Leggst undir hnífinn á skurðarborðinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. október 2018 10:00 Emmsjé Gauti slakaði á í Grikklandi í aðdraganda útkomu plötunnar. Hann er stoltur af þessari plötu. Horfir ekki mikið í baksýnisspegilinn þó að hann virði sín fyrri verk. Hann segir að þessi plata sé rólegri en þær fyrri. Fréttablaðið/Eyþór Emmsjé Gauti gefur í dag út nýjustu plötuna sína, Fimm, en hana má finna á helstu streymisveitum og einnig er hægt að kaupa hana á vefnum. „Loksins. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í næstum tvö ár – það er reyndar svolítið erfitt að setja fingur á hvenær ég byrjaði beinlínis að vinna að þessari plötu. En ætli það sé ekki komið svona ár síðan að ég gat sagt mér að ég væri að fara að gefa út plötu – þá voru svona 70% af lögunum til. Lokaferlið er alltaf erfiðast, ég ætlaði að gefa hana út síðasta sumar en hætti við – mér fannst bara að þá væri ekki réttur tími. Ég hef alltaf reynt að gera heilsteypt verk og þegar ég var kominn að endapunktinum þá einhvern veginn færðist hann aðeins lengra út af nýjum pælingum sem komu upp á borðið. En loksins er þetta komið út núna,“ segir Gauti sigurreifur í Grikklandi þar sem hann sólar sig eftir hörkuvinnu síðustu misseri við að leggja lokahönd á plötuna. Gauti segir að margt á plötunni sé kunnuglegt en þó megi finna stef sem ekki hafi komið fram áður hjá honum. „Þetta er besta platan mín … er ekki nýjasta platan manns uppáhaldsplatan? Þegar ég hlusta á gamalt dót finnst mér það alltaf smá skrítið því að ég er ekki á sama stað í dag og þá. Ég virði auðvitað öll mín fyrri verk. Þessi plata er samt að einhverju leyti rólegri en það sem ég hef áður gert, eða að minnsta kosti síðustu tvær plötur. Mér líður einhvern veginn eins og ég sé búinn að opna mig, eins og ég liggi á skurðarborði alveg opinn og að fólk geti skoðað inn í mig. Sum lögin eru drifin áfram af egóinu – en í öðrum er ég alveg berskjaldaður og leyfi egóinu að fara til hliðar.“Er þetta þroski? „Jújú, það má alveg kalla það þroska. Það er auðvitað eitthvað að ef maður finnur ekki fyrir þroska á milli ára. Þá þyrfti maður kannski að fara á hormónakúr.“ Gauti er með ýmislegt í pokahorninu sem hann ætlar að gera til að fylgja verkinu eftir – sumt er hann til í að draga upp og sýna en annað segir hann munu koma í ljós. „Ég fattaði ekki alveg hvernig dagskráin mín væri þegar ég ætlaði að gefa plötuna út í sumar og svo núna er ég með jólatónleika í desember þannig að það er pínu knappur tími til að halda útgáfutónleika. Ég ætla þess vegna að fagna útgáfunni á Akureyri, á Græna hattinum. Svo held ég útgáfutónleika í Reykjavík eftir áramót … þegar svartasta svartnættið er tekið við. Það verður kannski komin kreppa þá? Nei, líklega ekki. Sama hvað verður þá held ég útgáfutónleika. Mig langar að gera þetta almennilega, ég nenni ekki að vera með týpíska tónleika heldur þarf þetta að vera svolítið „sjóv“. Ég er búinn að hugsa alls konar dót – en ég get ekki sagt frá því, þá er það ónýtt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Emmsjé Gauti gefur í dag út nýjustu plötuna sína, Fimm, en hana má finna á helstu streymisveitum og einnig er hægt að kaupa hana á vefnum. „Loksins. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í næstum tvö ár – það er reyndar svolítið erfitt að setja fingur á hvenær ég byrjaði beinlínis að vinna að þessari plötu. En ætli það sé ekki komið svona ár síðan að ég gat sagt mér að ég væri að fara að gefa út plötu – þá voru svona 70% af lögunum til. Lokaferlið er alltaf erfiðast, ég ætlaði að gefa hana út síðasta sumar en hætti við – mér fannst bara að þá væri ekki réttur tími. Ég hef alltaf reynt að gera heilsteypt verk og þegar ég var kominn að endapunktinum þá einhvern veginn færðist hann aðeins lengra út af nýjum pælingum sem komu upp á borðið. En loksins er þetta komið út núna,“ segir Gauti sigurreifur í Grikklandi þar sem hann sólar sig eftir hörkuvinnu síðustu misseri við að leggja lokahönd á plötuna. Gauti segir að margt á plötunni sé kunnuglegt en þó megi finna stef sem ekki hafi komið fram áður hjá honum. „Þetta er besta platan mín … er ekki nýjasta platan manns uppáhaldsplatan? Þegar ég hlusta á gamalt dót finnst mér það alltaf smá skrítið því að ég er ekki á sama stað í dag og þá. Ég virði auðvitað öll mín fyrri verk. Þessi plata er samt að einhverju leyti rólegri en það sem ég hef áður gert, eða að minnsta kosti síðustu tvær plötur. Mér líður einhvern veginn eins og ég sé búinn að opna mig, eins og ég liggi á skurðarborði alveg opinn og að fólk geti skoðað inn í mig. Sum lögin eru drifin áfram af egóinu – en í öðrum er ég alveg berskjaldaður og leyfi egóinu að fara til hliðar.“Er þetta þroski? „Jújú, það má alveg kalla það þroska. Það er auðvitað eitthvað að ef maður finnur ekki fyrir þroska á milli ára. Þá þyrfti maður kannski að fara á hormónakúr.“ Gauti er með ýmislegt í pokahorninu sem hann ætlar að gera til að fylgja verkinu eftir – sumt er hann til í að draga upp og sýna en annað segir hann munu koma í ljós. „Ég fattaði ekki alveg hvernig dagskráin mín væri þegar ég ætlaði að gefa plötuna út í sumar og svo núna er ég með jólatónleika í desember þannig að það er pínu knappur tími til að halda útgáfutónleika. Ég ætla þess vegna að fagna útgáfunni á Akureyri, á Græna hattinum. Svo held ég útgáfutónleika í Reykjavík eftir áramót … þegar svartasta svartnættið er tekið við. Það verður kannski komin kreppa þá? Nei, líklega ekki. Sama hvað verður þá held ég útgáfutónleika. Mig langar að gera þetta almennilega, ég nenni ekki að vera með týpíska tónleika heldur þarf þetta að vera svolítið „sjóv“. Ég er búinn að hugsa alls konar dót – en ég get ekki sagt frá því, þá er það ónýtt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira