Hjónabandið hafi verið vernd gegn dónakörlum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2018 20:08 Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir að þegar þau Tom Cruise gengu í hjónaband hafi kynferðisleg áreitni að mestu hætt. Að vera gift valdamiklum manni í kvikmyndageiranum hafi varið hana fyrir áreitni í tengslum við kvikmyndastörf. Getty/Russell Einhorn Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir að þegar þau Tom Cruise gengu í hjónaband hafi kynferðisleg áreitni að mestu hætt. Að vera gift valdamiklum manni í kvikmyndageiranum hafi varið hana gegn áreitni í tengslum við kvikmyndastörf. Kidman hefur hingað til ekki viljað opna sig mikið um tímann sem hún var gift Cruise. Þau voru gift í meira en áratug. „Ég hef alltaf veigrað mér við að tala um hjónabandið sem ég gekk í 22 ára gömul því nú er ég gift manninum sem er stóra ástin í lífi mínu [Keith Urban] og mér finnst vanvirðing fólgin í því að tala um Cruise,“ segir Kidman í viðtali við The Cut. Hún segist hafa verið mjög ung þegar hún gekk í hjónabandið. „Ég öðlaðist klárlega ekki vald við að giftast heldur vernd. Ég giftist vegna ástar en að vera gift svona valdamiklum manni kom í veg fyrir að ég yrði kynferðislega áreitt. Ég vann alveg en ég var sveipuð verndarhjúp,“ segir Kidman um reynslu sína af kvikmyndaiðnaðinum á tíunda áratugnum. Kidman segir að þegar þau skildu þegar hún var 33 ára hafi hún þurft að fullorðnast. Hún segir að þrátt fyrir þá vernd sem hlaust af því að vera gift Cruise hafi hún vissulega lent í kynferðislegri áreitni, alveg síðan hún var bara stúlka. Hún bætir þó við að hún vilji síður opna sig um áreitnina sem hún varð fyrir en þess í stað vill hún að þessi erfiða reynsla birtist í verkum sínum á hvíta tjaldinu. MeToo Bandaríkin Ástralía Hollywood Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira
Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir að þegar þau Tom Cruise gengu í hjónaband hafi kynferðisleg áreitni að mestu hætt. Að vera gift valdamiklum manni í kvikmyndageiranum hafi varið hana gegn áreitni í tengslum við kvikmyndastörf. Kidman hefur hingað til ekki viljað opna sig mikið um tímann sem hún var gift Cruise. Þau voru gift í meira en áratug. „Ég hef alltaf veigrað mér við að tala um hjónabandið sem ég gekk í 22 ára gömul því nú er ég gift manninum sem er stóra ástin í lífi mínu [Keith Urban] og mér finnst vanvirðing fólgin í því að tala um Cruise,“ segir Kidman í viðtali við The Cut. Hún segist hafa verið mjög ung þegar hún gekk í hjónabandið. „Ég öðlaðist klárlega ekki vald við að giftast heldur vernd. Ég giftist vegna ástar en að vera gift svona valdamiklum manni kom í veg fyrir að ég yrði kynferðislega áreitt. Ég vann alveg en ég var sveipuð verndarhjúp,“ segir Kidman um reynslu sína af kvikmyndaiðnaðinum á tíunda áratugnum. Kidman segir að þegar þau skildu þegar hún var 33 ára hafi hún þurft að fullorðnast. Hún segir að þrátt fyrir þá vernd sem hlaust af því að vera gift Cruise hafi hún vissulega lent í kynferðislegri áreitni, alveg síðan hún var bara stúlka. Hún bætir þó við að hún vilji síður opna sig um áreitnina sem hún varð fyrir en þess í stað vill hún að þessi erfiða reynsla birtist í verkum sínum á hvíta tjaldinu.
MeToo Bandaríkin Ástralía Hollywood Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira