Íslenski boltinn

Gonzalo Zamorano á Skagann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gonzalo Zamorano við undirskriftina.
Gonzalo Zamorano við undirskriftina. mynd/ía
Spænski frmaherjinn Gonzalo Zamorano er genginn í raðir nýliða ÍA í Pepsi-deild karla í fótbolta en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Zamorano spilaði stórt hlutverk í liði Ólafsvíkinga í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð þar sem að hann skoraði tíu mörk í 20 leikjum og var einn besti leikmaður deildarinnar.

Þessi 23 ára gamli Spánverji heldur áfram að færa sig upp um deildir á Íslandi en hann kom fyrst hingað til lands fyrir síðasta sumar og skoraði þá 16 mörk í 22 leikjum með Huginn í 2. deildinni.

Hann hefur í heildina skoraði 26 mörk í 42 leikjum í B og C-deildunum hér heima en þá skoraði hann eitt mark í fimm bikarleikjum fyrir Ólsara á leið liðsins í undanúrslit Mjólkurbikarsins í sumar.

„Ég er ánægður með að skrifa undir minn fyrsta atvinnumannasamning hjá ÍA. Ég get ekki beðið eftir nýju tímabili og áskorunum framundan,“ segir Gonzalo Zamorano.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×