Hjónabandið hafi verið vernd gegn dónakörlum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2018 20:08 Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir að þegar þau Tom Cruise gengu í hjónaband hafi kynferðisleg áreitni að mestu hætt. Að vera gift valdamiklum manni í kvikmyndageiranum hafi varið hana fyrir áreitni í tengslum við kvikmyndastörf. Getty/Russell Einhorn Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir að þegar þau Tom Cruise gengu í hjónaband hafi kynferðisleg áreitni að mestu hætt. Að vera gift valdamiklum manni í kvikmyndageiranum hafi varið hana gegn áreitni í tengslum við kvikmyndastörf. Kidman hefur hingað til ekki viljað opna sig mikið um tímann sem hún var gift Cruise. Þau voru gift í meira en áratug. „Ég hef alltaf veigrað mér við að tala um hjónabandið sem ég gekk í 22 ára gömul því nú er ég gift manninum sem er stóra ástin í lífi mínu [Keith Urban] og mér finnst vanvirðing fólgin í því að tala um Cruise,“ segir Kidman í viðtali við The Cut. Hún segist hafa verið mjög ung þegar hún gekk í hjónabandið. „Ég öðlaðist klárlega ekki vald við að giftast heldur vernd. Ég giftist vegna ástar en að vera gift svona valdamiklum manni kom í veg fyrir að ég yrði kynferðislega áreitt. Ég vann alveg en ég var sveipuð verndarhjúp,“ segir Kidman um reynslu sína af kvikmyndaiðnaðinum á tíunda áratugnum. Kidman segir að þegar þau skildu þegar hún var 33 ára hafi hún þurft að fullorðnast. Hún segir að þrátt fyrir þá vernd sem hlaust af því að vera gift Cruise hafi hún vissulega lent í kynferðislegri áreitni, alveg síðan hún var bara stúlka. Hún bætir þó við að hún vilji síður opna sig um áreitnina sem hún varð fyrir en þess í stað vill hún að þessi erfiða reynsla birtist í verkum sínum á hvíta tjaldinu. MeToo Bandaríkin Ástralía Hollywood Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir að þegar þau Tom Cruise gengu í hjónaband hafi kynferðisleg áreitni að mestu hætt. Að vera gift valdamiklum manni í kvikmyndageiranum hafi varið hana gegn áreitni í tengslum við kvikmyndastörf. Kidman hefur hingað til ekki viljað opna sig mikið um tímann sem hún var gift Cruise. Þau voru gift í meira en áratug. „Ég hef alltaf veigrað mér við að tala um hjónabandið sem ég gekk í 22 ára gömul því nú er ég gift manninum sem er stóra ástin í lífi mínu [Keith Urban] og mér finnst vanvirðing fólgin í því að tala um Cruise,“ segir Kidman í viðtali við The Cut. Hún segist hafa verið mjög ung þegar hún gekk í hjónabandið. „Ég öðlaðist klárlega ekki vald við að giftast heldur vernd. Ég giftist vegna ástar en að vera gift svona valdamiklum manni kom í veg fyrir að ég yrði kynferðislega áreitt. Ég vann alveg en ég var sveipuð verndarhjúp,“ segir Kidman um reynslu sína af kvikmyndaiðnaðinum á tíunda áratugnum. Kidman segir að þegar þau skildu þegar hún var 33 ára hafi hún þurft að fullorðnast. Hún segir að þrátt fyrir þá vernd sem hlaust af því að vera gift Cruise hafi hún vissulega lent í kynferðislegri áreitni, alveg síðan hún var bara stúlka. Hún bætir þó við að hún vilji síður opna sig um áreitnina sem hún varð fyrir en þess í stað vill hún að þessi erfiða reynsla birtist í verkum sínum á hvíta tjaldinu.
MeToo Bandaríkin Ástralía Hollywood Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira