Vinsælli en Sigur Rós á Spotify Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. október 2018 11:28 Tónlist mt. fujitive er líklegast vinsælasta íslenska tónlistin á streymisveitum. Mt. fujitive nefnist vinsæll listamaður á Spotify og er flokkaður undir svokallað Lo-fi, þægilega og lágstemmda instrúmental tónlist. Hann er með milljón hlustendur á mánuði og er á nokkrum stórum lagalistum streymisveitunnar. Hann er líka Íslendingur og heitir Magnús Valur Willemsson Verheul. „Ég og félagar mínir sem erum að gera svipaða tónlist köllum þetta lyftutónlist. Maður getur bara slappað af – hangið í sófanum, lært, lesið, gert eitthvað heima hjá sér í algjörri afslöppun. Þetta er mjög hlutlaus tónlist, þetta er ekki flókið né eru neinar raddir þarna sem pirra mann – þetta er bara taktur með flottu undirlagi,“ segir Magnús beðinn að lýsa þessari tónlist sem hittir svona í mark hjá hlustendum. Magnús segist hafa byrjað að gera þessa tegund af músík sirka árið 2014, en raunar alltaf verið í kringum tónlist frá blautu barnsbeini, spilað á bassa og verið í hljómsveitum í skóla. „Ég byrjaði að fikta með tónlistarforrit í kringum 2014 og byrjaði að hlusta á þá sem kynntu mig þessa senu fyrir mér. Ég datt inn á svona músík á Soundcloud og hugsaði bara: „Holy shit, þetta er nice.“ Ég fór mjög mikið að hlusta á mismunandi svona listamenn og reyndi að melta hvaðan þessi hljóð koma. Það tók mig alveg sirka tvö góð ár af stöðugri vinnu að fá rétta „sándið“: hvaða sömpl ætti að nota og hvernig trommur. Þannig að það tók mig alveg svolítinn tíma að koma mér upp þessum hljómi sem ég er með núna.“ Árið 2016 kom út fyrsta smáskífan frá mt. fujitive og fljótlega eftir það fóru hlutirnir að gerast. „Einn daginn fæ ég skilaboð á Facebook frá einhverjum Þjóðverja sem býður mér að skrifa undir samning um stafræna dreifingu á efninu mínu – Spotify, iTunes og allt það. Ég segi náttúrulega: „Já, auðvitað,“ og þaðan fer snjóboltinn að rúlla og hefur stækkað rosa mikið á stuttum tíma.“ Tónlist eftir hann er sú íslenska tónlist sem flestir hafa streymt, að minnsta kosti á Spotify, þar sem hann er með fleiri mánaðarlega hlustendur en sjálf Sigur Rós og vinsælasta lagið hans hefur verið spilað um 10 milljón sinnum. „Já, það er mesta ruglið – ég klóra mér bara í hausnum þegar ég sé þetta,“ segir Magnús hlæjandi þegar blaðamaður nefnir þessar geysilega háu tölur við hann. „Ég er á nokkrum svona „official“ Spotify lagalistum sem eru tileinkaðir svipaðri tónlist og ég er að gera. Það er auðvitað alveg ruglað – það er einn svona lagalisti með 900 þúsund hlustendur, þannig að þetta springur bara í loft upp. Að vera settur inn á svona lista er partur af samningnum mínum – plötufyrirtækið mitt er í sambandi við Spotify og sendir lög eftir mig inn á svona lista. En það er gífurlegur heiður fyrir mig að vera þarna.“ Og þessi mikla spilun gerir það að verkum að hann getur lagt listina fyrir sig. „Ég er það heppinn að geta gert þetta að vinnu – þetta er skemmtilegasta vinna sem hægt er að vinna.“ Í febrúar kom út platan ventures og segist Magnús vera hægt og rólega vera að vinna að þeirri næstu. Í kvöld kemur hann svo fram á sínum fyrstu tónleikum hérlendis – þeir fara fram klukkan 22 á Prikinu. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Mt. fujitive nefnist vinsæll listamaður á Spotify og er flokkaður undir svokallað Lo-fi, þægilega og lágstemmda instrúmental tónlist. Hann er með milljón hlustendur á mánuði og er á nokkrum stórum lagalistum streymisveitunnar. Hann er líka Íslendingur og heitir Magnús Valur Willemsson Verheul. „Ég og félagar mínir sem erum að gera svipaða tónlist köllum þetta lyftutónlist. Maður getur bara slappað af – hangið í sófanum, lært, lesið, gert eitthvað heima hjá sér í algjörri afslöppun. Þetta er mjög hlutlaus tónlist, þetta er ekki flókið né eru neinar raddir þarna sem pirra mann – þetta er bara taktur með flottu undirlagi,“ segir Magnús beðinn að lýsa þessari tónlist sem hittir svona í mark hjá hlustendum. Magnús segist hafa byrjað að gera þessa tegund af músík sirka árið 2014, en raunar alltaf verið í kringum tónlist frá blautu barnsbeini, spilað á bassa og verið í hljómsveitum í skóla. „Ég byrjaði að fikta með tónlistarforrit í kringum 2014 og byrjaði að hlusta á þá sem kynntu mig þessa senu fyrir mér. Ég datt inn á svona músík á Soundcloud og hugsaði bara: „Holy shit, þetta er nice.“ Ég fór mjög mikið að hlusta á mismunandi svona listamenn og reyndi að melta hvaðan þessi hljóð koma. Það tók mig alveg sirka tvö góð ár af stöðugri vinnu að fá rétta „sándið“: hvaða sömpl ætti að nota og hvernig trommur. Þannig að það tók mig alveg svolítinn tíma að koma mér upp þessum hljómi sem ég er með núna.“ Árið 2016 kom út fyrsta smáskífan frá mt. fujitive og fljótlega eftir það fóru hlutirnir að gerast. „Einn daginn fæ ég skilaboð á Facebook frá einhverjum Þjóðverja sem býður mér að skrifa undir samning um stafræna dreifingu á efninu mínu – Spotify, iTunes og allt það. Ég segi náttúrulega: „Já, auðvitað,“ og þaðan fer snjóboltinn að rúlla og hefur stækkað rosa mikið á stuttum tíma.“ Tónlist eftir hann er sú íslenska tónlist sem flestir hafa streymt, að minnsta kosti á Spotify, þar sem hann er með fleiri mánaðarlega hlustendur en sjálf Sigur Rós og vinsælasta lagið hans hefur verið spilað um 10 milljón sinnum. „Já, það er mesta ruglið – ég klóra mér bara í hausnum þegar ég sé þetta,“ segir Magnús hlæjandi þegar blaðamaður nefnir þessar geysilega háu tölur við hann. „Ég er á nokkrum svona „official“ Spotify lagalistum sem eru tileinkaðir svipaðri tónlist og ég er að gera. Það er auðvitað alveg ruglað – það er einn svona lagalisti með 900 þúsund hlustendur, þannig að þetta springur bara í loft upp. Að vera settur inn á svona lista er partur af samningnum mínum – plötufyrirtækið mitt er í sambandi við Spotify og sendir lög eftir mig inn á svona lista. En það er gífurlegur heiður fyrir mig að vera þarna.“ Og þessi mikla spilun gerir það að verkum að hann getur lagt listina fyrir sig. „Ég er það heppinn að geta gert þetta að vinnu – þetta er skemmtilegasta vinna sem hægt er að vinna.“ Í febrúar kom út platan ventures og segist Magnús vera hægt og rólega vera að vinna að þeirri næstu. Í kvöld kemur hann svo fram á sínum fyrstu tónleikum hérlendis – þeir fara fram klukkan 22 á Prikinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira