Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2018 17:03 Heiðveig María svarar stjórn Sjómannafélags Íslands, hvar hún sækist eftir formennsku, fullum hálsi. visir/vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlar að gefa kost á sér til formanns Sjómannafélags Íslands á næsta aðalfundi þess sem verður haldinn í desember, vísar gagnrýni sem stjórn félagsins hefur sett fram á hana alfarið á bug.Vísir greindi nú síðdegis frá yfirlýsingu sem Sjómannafélag Íslands sendi frá sér í dag þar sem ýmis ummæli Heiðveigar Maríu eru hörmuð og segir þar að hún vegi að æru stjórnarinnar og þeirra sem starfað hafa að hagsmunum félagsins með málflutningi sínum. Engan bilbug er að finna á frambjóðandanum, hún gefur lítið fyrir þessar yfirlýsingar.Segir stjórnina í engu svara gagnrýni sinni „Þeir koma ekki með neinar skýringar á því sem ég hef bent á heldur kýs stjórnin að láta sem ég sé að skaða félagið, bendir á að ég sé ekki samkvæm sjálfri mér í málflutningi mínum og sakar mig um órökstuddar ásakanir á hendur stjórninni. Ekkert af þessu er rétt. Stjórnin ræðir ekki efnislega það sem ég hef haldið fram þrátt fyrir að gögn sem ég hef látið fylgja á eftir pistlinum mínum um lagabreytingarnar á síðu félagsins og ekki voru samþykkt á aðalfundi hafi fylgt pistlum mínum,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Hún segist telja að eðlilegt hefði verið, á þessu stigi málsins, að stjórnin hefði sent frá sér gögn sem hrekja málflutning sinn ef hann væri rangur. Segist ekki hafa fullyrt um falsanir Þá segir Heiðveig María um þar sem segir í yfirlýsingunni að breytingar á lögum um kjörgengi sem kynntar voru nýlega en voru samþykktar á síðasta aðalfundi, að hún hafi talið að átt hafi verið við fundagerðarbækur: „Ég hef ekki sagt að hér sé um fölsun að ræða heldur að það væri undarlegt að sú grein sem um ræðir sé með öðru letri í fundargerðarbókinni og að ég hafi ekki sjálf fengið að sjá fundargerðarbókina heldur bara fengið sendar ljósmyndir af henni.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Það sem ég hins vegar tel vera falsanir eru aðrar lagabreytingar sem settar hafa verið inn á vef félagsins en hafa ekki verið samþykktar á aðalfundi skv. fundargerðarbókinni. T.d. var 7. grein laganna ekki breytt á aðalfundi skv. fundargerðum er ég hef fengið afhentar en er nú breytt inn á vefnum. Í 7. grein í fundargerðarbókinni segir „Réttindi félagsmanna eru eftirfarandi: a) Tillögu- og atkvæðaréttur á félagsfundum svo og kjörgengi...“ og er þessi grein bökkuð upp með 4. grein sem segir „Sá sem greiðir félagsgjald telst félagsmaður...“. Í 7. grein laganna sem við sjáum inn á vefnum í dag hefur „kjörgengi“ verið þurrkað út úr réttindum félagsmanna, án heimildar aðalfundar!“Telur stjórnina ekki haft hag almennra félaga að leiðarljósi Heiðveig María segir með þessu vilji hún sýna fram á að breytingar sem gerðar voru, þar sem réttur til að bjóða sig fram varð háður þriggja ára samfelldri greiðslu á félagsgjöldum, gildir ekki og hefur aldrei gilt þar sem réttindi félagsmanna samkvæmt lögum félagsins eru kjörgengi og til að vera félagsmaður þurfi að greiða í félagið eins og hún hefur gert. „Þar sem afstaða stjórnarinnar liggur nú fyrir mun ég óska eftir stuðningi félaga til að boða til félagsfundar sem allra fyrst þar sem hægt er að ræða stöðuna innan félagsins - sem er grafalvarleg . Þá vegna þeirra atriða sem ég hef bent á að undanförnu og vegna þess hvernig núverandi yfirstjórn hefur meðal annars breytt lögunum án heimilda. Það er staðreynd. Sem og gripið til annarra aðgerða sjálfum sér til hagsbóta en ekki með hag almennra félagsmanna að leiðarljósi.“ Boðar til félagsfundar Þá segir frambjóðandinn, sem lætur engan bilbug á sér finna, að félagsfundur sé æðsta vald í málefnum félagsins og hún treysti okkur félagsmönnunum fullkomlega til þess að taka afgerandi afstöðu. „Ég mun því óska eftir stuðningi að minnsta kosti 100 félagsmanna til þess að boða til slíks fundar.Af samtölum mínum við sjómenn að undanförnu veit ég sem er að stjórnin endurspeglar ekki almennan vilja félagsmanna.“ Heiðveig María segir að stjórnin sem aðrir félagsmenn verða að hlíta vilja félaganna eins og hann birtist á félagsfundi. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlar að gefa kost á sér til formanns Sjómannafélags Íslands á næsta aðalfundi þess sem verður haldinn í desember, vísar gagnrýni sem stjórn félagsins hefur sett fram á hana alfarið á bug.Vísir greindi nú síðdegis frá yfirlýsingu sem Sjómannafélag Íslands sendi frá sér í dag þar sem ýmis ummæli Heiðveigar Maríu eru hörmuð og segir þar að hún vegi að æru stjórnarinnar og þeirra sem starfað hafa að hagsmunum félagsins með málflutningi sínum. Engan bilbug er að finna á frambjóðandanum, hún gefur lítið fyrir þessar yfirlýsingar.Segir stjórnina í engu svara gagnrýni sinni „Þeir koma ekki með neinar skýringar á því sem ég hef bent á heldur kýs stjórnin að láta sem ég sé að skaða félagið, bendir á að ég sé ekki samkvæm sjálfri mér í málflutningi mínum og sakar mig um órökstuddar ásakanir á hendur stjórninni. Ekkert af þessu er rétt. Stjórnin ræðir ekki efnislega það sem ég hef haldið fram þrátt fyrir að gögn sem ég hef látið fylgja á eftir pistlinum mínum um lagabreytingarnar á síðu félagsins og ekki voru samþykkt á aðalfundi hafi fylgt pistlum mínum,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Hún segist telja að eðlilegt hefði verið, á þessu stigi málsins, að stjórnin hefði sent frá sér gögn sem hrekja málflutning sinn ef hann væri rangur. Segist ekki hafa fullyrt um falsanir Þá segir Heiðveig María um þar sem segir í yfirlýsingunni að breytingar á lögum um kjörgengi sem kynntar voru nýlega en voru samþykktar á síðasta aðalfundi, að hún hafi talið að átt hafi verið við fundagerðarbækur: „Ég hef ekki sagt að hér sé um fölsun að ræða heldur að það væri undarlegt að sú grein sem um ræðir sé með öðru letri í fundargerðarbókinni og að ég hafi ekki sjálf fengið að sjá fundargerðarbókina heldur bara fengið sendar ljósmyndir af henni.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Það sem ég hins vegar tel vera falsanir eru aðrar lagabreytingar sem settar hafa verið inn á vef félagsins en hafa ekki verið samþykktar á aðalfundi skv. fundargerðarbókinni. T.d. var 7. grein laganna ekki breytt á aðalfundi skv. fundargerðum er ég hef fengið afhentar en er nú breytt inn á vefnum. Í 7. grein í fundargerðarbókinni segir „Réttindi félagsmanna eru eftirfarandi: a) Tillögu- og atkvæðaréttur á félagsfundum svo og kjörgengi...“ og er þessi grein bökkuð upp með 4. grein sem segir „Sá sem greiðir félagsgjald telst félagsmaður...“. Í 7. grein laganna sem við sjáum inn á vefnum í dag hefur „kjörgengi“ verið þurrkað út úr réttindum félagsmanna, án heimildar aðalfundar!“Telur stjórnina ekki haft hag almennra félaga að leiðarljósi Heiðveig María segir með þessu vilji hún sýna fram á að breytingar sem gerðar voru, þar sem réttur til að bjóða sig fram varð háður þriggja ára samfelldri greiðslu á félagsgjöldum, gildir ekki og hefur aldrei gilt þar sem réttindi félagsmanna samkvæmt lögum félagsins eru kjörgengi og til að vera félagsmaður þurfi að greiða í félagið eins og hún hefur gert. „Þar sem afstaða stjórnarinnar liggur nú fyrir mun ég óska eftir stuðningi félaga til að boða til félagsfundar sem allra fyrst þar sem hægt er að ræða stöðuna innan félagsins - sem er grafalvarleg . Þá vegna þeirra atriða sem ég hef bent á að undanförnu og vegna þess hvernig núverandi yfirstjórn hefur meðal annars breytt lögunum án heimilda. Það er staðreynd. Sem og gripið til annarra aðgerða sjálfum sér til hagsbóta en ekki með hag almennra félagsmanna að leiðarljósi.“ Boðar til félagsfundar Þá segir frambjóðandinn, sem lætur engan bilbug á sér finna, að félagsfundur sé æðsta vald í málefnum félagsins og hún treysti okkur félagsmönnunum fullkomlega til þess að taka afgerandi afstöðu. „Ég mun því óska eftir stuðningi að minnsta kosti 100 félagsmanna til þess að boða til slíks fundar.Af samtölum mínum við sjómenn að undanförnu veit ég sem er að stjórnin endurspeglar ekki almennan vilja félagsmanna.“ Heiðveig María segir að stjórnin sem aðrir félagsmenn verða að hlíta vilja félaganna eins og hann birtist á félagsfundi.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09