Sigurbjörn Árni: Guðbjörg er á heimsmælikvarða 18. október 2018 09:15 Guðbjörg á framtíðina fyrir sér. mynd/skjáskot „Þetta er náttúrulega algerlega frábær árangur og það er magnað að ná að bæta sig svona mikið jafn seint á hlaupatímabilinu og raun ber vitni,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sérfræðingur um frjálsar íþróttir. „Það er eftirtektarvert hvað hún vinnur öruggan sigur í fyrra hlaupinu og hún sýnir svo stöðugleika með því að bæta sig enn meira í seinna hlaupinu. Það er vel af sér vikið hjá henni og þjálfara hennar að takast það að toppa á réttum tíma.“ „Hún er bæði stór og sterk og hefur alla burði til þess að ná langt í þessari grein í fullorðinsflokki seinna meir. Hún hefur sýnt það á þessu ári að hún er á heimsmælikvarða hvað jafnaldra sína varðar og ég er bjartsýnn á að hún geti haldið áfram að bæta sig. Það er raunhæft að mínu viti að stefna á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Miðað við þann tíma sem dugði til þess að komast á síðustu leika þarf hún að bæta sig um 20 sekúndubrot til þess að komast þangað og það er klárlega möguleiki að hún nái því í tæka tíð,“ segir Sigurbjörn Árni um framtíðarhorfur hennar. „Hún er í góðum höndum hér heima hjá þeim þjálfara sem hún hefur og varðandi aðstöðu heilt yfir. Við erum með góða innanhúsaðstöðu lungann úr árinu hér heima og útiaðstaðan er á pari við það sem gengur og gerist erlendis. Það er kannski helst að það væri gott fyrir hana að æfa spretthlaup sín í meiri hita en hún hefur kost á hérlendis. Það er gott fyrir spretthlaupara að æfa í meiri hita en mögulegt er á Íslandi,“ segir sérfræðingurinn um komandi tíma hjá þessari ungu og efnilega hlaupakonu. „Það er mjög bjart fram undan hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en við erum með fimm til sex íþróttamenn sem gætu hæglega náð langt á næstu árum ef þeir halda rétt á spöðunum í framhaldinu. Við höfum verið að ná góðum árangri á alþjóðavettvangi í ungmennaflokkum undanfarið og það gefur góð fyrirheit. Ég geri mér vonir um að við verðum með fleiri á næstu íslenska þátttakendur á Ólympíuleikunum en við höfum verið með á undanförnum leikum. Það er sérstaklega gaman að sjá þróunina hversu marga frambærilega spretthlaupara við eigum á þessum tímapunkti,“ sagði hann um komandi tíma. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðbjörg Ólympíumeistari og bætti eigið Íslandsmet Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari úr ÍR, varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi en Ólympíuleikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu. 16. október 2018 20:50 Frábært ár varð stórkostlegt Ísland eignaðist Ólympíumeistara í gærkvöldi þegar Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Hún bætti einnig Íslandsmet sitt í greininni. 17. október 2018 09:00 Sjáðu einlægan fögnuð nýja íslenska Ólympíumeistarans Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í gær Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi. 17. október 2018 11:00 Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur náð eftirtektarverðum árangri í spretthlaupi á þessu ári. Gullverðlaunin sem vann í vikunni á Ólympíuleikum ungmenna var góður endapunktur á góðu keppnisári. 18. október 2018 09:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira
„Þetta er náttúrulega algerlega frábær árangur og það er magnað að ná að bæta sig svona mikið jafn seint á hlaupatímabilinu og raun ber vitni,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sérfræðingur um frjálsar íþróttir. „Það er eftirtektarvert hvað hún vinnur öruggan sigur í fyrra hlaupinu og hún sýnir svo stöðugleika með því að bæta sig enn meira í seinna hlaupinu. Það er vel af sér vikið hjá henni og þjálfara hennar að takast það að toppa á réttum tíma.“ „Hún er bæði stór og sterk og hefur alla burði til þess að ná langt í þessari grein í fullorðinsflokki seinna meir. Hún hefur sýnt það á þessu ári að hún er á heimsmælikvarða hvað jafnaldra sína varðar og ég er bjartsýnn á að hún geti haldið áfram að bæta sig. Það er raunhæft að mínu viti að stefna á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Miðað við þann tíma sem dugði til þess að komast á síðustu leika þarf hún að bæta sig um 20 sekúndubrot til þess að komast þangað og það er klárlega möguleiki að hún nái því í tæka tíð,“ segir Sigurbjörn Árni um framtíðarhorfur hennar. „Hún er í góðum höndum hér heima hjá þeim þjálfara sem hún hefur og varðandi aðstöðu heilt yfir. Við erum með góða innanhúsaðstöðu lungann úr árinu hér heima og útiaðstaðan er á pari við það sem gengur og gerist erlendis. Það er kannski helst að það væri gott fyrir hana að æfa spretthlaup sín í meiri hita en hún hefur kost á hérlendis. Það er gott fyrir spretthlaupara að æfa í meiri hita en mögulegt er á Íslandi,“ segir sérfræðingurinn um komandi tíma hjá þessari ungu og efnilega hlaupakonu. „Það er mjög bjart fram undan hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en við erum með fimm til sex íþróttamenn sem gætu hæglega náð langt á næstu árum ef þeir halda rétt á spöðunum í framhaldinu. Við höfum verið að ná góðum árangri á alþjóðavettvangi í ungmennaflokkum undanfarið og það gefur góð fyrirheit. Ég geri mér vonir um að við verðum með fleiri á næstu íslenska þátttakendur á Ólympíuleikunum en við höfum verið með á undanförnum leikum. Það er sérstaklega gaman að sjá þróunina hversu marga frambærilega spretthlaupara við eigum á þessum tímapunkti,“ sagði hann um komandi tíma.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðbjörg Ólympíumeistari og bætti eigið Íslandsmet Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari úr ÍR, varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi en Ólympíuleikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu. 16. október 2018 20:50 Frábært ár varð stórkostlegt Ísland eignaðist Ólympíumeistara í gærkvöldi þegar Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Hún bætti einnig Íslandsmet sitt í greininni. 17. október 2018 09:00 Sjáðu einlægan fögnuð nýja íslenska Ólympíumeistarans Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í gær Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi. 17. október 2018 11:00 Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur náð eftirtektarverðum árangri í spretthlaupi á þessu ári. Gullverðlaunin sem vann í vikunni á Ólympíuleikum ungmenna var góður endapunktur á góðu keppnisári. 18. október 2018 09:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira
Guðbjörg Ólympíumeistari og bætti eigið Íslandsmet Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari úr ÍR, varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi en Ólympíuleikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu. 16. október 2018 20:50
Frábært ár varð stórkostlegt Ísland eignaðist Ólympíumeistara í gærkvöldi þegar Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Hún bætti einnig Íslandsmet sitt í greininni. 17. október 2018 09:00
Sjáðu einlægan fögnuð nýja íslenska Ólympíumeistarans Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í gær Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi. 17. október 2018 11:00
Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur náð eftirtektarverðum árangri í spretthlaupi á þessu ári. Gullverðlaunin sem vann í vikunni á Ólympíuleikum ungmenna var góður endapunktur á góðu keppnisári. 18. október 2018 09:00