Atli Viðar: Stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð Anton Ingi Leifsson skrifar 2. október 2018 20:00 Atli Viðar Björnsson tilkynnti í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna. Atli Viðar er sáttur með ákvörðunina og er stoltur af ótrúlegum ferli sínum. „Ég held að þetta sé tímapunkturinn til þess að stoppa, allavega í þeirri mynd sem ég þekki,” sagði Atli Viðar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hvenær ákvað hann þetta? „Þetta var í haust að ég labbaði út úr Krikanum á laugardegi eftir æfingu að þá fann ég að þetta var rétt ákvörðun.” Er þetta í fyrsta sinn sem hann hugsar um að hætta? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef hugsað um þetta af alvöru. Ég hef áður hugsað um hvað væri rétt að gera en aldrei fyrr en núna að hætta og stoppa.” Árangur Atla Viðars er ótrúlegur. Hann skoraði rúmlega hundrað mörk fyrir FH í efstu deild, vann ófáa titlana og hann lítur stoltur til baka. „Ég á bara góðar minningar þegar ég horfi til baka. Það eru stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð. Það er ekkert annað en gleði þegar ég horfi til baka.” „Maður er í boltanum fyrir árangur. Titlarnir og allt sem þeim fylgdi. FH-félagsskapurinn er einstakur og mér og konunni hefur liðið vel frá fyrsta degi er við komum að norðan.” Hann hefur gengið í gegnum súrt og sætt í Krikanum en ef að hann þyrfti að velja eitt augnablik í FH-treyjunni, hvað myndi hann velja? „Mark sem ég skoraði á móti Keflavík 2008. Við urðum að vinna og þá gerði ég sigurmarkið á síðustu mínútunni. Ef ég á að nefna eitthvað eitt þá kemur þetta upp en það er endalaust,” en getur hann verið eitthvað annað en sáttur? „Ég er mjög sáttur. Mér líður vel með að þetta sé komið fram. Það eru nokkrar vikur síðan ég ákvað þetta en núna er ég búinn að hafa þann tíma til að sannfærast um að þeta sé rétt og mér líður vel með þetta.” Atli Viðar kom til FH 2001 og var því í félaginu í sautján ár. Hann segir að eitthvað hafi breyst en á endanum snúist þetta alltaf um það sama. „Umgjörðin og allt sem kemur að því hefur farið úr litlu sem engu í það sem það er í dag. FH sem félag hefur farið í gegnum ótrúlegar breytingar. Fótboltinn er taktískari en á endanum eru þetta bara fótbolti; tvö mörk og ellefu í hvoru liði," sagði þessi goðsögn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Atli Viðar Björnsson tilkynnti í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna. Atli Viðar er sáttur með ákvörðunina og er stoltur af ótrúlegum ferli sínum. „Ég held að þetta sé tímapunkturinn til þess að stoppa, allavega í þeirri mynd sem ég þekki,” sagði Atli Viðar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hvenær ákvað hann þetta? „Þetta var í haust að ég labbaði út úr Krikanum á laugardegi eftir æfingu að þá fann ég að þetta var rétt ákvörðun.” Er þetta í fyrsta sinn sem hann hugsar um að hætta? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef hugsað um þetta af alvöru. Ég hef áður hugsað um hvað væri rétt að gera en aldrei fyrr en núna að hætta og stoppa.” Árangur Atla Viðars er ótrúlegur. Hann skoraði rúmlega hundrað mörk fyrir FH í efstu deild, vann ófáa titlana og hann lítur stoltur til baka. „Ég á bara góðar minningar þegar ég horfi til baka. Það eru stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð. Það er ekkert annað en gleði þegar ég horfi til baka.” „Maður er í boltanum fyrir árangur. Titlarnir og allt sem þeim fylgdi. FH-félagsskapurinn er einstakur og mér og konunni hefur liðið vel frá fyrsta degi er við komum að norðan.” Hann hefur gengið í gegnum súrt og sætt í Krikanum en ef að hann þyrfti að velja eitt augnablik í FH-treyjunni, hvað myndi hann velja? „Mark sem ég skoraði á móti Keflavík 2008. Við urðum að vinna og þá gerði ég sigurmarkið á síðustu mínútunni. Ef ég á að nefna eitthvað eitt þá kemur þetta upp en það er endalaust,” en getur hann verið eitthvað annað en sáttur? „Ég er mjög sáttur. Mér líður vel með að þetta sé komið fram. Það eru nokkrar vikur síðan ég ákvað þetta en núna er ég búinn að hafa þann tíma til að sannfærast um að þeta sé rétt og mér líður vel með þetta.” Atli Viðar kom til FH 2001 og var því í félaginu í sautján ár. Hann segir að eitthvað hafi breyst en á endanum snúist þetta alltaf um það sama. „Umgjörðin og allt sem kemur að því hefur farið úr litlu sem engu í það sem það er í dag. FH sem félag hefur farið í gegnum ótrúlegar breytingar. Fótboltinn er taktískari en á endanum eru þetta bara fótbolti; tvö mörk og ellefu í hvoru liði," sagði þessi goðsögn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira