Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2018 08:00 Ekkert hefur enn fengist staðfest um afdrif Khashoggi en talið er að hann hafi verið myrtur Vísir/Getty Sádi-Arabía Æ skýrari mynd er nú að komast á það hvað varð um sádiarabíska blaðamanninn Jamal Khashoggi, sem síðast sást til er hann gekk inn á ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 2. október síðastliðinn. Málið er eitt það umtalaðasta á alþjóðavettvangi þessa dagana. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur til að mynda fundað með konungi og krónprins Sádi-Araba og nú síðast í gær með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta vegna málsins.Tyrkneskir lögreglu- og áhrifamenn hafa undanfarnar vikur lekið upplýsingum í þarlenda fjölmiðla. Meðal annars hefur komið fram að Khashoggi hafi verið myrtur í sendiráðinu, það sýni hljóð- og myndupptökur og önnur sönnunargögn sem fundust í sameiginlegri rassíu Tyrkja og Sádi-Araba er gerð var í vikunni. Allt þykir benda til þess að sveit sádiarabískra leigumorðingja hafi komið til Tyrklands til þess að ráða Khashoggi af dögum. Í gær greindi tyrkneska dagblaðið Yeni Safak frá því að blaðamenn hefðu fengið að heyra hljóðupptöku þar sem ræðismaðurinn Mohammed al-Otaibi, sem nú hefur flúið land, heyrist segja við meinta banamenn Khashoggi: „Gerið þetta úti, þið eigið eftir að koma mér í vandræði.“ Á þá að hafa heyrst í einum banamannanna: „Ef þú vilt halda lífi við heimkomuna til Arabíu er þér hollast að halda kjafti.“ Yeni Safak greindi aukinheldur frá því, líkt og aðrir miðlar hafa gert, að Khashoggi hafi verið pyntaður og aflimaður áður en hann var loks myrtur. Sádi-Aröbunum er söguðu hann í sundur hafi verið ráðlagt að setja á sig heyrnartól og hlusta á tónlist til þess að þurfa ekki að hlýða á ópin. Enn á eftir að gera rassíu á heimili ræðismannsins í Istanbúl. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrkja, sagði við tyrkneska ríkismiðilinn Anadolu í gær að Sádi-Arabar hefðu tekið vel í beiðnina en að endanlegt samþykki hefði ekki enn fengist. Háttsettur embættismaður innan sádiarabísku leyniþjónustunnar GIP hafði umsjón með aftökunni. Frá þessu greindi CNN, sem hefur rekið fréttastöð í Tyrklandi í tæpa tvo áratugi, í gær og hafði eftir þremur heimildarmönnum er eiga að þekkja til málsins. Einn heimildarmannanna hélt því fram að þótt óljóst væri hvort Mohammed bin Salman krónprins, og í raun þjóðarleiðtogi, hefði fyrirskipað morðið væri deginum ljósara að krónprinsinn hljóti að hafa vitað af því að það stæði til að myrða Khashoggi. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Sádi-Arabía Æ skýrari mynd er nú að komast á það hvað varð um sádiarabíska blaðamanninn Jamal Khashoggi, sem síðast sást til er hann gekk inn á ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 2. október síðastliðinn. Málið er eitt það umtalaðasta á alþjóðavettvangi þessa dagana. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur til að mynda fundað með konungi og krónprins Sádi-Araba og nú síðast í gær með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta vegna málsins.Tyrkneskir lögreglu- og áhrifamenn hafa undanfarnar vikur lekið upplýsingum í þarlenda fjölmiðla. Meðal annars hefur komið fram að Khashoggi hafi verið myrtur í sendiráðinu, það sýni hljóð- og myndupptökur og önnur sönnunargögn sem fundust í sameiginlegri rassíu Tyrkja og Sádi-Araba er gerð var í vikunni. Allt þykir benda til þess að sveit sádiarabískra leigumorðingja hafi komið til Tyrklands til þess að ráða Khashoggi af dögum. Í gær greindi tyrkneska dagblaðið Yeni Safak frá því að blaðamenn hefðu fengið að heyra hljóðupptöku þar sem ræðismaðurinn Mohammed al-Otaibi, sem nú hefur flúið land, heyrist segja við meinta banamenn Khashoggi: „Gerið þetta úti, þið eigið eftir að koma mér í vandræði.“ Á þá að hafa heyrst í einum banamannanna: „Ef þú vilt halda lífi við heimkomuna til Arabíu er þér hollast að halda kjafti.“ Yeni Safak greindi aukinheldur frá því, líkt og aðrir miðlar hafa gert, að Khashoggi hafi verið pyntaður og aflimaður áður en hann var loks myrtur. Sádi-Aröbunum er söguðu hann í sundur hafi verið ráðlagt að setja á sig heyrnartól og hlusta á tónlist til þess að þurfa ekki að hlýða á ópin. Enn á eftir að gera rassíu á heimili ræðismannsins í Istanbúl. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrkja, sagði við tyrkneska ríkismiðilinn Anadolu í gær að Sádi-Arabar hefðu tekið vel í beiðnina en að endanlegt samþykki hefði ekki enn fengist. Háttsettur embættismaður innan sádiarabísku leyniþjónustunnar GIP hafði umsjón með aftökunni. Frá þessu greindi CNN, sem hefur rekið fréttastöð í Tyrklandi í tæpa tvo áratugi, í gær og hafði eftir þremur heimildarmönnum er eiga að þekkja til málsins. Einn heimildarmannanna hélt því fram að þótt óljóst væri hvort Mohammed bin Salman krónprins, og í raun þjóðarleiðtogi, hefði fyrirskipað morðið væri deginum ljósara að krónprinsinn hljóti að hafa vitað af því að það stæði til að myrða Khashoggi.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47