57 milljónir fara í fjölgun heimilislækna Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2018 14:26 Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar í dag. Mynd/Velferðarráðuneytið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að veita 57 milljóna króna framlag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Svandís sagði frá ákvörðun sinni varðandi sérnámsstöðurnar í húsakynnum Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar sem sett var á fót í sumar. Haft er eftir Svandísi á vefsíðu Velferðarráðuneytisins að ánægjulegt sé að sjá hvernig aðgerðir til að efla heilsugæsluna eru farnar að skila sér. Það sé til að mynda staðfest með nýrri skýrslu Embættis landlæknis um Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þar er sérstaklega getið um góðan árangur varðandi bætt aðgengi að heilsugæslunni, stóraukna sálfræðiþjónustu fyrir börn og ávinninginn af því að setja á fót hjúkrunarvakt á öllum stöðvum stofnunarinnar. Ég er verulega ánægð með þennan árangur og það gleður mig að finna metnaðinn hjá stjórnendum og starfsfólki stofnunarinnar til að vinna stöðugt að bættri þjónustu við notendur.“ Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitaði til ráðuneytisins í sumar með ósk um viðbótarfjárveitingu. Nú eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum eftir umtalsverða fjölgun í sumar með þrettán nýjum námsstöðum. Af þeim eru 30 á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 8 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, 6 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og hinir tveir eru á heilbrigðisstofnununum á Austurlandi og Suðurnesjum. „Þörf fyrir að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum er tvíþætt. Annars vegar er fjölgun sérfræðinga í heimilislækningum mikilvæg til að fylgja eftir áherslum stjórnvalda um eflingu heilsugæslunnar og aukið hlutverk hennar innan heilbrigðiskerfisins. Hins vegar er meðalaldur starfandi sérfræðinga í heimilislækningum fremur hár og stór hópur þeirra mun fara á eftirlaun á næstu árum,” segir jafnframt á vefsíðu velferðarráðuneytisins. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill framlengja um eitt ár við sérfræðilækna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill framlengja rammasamning við sérfræðilækna sem rennur út um áramótin um eitt ár. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún vill nýta næsta ár til þess að búa til nýjan heilstæðan samning við sérfræðilækna. 24. september 2018 17:56 Komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands Anna Björnsdóttir taugalæknir er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands. 15. október 2018 10:30 Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að veita 57 milljóna króna framlag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Svandís sagði frá ákvörðun sinni varðandi sérnámsstöðurnar í húsakynnum Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar sem sett var á fót í sumar. Haft er eftir Svandísi á vefsíðu Velferðarráðuneytisins að ánægjulegt sé að sjá hvernig aðgerðir til að efla heilsugæsluna eru farnar að skila sér. Það sé til að mynda staðfest með nýrri skýrslu Embættis landlæknis um Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þar er sérstaklega getið um góðan árangur varðandi bætt aðgengi að heilsugæslunni, stóraukna sálfræðiþjónustu fyrir börn og ávinninginn af því að setja á fót hjúkrunarvakt á öllum stöðvum stofnunarinnar. Ég er verulega ánægð með þennan árangur og það gleður mig að finna metnaðinn hjá stjórnendum og starfsfólki stofnunarinnar til að vinna stöðugt að bættri þjónustu við notendur.“ Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitaði til ráðuneytisins í sumar með ósk um viðbótarfjárveitingu. Nú eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum eftir umtalsverða fjölgun í sumar með þrettán nýjum námsstöðum. Af þeim eru 30 á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 8 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, 6 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og hinir tveir eru á heilbrigðisstofnununum á Austurlandi og Suðurnesjum. „Þörf fyrir að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum er tvíþætt. Annars vegar er fjölgun sérfræðinga í heimilislækningum mikilvæg til að fylgja eftir áherslum stjórnvalda um eflingu heilsugæslunnar og aukið hlutverk hennar innan heilbrigðiskerfisins. Hins vegar er meðalaldur starfandi sérfræðinga í heimilislækningum fremur hár og stór hópur þeirra mun fara á eftirlaun á næstu árum,” segir jafnframt á vefsíðu velferðarráðuneytisins.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill framlengja um eitt ár við sérfræðilækna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill framlengja rammasamning við sérfræðilækna sem rennur út um áramótin um eitt ár. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún vill nýta næsta ár til þess að búa til nýjan heilstæðan samning við sérfræðilækna. 24. september 2018 17:56 Komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands Anna Björnsdóttir taugalæknir er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands. 15. október 2018 10:30 Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Vill framlengja um eitt ár við sérfræðilækna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill framlengja rammasamning við sérfræðilækna sem rennur út um áramótin um eitt ár. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún vill nýta næsta ár til þess að búa til nýjan heilstæðan samning við sérfræðilækna. 24. september 2018 17:56
Komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands Anna Björnsdóttir taugalæknir er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands. 15. október 2018 10:30
Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 19. september 2018 20:30