Trump dásamaði Gianforte fyrir að ráðast á blaðamann Guardian Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2018 10:04 Donald Trump er ánægður með Greg Gianforte. getty/justin sullivan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dásamaði Greg Gianforte, þingmann Repúblikana, fyrir að ráðast á blaðamann breska dagblaðsins Guardian. Þingmaðurinn var kærður fyrir árásina en hann skellti blaðamanninum í gólfið (e. body slam), eins og þekkist í glímu. Trump ræddi þetta á kosningafundi í Montana í gær en Gianforte réðst á Ben Jacobs, blaðamann Guardian, í maí í fyrra þegar sá síðastnefndi var að spyrja þingmanninn út í stefnu hans í heilbrigðismálum í aðdraganda sérstakra þingkosninga í Bozeman í Montana. Orðum Trump um Gianforte var vel tekið á fundinum í gær þegar hann sagði að þingmaðurinn væri klár. „Og þú átt aldrei að fara í glímu við hann. Þið skiljið, aldrei,“ sagði Trump sem hélt áfram undir fagnaðarlátunum: „Hvaða gaur sem getur skellt öðrum í gólfið, það er gaur að mínu skapi.“ Trump lék síðan eftir hreyfingu þegar einhver skellir öðrum í gólfið. Vonar að Trump biðjist afsökunar á orðum sínum Fjallað er um málið á vef Guardian og segir þar að þetta sé í fyrsta sinn sem Trump dásami beint ofbeldi gagnvart blaðamönnum á bandrískri grundu. Ritstjóri blaðsins í Bandaríkjunum, John Mulholland, sendi frá sér yfirlýsingu vegna orða Trump. Sagði hann Bandaríkjaforseta hafa fagnað árás á blaðamann sem var aðeins að vinna vinnuna sína samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna en Trump hefur sjálfur svarið þess eið að verja stjórnarskrána sem forseti. Þá vísaði Mulholland jafnframt í morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi en tyrknesk yfirvöld segja vísbendingar um að sádi-arabísk yfirvöld hafi ráðið Khashoggi af dögum. Sagði Mulholland í yfirlýsingu að orð Trump byðu hættunni heim varðandi frekari árásir á blaðamenn bæði í Bandaríkjunum sem og um heim allan. „Við vonum að heiðvirt fólk muni fordæma þessi orð og að forsetinn sjái sóma sinn í að biðjast afsökunar,“ sagði í yfirlýsingu Mulholland. Guardian US editor issues statement responding to Trump: “The President of the United States tonight applauded the assault on an American journalist who works for the Guardian.” pic.twitter.com/sSwUiBQo2J — Oliver Darcy (@oliverdarcy) October 19, 2018 Donald Trump Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dásamaði Greg Gianforte, þingmann Repúblikana, fyrir að ráðast á blaðamann breska dagblaðsins Guardian. Þingmaðurinn var kærður fyrir árásina en hann skellti blaðamanninum í gólfið (e. body slam), eins og þekkist í glímu. Trump ræddi þetta á kosningafundi í Montana í gær en Gianforte réðst á Ben Jacobs, blaðamann Guardian, í maí í fyrra þegar sá síðastnefndi var að spyrja þingmanninn út í stefnu hans í heilbrigðismálum í aðdraganda sérstakra þingkosninga í Bozeman í Montana. Orðum Trump um Gianforte var vel tekið á fundinum í gær þegar hann sagði að þingmaðurinn væri klár. „Og þú átt aldrei að fara í glímu við hann. Þið skiljið, aldrei,“ sagði Trump sem hélt áfram undir fagnaðarlátunum: „Hvaða gaur sem getur skellt öðrum í gólfið, það er gaur að mínu skapi.“ Trump lék síðan eftir hreyfingu þegar einhver skellir öðrum í gólfið. Vonar að Trump biðjist afsökunar á orðum sínum Fjallað er um málið á vef Guardian og segir þar að þetta sé í fyrsta sinn sem Trump dásami beint ofbeldi gagnvart blaðamönnum á bandrískri grundu. Ritstjóri blaðsins í Bandaríkjunum, John Mulholland, sendi frá sér yfirlýsingu vegna orða Trump. Sagði hann Bandaríkjaforseta hafa fagnað árás á blaðamann sem var aðeins að vinna vinnuna sína samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna en Trump hefur sjálfur svarið þess eið að verja stjórnarskrána sem forseti. Þá vísaði Mulholland jafnframt í morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi en tyrknesk yfirvöld segja vísbendingar um að sádi-arabísk yfirvöld hafi ráðið Khashoggi af dögum. Sagði Mulholland í yfirlýsingu að orð Trump byðu hættunni heim varðandi frekari árásir á blaðamenn bæði í Bandaríkjunum sem og um heim allan. „Við vonum að heiðvirt fólk muni fordæma þessi orð og að forsetinn sjái sóma sinn í að biðjast afsökunar,“ sagði í yfirlýsingu Mulholland. Guardian US editor issues statement responding to Trump: “The President of the United States tonight applauded the assault on an American journalist who works for the Guardian.” pic.twitter.com/sSwUiBQo2J — Oliver Darcy (@oliverdarcy) October 19, 2018
Donald Trump Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira