Nauðsynleg styrking innviða Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. október 2018 07:30 Fjárlög ársins 2019 endurspegla þær áherslur sem lagðar eru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2019 hækka framlög til heilbrigðismála umtalsvert en hækkunin nemur samtals 12,6 milljörðum króna, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. Innviðir allra helstu þátta heilbrigðiskerfisins verða styrktir verulega. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga er forgangsmál í mínum huga og unnið er að því að lækka hana. Við innleiðingu nýs greiðsluþátttökukerfis heilbrigðisþjónustu árið 2016 var bætt 1,5 milljarði króna inn í kerfið á ársgrundvelli til að lækka kostnað sjúklinga. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019 verður bætt við tæpum 400 milljónum króna til viðbótar í þessu skyni. Auk þess bætast við 500 milljónir króna vegna nýs rammasamnings um tannlækningar aldraðra og öryrkja. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga stuðlar að auknum jöfnuði og tryggir að enginn sé tilneyddur til þess að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Ég hef einnig lagt áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustunnar og fjárlögin endurspegla það. Geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu innan heilsugæslunnar verður efld sérstaklega, með 650 milljóna króna framlagi til að fjölga geðheilsuteymum og fjölga stöðugildum sálfræðinga sem starfa á heilsugæslum. Þessi styrking geðheilbrigðisþjónustunnar innan heilsugæslunnar er nauðsynleg og tímabær. Uppbygging Landspítalans við Hringbraut er stærsta og flóknasta byggingaframkvæmd næstu ára. Gert er ráð fyrir auknum framlögum til þeirra framkvæmda sem nema tæpum 4,5 milljörðum króna. Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna sjúkrahússins hefjast nú í haust en skóflustunga verður tekin að meðferðarkjarnanum næstkomandi laugardag, 13. október. Fullnaðarhönnun rannsóknahúss hefst á næsta ári. Þá verður nýtt sjúkrahótel tekið í notkun en árlegur rekstrarkostnaður þess er áætlaður rúmar 400 m.kr. Mönnun á Landspítala verður einnig styrkt, m.a. viðvera sérfræðilækna sem mun bæta þjónustu við sjúklinga. Til þessa verkefnis renna 250 milljónir króna. Enn fremur verður veitt 200 milljóna króna viðbótarframlag til að efla göngudeildarþjónustu sjúkrahússins. Samkvæmt fjárlögum ársins 2019 verða mörg önnur mikilvæg verkefni styrkt. Sem dæmi má nefna að 200 milljónir króna verða veittar til sjúkraflutninga, 100 milljónir til að efla heimahjúkrun og 100 milljónir til fjölgunar dagdvalarrýma. Auk þess má nefna 50 milljónir króna sem renna til þess að koma á fót neyslurými fyrir langt leidda fíkla, framlög til framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma verða aukin um 440 milljónir króna og framlög til innleiðingar nýrra S-merktra lyfja verða aukin um 200 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Aukin fjárframlög til ofangreindra verkefna eru til þess fallin að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Sú styrking er nauðsynleg svo íslenska heilbrigðiskerfið standist samanburð við það sem best gerist í heiminum og allir landsmenn fái notið góðrar þjónustu, óháð efnahag og búsetu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fjárlög ársins 2019 endurspegla þær áherslur sem lagðar eru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2019 hækka framlög til heilbrigðismála umtalsvert en hækkunin nemur samtals 12,6 milljörðum króna, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. Innviðir allra helstu þátta heilbrigðiskerfisins verða styrktir verulega. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga er forgangsmál í mínum huga og unnið er að því að lækka hana. Við innleiðingu nýs greiðsluþátttökukerfis heilbrigðisþjónustu árið 2016 var bætt 1,5 milljarði króna inn í kerfið á ársgrundvelli til að lækka kostnað sjúklinga. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019 verður bætt við tæpum 400 milljónum króna til viðbótar í þessu skyni. Auk þess bætast við 500 milljónir króna vegna nýs rammasamnings um tannlækningar aldraðra og öryrkja. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga stuðlar að auknum jöfnuði og tryggir að enginn sé tilneyddur til þess að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Ég hef einnig lagt áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustunnar og fjárlögin endurspegla það. Geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu innan heilsugæslunnar verður efld sérstaklega, með 650 milljóna króna framlagi til að fjölga geðheilsuteymum og fjölga stöðugildum sálfræðinga sem starfa á heilsugæslum. Þessi styrking geðheilbrigðisþjónustunnar innan heilsugæslunnar er nauðsynleg og tímabær. Uppbygging Landspítalans við Hringbraut er stærsta og flóknasta byggingaframkvæmd næstu ára. Gert er ráð fyrir auknum framlögum til þeirra framkvæmda sem nema tæpum 4,5 milljörðum króna. Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna sjúkrahússins hefjast nú í haust en skóflustunga verður tekin að meðferðarkjarnanum næstkomandi laugardag, 13. október. Fullnaðarhönnun rannsóknahúss hefst á næsta ári. Þá verður nýtt sjúkrahótel tekið í notkun en árlegur rekstrarkostnaður þess er áætlaður rúmar 400 m.kr. Mönnun á Landspítala verður einnig styrkt, m.a. viðvera sérfræðilækna sem mun bæta þjónustu við sjúklinga. Til þessa verkefnis renna 250 milljónir króna. Enn fremur verður veitt 200 milljóna króna viðbótarframlag til að efla göngudeildarþjónustu sjúkrahússins. Samkvæmt fjárlögum ársins 2019 verða mörg önnur mikilvæg verkefni styrkt. Sem dæmi má nefna að 200 milljónir króna verða veittar til sjúkraflutninga, 100 milljónir til að efla heimahjúkrun og 100 milljónir til fjölgunar dagdvalarrýma. Auk þess má nefna 50 milljónir króna sem renna til þess að koma á fót neyslurými fyrir langt leidda fíkla, framlög til framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma verða aukin um 440 milljónir króna og framlög til innleiðingar nýrra S-merktra lyfja verða aukin um 200 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Aukin fjárframlög til ofangreindra verkefna eru til þess fallin að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Sú styrking er nauðsynleg svo íslenska heilbrigðiskerfið standist samanburð við það sem best gerist í heiminum og allir landsmenn fái notið góðrar þjónustu, óháð efnahag og búsetu.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun