudeild Víkings er þakklát Loga fyrir það kröftuga starf sem hann hefur sinnt undanfarna 15 mánuði og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur næst.

 

Stjórn knattspyrnudeildar Víkings




Fleiri fréttir

Sjá meira


×