Erlent

Assange aftur kominn með aðgang að netinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Julian Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í um sex ár.
Julian Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í um sex ár. Getty/Matthew Chattle
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. Hann heldur til í sendiráði Ekvador í London og hefur gert það í rúm sex ár. Yfirvöld Ekvador meinuðu honum aðgang að netinu fyrir tæpu hálfu ári síðan og var það gert til að koma í veg fyrir að hann væri að blanda sér í málefni annarra ríkja og koma niður á stjórnmálasamböndum Ekvador.

Skömmu áður en nettengingin var tekin af honum hafði Assange meðal annars lýst yfir vafa um að Rússar hefðu staðið að Skripal-eitruninni. Þá kallaði aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands hann „lítinn vesælan orm“ og sagði tímabært að hann kæmi út úr sendiráðinu og mætti breska réttarkerfinu.

Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Assange flúði þangað á árum áður vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn handtöku yfir höfði sér í Bretlandi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Assange óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna verði hann handtekinn.

Wikileaks sagði frá því í kvöld að Assange væri kominn á netið aftur en ekki var farið út í í hverju áðurnefndar takmarkanir fælust.


Tengdar fréttir

Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin

Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×