Frankfurt við ána Main Guðrún Vilmundardóttir skrifar 18. október 2018 07:00 Bókamessan í Frankfurt er nýafstaðin. Mér finnst ævintýralega gaman á messum – en þær eru heilmikið púl. Þar eru hálftímalangir fundir bókaðir frá morgni til kvölds, maður hleypur fram og til baka um risastórar sýningarhallir, man stundum varla hvort maður er að koma eða fara, kaupa eða selja – Svante Weyler, sænski útgefandi Auðar Övu og Jóns Kalman, sagði raunar einhvern tímann eitthvað á þá leið, þar sem við sátum og horfðum á mannhafið, að það vissi enginn nákvæmlega hvað hann væri að gera á bókamessu … fyrstu sjö árin. Svo færi þetta að koma. Á áttundu messu þekkir maður fullt af skemmtilegum útgefendum og umboðsmönnum, hittir vini á hlaupum þó við eigum ekki bókaða fundi, villist sjaldnar. Inni á messunni. En þetta er púl, neðanjarðarlest í sýningarhallirnar snemma á morgnana og það er orðið dimmt þegar maður tekur strætó eða leigubíl í kvöldprógrammið, móttökur eða dinnera, sem eru til þess fallin að mynda frekari tengsl. Þetta hef ég verið að reyna að útskýra fyrir sambýlismanni mínum. Við ákváðum að hittast og frílista okkur í borginni yfir helgina, eftir að vinnu lauk. Í þau skipti sem ég hef heimsótt Frankfurt hefur verið fallegt haustveður, en nú var þar 25 stiga hiti og sumarsól. Ferðafélaginn gat ekki leynt furðu sinni yfir því hvað ég væri lélegur leiðsögumaður um borg sem ég væri að heimsækja í þrettánda sinn. „Hér er á,“ sagði ég. „Og gamall bær.“ Hvorugt þótti honum tíðindum sæta um evrópska stórborg. Sem heitir Frankfurt am Main. Frá því er að segja að við fundum hvort tveggja, auðveldlega, gamla bæinn og ána. Nutum dvalarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun
Bókamessan í Frankfurt er nýafstaðin. Mér finnst ævintýralega gaman á messum – en þær eru heilmikið púl. Þar eru hálftímalangir fundir bókaðir frá morgni til kvölds, maður hleypur fram og til baka um risastórar sýningarhallir, man stundum varla hvort maður er að koma eða fara, kaupa eða selja – Svante Weyler, sænski útgefandi Auðar Övu og Jóns Kalman, sagði raunar einhvern tímann eitthvað á þá leið, þar sem við sátum og horfðum á mannhafið, að það vissi enginn nákvæmlega hvað hann væri að gera á bókamessu … fyrstu sjö árin. Svo færi þetta að koma. Á áttundu messu þekkir maður fullt af skemmtilegum útgefendum og umboðsmönnum, hittir vini á hlaupum þó við eigum ekki bókaða fundi, villist sjaldnar. Inni á messunni. En þetta er púl, neðanjarðarlest í sýningarhallirnar snemma á morgnana og það er orðið dimmt þegar maður tekur strætó eða leigubíl í kvöldprógrammið, móttökur eða dinnera, sem eru til þess fallin að mynda frekari tengsl. Þetta hef ég verið að reyna að útskýra fyrir sambýlismanni mínum. Við ákváðum að hittast og frílista okkur í borginni yfir helgina, eftir að vinnu lauk. Í þau skipti sem ég hef heimsótt Frankfurt hefur verið fallegt haustveður, en nú var þar 25 stiga hiti og sumarsól. Ferðafélaginn gat ekki leynt furðu sinni yfir því hvað ég væri lélegur leiðsögumaður um borg sem ég væri að heimsækja í þrettánda sinn. „Hér er á,“ sagði ég. „Og gamall bær.“ Hvorugt þótti honum tíðindum sæta um evrópska stórborg. Sem heitir Frankfurt am Main. Frá því er að segja að við fundum hvort tveggja, auðveldlega, gamla bæinn og ána. Nutum dvalarinnar.