Atli Viðar: Stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð Anton Ingi Leifsson skrifar 2. október 2018 20:00 Atli Viðar Björnsson tilkynnti í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna. Atli Viðar er sáttur með ákvörðunina og er stoltur af ótrúlegum ferli sínum. „Ég held að þetta sé tímapunkturinn til þess að stoppa, allavega í þeirri mynd sem ég þekki,” sagði Atli Viðar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hvenær ákvað hann þetta? „Þetta var í haust að ég labbaði út úr Krikanum á laugardegi eftir æfingu að þá fann ég að þetta var rétt ákvörðun.” Er þetta í fyrsta sinn sem hann hugsar um að hætta? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef hugsað um þetta af alvöru. Ég hef áður hugsað um hvað væri rétt að gera en aldrei fyrr en núna að hætta og stoppa.” Árangur Atla Viðars er ótrúlegur. Hann skoraði rúmlega hundrað mörk fyrir FH í efstu deild, vann ófáa titlana og hann lítur stoltur til baka. „Ég á bara góðar minningar þegar ég horfi til baka. Það eru stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð. Það er ekkert annað en gleði þegar ég horfi til baka.” „Maður er í boltanum fyrir árangur. Titlarnir og allt sem þeim fylgdi. FH-félagsskapurinn er einstakur og mér og konunni hefur liðið vel frá fyrsta degi er við komum að norðan.” Hann hefur gengið í gegnum súrt og sætt í Krikanum en ef að hann þyrfti að velja eitt augnablik í FH-treyjunni, hvað myndi hann velja? „Mark sem ég skoraði á móti Keflavík 2008. Við urðum að vinna og þá gerði ég sigurmarkið á síðustu mínútunni. Ef ég á að nefna eitthvað eitt þá kemur þetta upp en það er endalaust,” en getur hann verið eitthvað annað en sáttur? „Ég er mjög sáttur. Mér líður vel með að þetta sé komið fram. Það eru nokkrar vikur síðan ég ákvað þetta en núna er ég búinn að hafa þann tíma til að sannfærast um að þeta sé rétt og mér líður vel með þetta.” Atli Viðar kom til FH 2001 og var því í félaginu í sautján ár. Hann segir að eitthvað hafi breyst en á endanum snúist þetta alltaf um það sama. „Umgjörðin og allt sem kemur að því hefur farið úr litlu sem engu í það sem það er í dag. FH sem félag hefur farið í gegnum ótrúlegar breytingar. Fótboltinn er taktískari en á endanum eru þetta bara fótbolti; tvö mörk og ellefu í hvoru liði," sagði þessi goðsögn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Atli Viðar Björnsson tilkynnti í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna. Atli Viðar er sáttur með ákvörðunina og er stoltur af ótrúlegum ferli sínum. „Ég held að þetta sé tímapunkturinn til þess að stoppa, allavega í þeirri mynd sem ég þekki,” sagði Atli Viðar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hvenær ákvað hann þetta? „Þetta var í haust að ég labbaði út úr Krikanum á laugardegi eftir æfingu að þá fann ég að þetta var rétt ákvörðun.” Er þetta í fyrsta sinn sem hann hugsar um að hætta? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef hugsað um þetta af alvöru. Ég hef áður hugsað um hvað væri rétt að gera en aldrei fyrr en núna að hætta og stoppa.” Árangur Atla Viðars er ótrúlegur. Hann skoraði rúmlega hundrað mörk fyrir FH í efstu deild, vann ófáa titlana og hann lítur stoltur til baka. „Ég á bara góðar minningar þegar ég horfi til baka. Það eru stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð. Það er ekkert annað en gleði þegar ég horfi til baka.” „Maður er í boltanum fyrir árangur. Titlarnir og allt sem þeim fylgdi. FH-félagsskapurinn er einstakur og mér og konunni hefur liðið vel frá fyrsta degi er við komum að norðan.” Hann hefur gengið í gegnum súrt og sætt í Krikanum en ef að hann þyrfti að velja eitt augnablik í FH-treyjunni, hvað myndi hann velja? „Mark sem ég skoraði á móti Keflavík 2008. Við urðum að vinna og þá gerði ég sigurmarkið á síðustu mínútunni. Ef ég á að nefna eitthvað eitt þá kemur þetta upp en það er endalaust,” en getur hann verið eitthvað annað en sáttur? „Ég er mjög sáttur. Mér líður vel með að þetta sé komið fram. Það eru nokkrar vikur síðan ég ákvað þetta en núna er ég búinn að hafa þann tíma til að sannfærast um að þeta sé rétt og mér líður vel með þetta.” Atli Viðar kom til FH 2001 og var því í félaginu í sautján ár. Hann segir að eitthvað hafi breyst en á endanum snúist þetta alltaf um það sama. „Umgjörðin og allt sem kemur að því hefur farið úr litlu sem engu í það sem það er í dag. FH sem félag hefur farið í gegnum ótrúlegar breytingar. Fótboltinn er taktískari en á endanum eru þetta bara fótbolti; tvö mörk og ellefu í hvoru liði," sagði þessi goðsögn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira