57 milljónir fara í fjölgun heimilislækna Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2018 14:26 Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar í dag. Mynd/Velferðarráðuneytið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að veita 57 milljóna króna framlag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Svandís sagði frá ákvörðun sinni varðandi sérnámsstöðurnar í húsakynnum Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar sem sett var á fót í sumar. Haft er eftir Svandísi á vefsíðu Velferðarráðuneytisins að ánægjulegt sé að sjá hvernig aðgerðir til að efla heilsugæsluna eru farnar að skila sér. Það sé til að mynda staðfest með nýrri skýrslu Embættis landlæknis um Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þar er sérstaklega getið um góðan árangur varðandi bætt aðgengi að heilsugæslunni, stóraukna sálfræðiþjónustu fyrir börn og ávinninginn af því að setja á fót hjúkrunarvakt á öllum stöðvum stofnunarinnar. Ég er verulega ánægð með þennan árangur og það gleður mig að finna metnaðinn hjá stjórnendum og starfsfólki stofnunarinnar til að vinna stöðugt að bættri þjónustu við notendur.“ Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitaði til ráðuneytisins í sumar með ósk um viðbótarfjárveitingu. Nú eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum eftir umtalsverða fjölgun í sumar með þrettán nýjum námsstöðum. Af þeim eru 30 á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 8 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, 6 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og hinir tveir eru á heilbrigðisstofnununum á Austurlandi og Suðurnesjum. „Þörf fyrir að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum er tvíþætt. Annars vegar er fjölgun sérfræðinga í heimilislækningum mikilvæg til að fylgja eftir áherslum stjórnvalda um eflingu heilsugæslunnar og aukið hlutverk hennar innan heilbrigðiskerfisins. Hins vegar er meðalaldur starfandi sérfræðinga í heimilislækningum fremur hár og stór hópur þeirra mun fara á eftirlaun á næstu árum,” segir jafnframt á vefsíðu velferðarráðuneytisins. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill framlengja um eitt ár við sérfræðilækna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill framlengja rammasamning við sérfræðilækna sem rennur út um áramótin um eitt ár. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún vill nýta næsta ár til þess að búa til nýjan heilstæðan samning við sérfræðilækna. 24. september 2018 17:56 Komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands Anna Björnsdóttir taugalæknir er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands. 15. október 2018 10:30 Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að veita 57 milljóna króna framlag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Svandís sagði frá ákvörðun sinni varðandi sérnámsstöðurnar í húsakynnum Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar sem sett var á fót í sumar. Haft er eftir Svandísi á vefsíðu Velferðarráðuneytisins að ánægjulegt sé að sjá hvernig aðgerðir til að efla heilsugæsluna eru farnar að skila sér. Það sé til að mynda staðfest með nýrri skýrslu Embættis landlæknis um Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þar er sérstaklega getið um góðan árangur varðandi bætt aðgengi að heilsugæslunni, stóraukna sálfræðiþjónustu fyrir börn og ávinninginn af því að setja á fót hjúkrunarvakt á öllum stöðvum stofnunarinnar. Ég er verulega ánægð með þennan árangur og það gleður mig að finna metnaðinn hjá stjórnendum og starfsfólki stofnunarinnar til að vinna stöðugt að bættri þjónustu við notendur.“ Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitaði til ráðuneytisins í sumar með ósk um viðbótarfjárveitingu. Nú eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum eftir umtalsverða fjölgun í sumar með þrettán nýjum námsstöðum. Af þeim eru 30 á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 8 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, 6 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og hinir tveir eru á heilbrigðisstofnununum á Austurlandi og Suðurnesjum. „Þörf fyrir að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum er tvíþætt. Annars vegar er fjölgun sérfræðinga í heimilislækningum mikilvæg til að fylgja eftir áherslum stjórnvalda um eflingu heilsugæslunnar og aukið hlutverk hennar innan heilbrigðiskerfisins. Hins vegar er meðalaldur starfandi sérfræðinga í heimilislækningum fremur hár og stór hópur þeirra mun fara á eftirlaun á næstu árum,” segir jafnframt á vefsíðu velferðarráðuneytisins.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill framlengja um eitt ár við sérfræðilækna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill framlengja rammasamning við sérfræðilækna sem rennur út um áramótin um eitt ár. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún vill nýta næsta ár til þess að búa til nýjan heilstæðan samning við sérfræðilækna. 24. september 2018 17:56 Komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands Anna Björnsdóttir taugalæknir er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands. 15. október 2018 10:30 Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Vill framlengja um eitt ár við sérfræðilækna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill framlengja rammasamning við sérfræðilækna sem rennur út um áramótin um eitt ár. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún vill nýta næsta ár til þess að búa til nýjan heilstæðan samning við sérfræðilækna. 24. september 2018 17:56
Komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands Anna Björnsdóttir taugalæknir er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands. 15. október 2018 10:30
Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 19. september 2018 20:30