Þyrla sótti skipverja með reykeitrun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2018 17:29 Eldur kviknaði í vélarrúmi togskipsins Frosta ÞH 229. Landhelgisgæslan TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hefur sótt skipverja með reykeitrun sem var um borð í togskipinu Frosta ÞH 229. Umræddur skipverji, sem er einn af tólf, hlaut eitrunina þegar eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Hann hefur verið fluttur vestur til Ísafjarðar og verður þaðan fluttur með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur þar sem hann verður lagður inn á spítala. Fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu munu á næstu mínútum láta sig síga úr þyrlunni TF-SYN niður í skipið til að vinna að slökkvistarfi. Óvíst er hvort eldur logi enn í vélarrúminu þar sem skipverjarnir lokuðu því af þegar eldurinn kom upp. Von er á varðskipi Landhelgisgæslunnar um sjöleytið.Neyðarkall um að eldur væri laus Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst laust eftir klukkan korter yfir þrjú neyðarkall um að eldur væri laus í vélarrúmi togskipsins Frosta ÞH229. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kölluðu út tvær þyrlur sem og varðskipið Tý, sem þá var statt í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Togskipið var statt um 45 sjómílur vest-norðvestur af Straumnesi þegar neyðarkallið barst. Tólf eru í áhöfn Frosta og kom fram að allir væru heilir á húfi en hugsanlegt er að einn skipverjinn sé með reykeitrun. Stundarfjórðungi eftir að neyðarkallið barst frá Frosta barst stjórnstöðinni tilkynning um að búið væri að einangra eldinn í vélarrúminu en að reykurinn hefði borist um allt skipið, að brú þess undanskilinni. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hélt beint á staðinn og er áætlað að hún verði komin að Frosta um half fimm leytið. TF-SYN, flug vestur með fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og er gert ráð fyrir að hún verði komin að Frosta klukkan sex. Tólf manns eru um borð í togskipinu Frosta ÞH229.LandhelgisgæslanBjörgunarskip Slysavarnafélags Landsbjargar, Gunnar Friðriksson, var beðið um að halda rakleiðis á vettvang auk skipa í grenndinni. Áætlað er að varðskipið Týr verði komið að skipinu laust fyrir klukkan sjö. Togarinn Sirrý ÍS36 kom að Frosta laust fyrir fjögur og er gert ráð fyrir því að hann taki Frosta í tog. Allar líkur eru á að TF-GNA flytji einn skipverja frá borði og fari með hann á Ísafjörð til aðhlynningar. Gott veður er á svæðinu og munu skipin halda áleiðis í land en aðrar bjargir halda sínu striki. Slökkviliðsmennirnir sem koma með TF-SYN munu kanna hvort eldurinn lifi enn í vélarrýminu.Uppfært klukkan 18:27 með nýjum upplýsingum um björgunar-og slökkviaðgerðir. Fyrirsögn var einnig uppfærð. Ísafjarðarbær Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hefur sótt skipverja með reykeitrun sem var um borð í togskipinu Frosta ÞH 229. Umræddur skipverji, sem er einn af tólf, hlaut eitrunina þegar eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Hann hefur verið fluttur vestur til Ísafjarðar og verður þaðan fluttur með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur þar sem hann verður lagður inn á spítala. Fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu munu á næstu mínútum láta sig síga úr þyrlunni TF-SYN niður í skipið til að vinna að slökkvistarfi. Óvíst er hvort eldur logi enn í vélarrúminu þar sem skipverjarnir lokuðu því af þegar eldurinn kom upp. Von er á varðskipi Landhelgisgæslunnar um sjöleytið.Neyðarkall um að eldur væri laus Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst laust eftir klukkan korter yfir þrjú neyðarkall um að eldur væri laus í vélarrúmi togskipsins Frosta ÞH229. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kölluðu út tvær þyrlur sem og varðskipið Tý, sem þá var statt í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Togskipið var statt um 45 sjómílur vest-norðvestur af Straumnesi þegar neyðarkallið barst. Tólf eru í áhöfn Frosta og kom fram að allir væru heilir á húfi en hugsanlegt er að einn skipverjinn sé með reykeitrun. Stundarfjórðungi eftir að neyðarkallið barst frá Frosta barst stjórnstöðinni tilkynning um að búið væri að einangra eldinn í vélarrúminu en að reykurinn hefði borist um allt skipið, að brú þess undanskilinni. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hélt beint á staðinn og er áætlað að hún verði komin að Frosta um half fimm leytið. TF-SYN, flug vestur með fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og er gert ráð fyrir að hún verði komin að Frosta klukkan sex. Tólf manns eru um borð í togskipinu Frosta ÞH229.LandhelgisgæslanBjörgunarskip Slysavarnafélags Landsbjargar, Gunnar Friðriksson, var beðið um að halda rakleiðis á vettvang auk skipa í grenndinni. Áætlað er að varðskipið Týr verði komið að skipinu laust fyrir klukkan sjö. Togarinn Sirrý ÍS36 kom að Frosta laust fyrir fjögur og er gert ráð fyrir því að hann taki Frosta í tog. Allar líkur eru á að TF-GNA flytji einn skipverja frá borði og fari með hann á Ísafjörð til aðhlynningar. Gott veður er á svæðinu og munu skipin halda áleiðis í land en aðrar bjargir halda sínu striki. Slökkviliðsmennirnir sem koma með TF-SYN munu kanna hvort eldurinn lifi enn í vélarrýminu.Uppfært klukkan 18:27 með nýjum upplýsingum um björgunar-og slökkviaðgerðir. Fyrirsögn var einnig uppfærð.
Ísafjarðarbær Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira