Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2018 15:41 Starfsmenn sem eiga börn á leikskóla upplifa meira svigrúm við styttingu vinnuviku. Vísir/Vilhelm Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. Marktækur munur mælist á vinnuálagi, starfsanda og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.Þetta kom fram á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þar sem kynntar voru niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á áhrifum styttingu vinnuvikunnar um fjórar til fimm klukkustundir á fjölskyldulíf og jafnrétti hjá starfsfólki hjá ríki og borg.Meiri starfsánægja og betri starfsandi Litið var á eina megindlega rannsókn og þrjár kannanir sem gerðar voru með sex mánaða millibili til að kanna áhrifin. Mæld var kulnun í starfi, streita, jafnvægi vinnu og einkalífs og viðhorf til starfs og vinnustaðar. Viðmælendum ber saman um að starfsánægja og starfsandi verður meiri, minna er um útréttingar í vinnutíma og þeir sem eiga börn á leikskóla upplifa meira svigrúm. Margir orðuðu það svo að það gengi betur að „púsla saman deginum“. Viðmælendur upplifðu líka bætta líkamlega og andlega heilsu. Konur virðast ennþá oftast vera verkstjórar á heimilinu en karlar taka þó meiri þátt í húsverkum og uppeldi barna sinna með styttingu vinnuvikunnar. Þeir voru ánægðir með að taka þátt í hversdagslegum verkefnum barna sinna, svo sem að sækja þau í dagvistun. Konur, sem tóku þátt, fundu lítinn mun á umfangi húsverka né töldu að þær gerðu meira en áður. Konur voru einnig líklegri til þess að minnast á að samviskubit þeirra hafi minnkað þar sem þær gátu frekar sinnt hlutum utan heimilis eins og líkamsrækt og að hitta vinkonur.Verkefnið orðið þriggja ára Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hófst fyrst á árið 2015 með þátttöku Reykjavíkurborgar en árið 2017 hófst annað tilraunaverkefni á vegum ríkisins. Þær athuganir sem vitnað er í hér að ofan eru frá þessum fyrri áföngum verkefnisins. Í ár hófst annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar með fleiri þátttakendum. Nú taka þátt í því fimm ríkisstofnanir og u.þ.b. 100 starfsstöðvar borgarinnar. Alls um 2000 borgarstarfsmenn. Allt ferlið verður metið og kannað til þess að sjá hvað stytting vinnuvikunnar þýðir fyrir þátttakendur og vinnustaði. Mælingar benda til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn með því að vinna minna sé bætt líðan og samskipti bæði í vinnu og heima. Í ár hófst annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar með fleiri þátttakendum. Nú taka þátt í því fimm ríkisstofnanir og u.þ.b. 100 starfsstöðvar borgarinnar. Allt ferlið verður metið og kannað til þess að sjá hvað stytting vinnuvikunnar þýðir fyrir þátttakendur og vinnustaði. Mælingar benda til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn með því að vinna minna sé bætt líðan og samskipti bæði í vinnu og heima. Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. Marktækur munur mælist á vinnuálagi, starfsanda og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.Þetta kom fram á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þar sem kynntar voru niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á áhrifum styttingu vinnuvikunnar um fjórar til fimm klukkustundir á fjölskyldulíf og jafnrétti hjá starfsfólki hjá ríki og borg.Meiri starfsánægja og betri starfsandi Litið var á eina megindlega rannsókn og þrjár kannanir sem gerðar voru með sex mánaða millibili til að kanna áhrifin. Mæld var kulnun í starfi, streita, jafnvægi vinnu og einkalífs og viðhorf til starfs og vinnustaðar. Viðmælendum ber saman um að starfsánægja og starfsandi verður meiri, minna er um útréttingar í vinnutíma og þeir sem eiga börn á leikskóla upplifa meira svigrúm. Margir orðuðu það svo að það gengi betur að „púsla saman deginum“. Viðmælendur upplifðu líka bætta líkamlega og andlega heilsu. Konur virðast ennþá oftast vera verkstjórar á heimilinu en karlar taka þó meiri þátt í húsverkum og uppeldi barna sinna með styttingu vinnuvikunnar. Þeir voru ánægðir með að taka þátt í hversdagslegum verkefnum barna sinna, svo sem að sækja þau í dagvistun. Konur, sem tóku þátt, fundu lítinn mun á umfangi húsverka né töldu að þær gerðu meira en áður. Konur voru einnig líklegri til þess að minnast á að samviskubit þeirra hafi minnkað þar sem þær gátu frekar sinnt hlutum utan heimilis eins og líkamsrækt og að hitta vinkonur.Verkefnið orðið þriggja ára Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hófst fyrst á árið 2015 með þátttöku Reykjavíkurborgar en árið 2017 hófst annað tilraunaverkefni á vegum ríkisins. Þær athuganir sem vitnað er í hér að ofan eru frá þessum fyrri áföngum verkefnisins. Í ár hófst annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar með fleiri þátttakendum. Nú taka þátt í því fimm ríkisstofnanir og u.þ.b. 100 starfsstöðvar borgarinnar. Alls um 2000 borgarstarfsmenn. Allt ferlið verður metið og kannað til þess að sjá hvað stytting vinnuvikunnar þýðir fyrir þátttakendur og vinnustaði. Mælingar benda til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn með því að vinna minna sé bætt líðan og samskipti bæði í vinnu og heima. Í ár hófst annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar með fleiri þátttakendum. Nú taka þátt í því fimm ríkisstofnanir og u.þ.b. 100 starfsstöðvar borgarinnar. Allt ferlið verður metið og kannað til þess að sjá hvað stytting vinnuvikunnar þýðir fyrir þátttakendur og vinnustaði. Mælingar benda til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn með því að vinna minna sé bætt líðan og samskipti bæði í vinnu og heima.
Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent