Íslenski boltinn

Guðmann kominn aftur í FH

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmann Þórisson í leik með FH á móti KR.
Guðmann Þórisson í leik með FH á móti KR. Vísir/Andri Marinó
Miðvörðurinn stóri og sterki Guðmann Þórisson er genginn aftur í raðir FH frá KA en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Hafnafjarðarliðið.

Guðmann er öllum hnútum kunnugur í FH en hann spilaði með liðinu frá 2012 til 2015 og varð Íslandsmeistari tvisvar sinnum.

Hann fór frá FH í KA í Inkasso-deildina en kom með liðinu upp og átti stóran þátt í að halda Akureyrarliðinu í efstu deild eftir tólf ára samfellda dvöl í 1. deildinni.

Guðmann er 31 árs gamall og spilaði aðeins níu leiki í Pepsi-deildinni í sumar og í fyrra vegna meiðsla en þegar hann hefur spilað hefur hann verið einn besti miðvörður deildarinnar.

Búist er við enn frekari breytingum á FH-liðinu sem vantaði miðvörð eftir að Eddi Gomes yfirgaf félagið. Hann var á láni í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×