Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 13:01 Laun hækkuðu verulega í síðustu kjarasamningum. Gerðar eru kröfur um enn frekari hækkanir nú en atvinnurekendur efast um svigrúm til þeirra. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að fíllinn í stofunni í komandi kjarasamningaviðræðum sé ófremdarástand á húsnæðismarkaði en að það verði ekki leyst með launahækkunum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins telur að þörf sé á sterkri aðkomu ríkis og sveitarfélaga að umbótum á húsnæðismarkaði. Starfsgreinasambandið, stærsta aðildarfélag Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lagði fram kröfugerð sína fyrir komandi kjaraviðræður í síðustu viku. Á meðal krafnanna er að lágmarkslaun verði hækkuð úr 300 þúsund krónum í 425 þúsund krónur. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun að mikill árangur hefði náðst í að bæta lífskjör á Íslandi undanfarin ár. Laun hafi hækkað um 30% á samningstíma þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út og lægstu laun um 40%. Saman hafi það skilað tæplega 25% kaupmáttaraukningu. Styrking krónunnar og mikill uppgangur í ferðaþjónustu hefðu stutt við síðustu kjarasamninga og komið í veg fyrir að launahækkanir þá mögnuðu upp verðbólgu. Nú væru hins vegar teikn á lofti um kólnun í hagkerfinu og lýsti Halldór efasemdum um að innistæða væri fyrir miklum kauphækkunum. „Þess vegna óttast ég að ef við förum of geist núna þá munu áhrifin verða að við fáum verðbólguskot. Á því tapa allir, þeir mest sem hafa minnst á milli handanna, sagði Halldór sem taldi að breyttar efnahagslegar aðstæður hlytu að koma fram í kröfugerð verkalýðsfélaganna.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkVerðmiðinn á hvað kostar að lifa Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og frambjóðandi til embættis forseta ASÍ, var einnig gestur þáttarins. Hún sagði kröfu sambandsins ekki úr lausu lofti gripna heldur væri hún verðmiðinn á því hvað kostaði að lifa á Íslandi. „Krafan er að fólk geti lifað af laununum,“ sagði Drífa sem spurði hvort að SA ætlaði að ganga til samninga og bjóða viðsemjendum sínum laun sem eru of lág til að standa undir kostnaði við að lifa. Halldór sagði að stefna atvinnurekenda væri að halda áfram að hækka lægstu laun umfram önnur laun. Vandinn væri hins vegar fyrst og fremst á húsnæðismarkaði. Lækka þyrfti leiguverð og verð á húsnæði til kaupa. Það væri mesta hagsmunamál viðsemjenda SA og fleiri. „Því miður virkar það ekki þannig að við ráðumst á framboðsvanda á fasteignamarkaði með því að hækka laun, það hefur þveröfugur áhrif,“ sagði Halldór sem mælti fyrir samstarfi við verkalýðshreyfinguna um átak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem væri raunveruleg lausn vandans. Drífa tók undir að húsnæðismál væru risastórt verkefni. Byrja þyrfti á að bæta aðstæður fólks á leigumarkaði en einnig þeirra sem vildu eignast húsnæði. Þar þyrftu allir að axla sína ábyrgð, ekki síst ríkið og sveitarfélög. Í því sambandi sagði hún að leiguverð í íbúðum sem Bjarg, leigufélag verkalýðsfélaga, er með í byggingu verði ekki eins lágt og vonast hafi verið til vegna ýmissa opinberra gjalda, fyrst og fremst byggingarréttargjöld sveitarfélaga. „Þetta verður ekki leyst nema með mjög sterkri aðkomu ríkis og sveitarfélaga og það bara liggur á,“ sagði Drífa.Drífa Snædal er framkvæmdastjóri SGS og býður sig fram til forseta ASÍVísir/VilhelmTelur stjórnendur hafa verið hófsama í launakröfum Talið barst einnig að launahækkunum stjórnenda og kjörum þeirra lægst launuðu. Drífa fullyrti að launafólk á leigumarkaði segði aðra sögu um kaupmátt en tölfræðin sem Halldór vitnaði til í þættinum. „Það er bara kominn tími núna til þess að við hlustum á fólk og raunveruleika þess og hættum að tala í þessum meðaltölum,“ sagði hún. Gríðarleg kaupmáttaraukning hafi orðið í efstu lögum samfélagsins og forstjórar hafi ekki skorið laun sín við nögl. Sakaði hún þá tekjuhæstu í samfélaginu um að hrifsa til sín prósentuhækkanir sem þeir lægst launuðu semdu um í kjarasamningum. Orsökina fyrir því sagði Halldór vera sundurþykkju verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar. Hluti hennar færi fram á hækkun lágmarkslauna en annar hluti að menntun væri metin til launa. Það hafi kallað á að hækkanir hjá þeim lægst launuðu enduðu í vösum þeirra hæst launuðu. Hvað stjórnendur varðaði hefðu laun framkvæmdastjóra þvert á móti hækkað minna hlutfallslega en laun á almennum markaði. Stjórnendur hefðu að hans mati sýnt hófsemi í framgöngu sinni. „En auðvitað má finna dæmi er er mjög erfitt að verja,“ sagði Halldór um hækkanir á launum stjórnenda. Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir stjórnvöld vilja greiða fyrir kjarasamningum Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. 12. október 2018 19:30 Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að fíllinn í stofunni í komandi kjarasamningaviðræðum sé ófremdarástand á húsnæðismarkaði en að það verði ekki leyst með launahækkunum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins telur að þörf sé á sterkri aðkomu ríkis og sveitarfélaga að umbótum á húsnæðismarkaði. Starfsgreinasambandið, stærsta aðildarfélag Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lagði fram kröfugerð sína fyrir komandi kjaraviðræður í síðustu viku. Á meðal krafnanna er að lágmarkslaun verði hækkuð úr 300 þúsund krónum í 425 þúsund krónur. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun að mikill árangur hefði náðst í að bæta lífskjör á Íslandi undanfarin ár. Laun hafi hækkað um 30% á samningstíma þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út og lægstu laun um 40%. Saman hafi það skilað tæplega 25% kaupmáttaraukningu. Styrking krónunnar og mikill uppgangur í ferðaþjónustu hefðu stutt við síðustu kjarasamninga og komið í veg fyrir að launahækkanir þá mögnuðu upp verðbólgu. Nú væru hins vegar teikn á lofti um kólnun í hagkerfinu og lýsti Halldór efasemdum um að innistæða væri fyrir miklum kauphækkunum. „Þess vegna óttast ég að ef við förum of geist núna þá munu áhrifin verða að við fáum verðbólguskot. Á því tapa allir, þeir mest sem hafa minnst á milli handanna, sagði Halldór sem taldi að breyttar efnahagslegar aðstæður hlytu að koma fram í kröfugerð verkalýðsfélaganna.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkVerðmiðinn á hvað kostar að lifa Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og frambjóðandi til embættis forseta ASÍ, var einnig gestur þáttarins. Hún sagði kröfu sambandsins ekki úr lausu lofti gripna heldur væri hún verðmiðinn á því hvað kostaði að lifa á Íslandi. „Krafan er að fólk geti lifað af laununum,“ sagði Drífa sem spurði hvort að SA ætlaði að ganga til samninga og bjóða viðsemjendum sínum laun sem eru of lág til að standa undir kostnaði við að lifa. Halldór sagði að stefna atvinnurekenda væri að halda áfram að hækka lægstu laun umfram önnur laun. Vandinn væri hins vegar fyrst og fremst á húsnæðismarkaði. Lækka þyrfti leiguverð og verð á húsnæði til kaupa. Það væri mesta hagsmunamál viðsemjenda SA og fleiri. „Því miður virkar það ekki þannig að við ráðumst á framboðsvanda á fasteignamarkaði með því að hækka laun, það hefur þveröfugur áhrif,“ sagði Halldór sem mælti fyrir samstarfi við verkalýðshreyfinguna um átak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem væri raunveruleg lausn vandans. Drífa tók undir að húsnæðismál væru risastórt verkefni. Byrja þyrfti á að bæta aðstæður fólks á leigumarkaði en einnig þeirra sem vildu eignast húsnæði. Þar þyrftu allir að axla sína ábyrgð, ekki síst ríkið og sveitarfélög. Í því sambandi sagði hún að leiguverð í íbúðum sem Bjarg, leigufélag verkalýðsfélaga, er með í byggingu verði ekki eins lágt og vonast hafi verið til vegna ýmissa opinberra gjalda, fyrst og fremst byggingarréttargjöld sveitarfélaga. „Þetta verður ekki leyst nema með mjög sterkri aðkomu ríkis og sveitarfélaga og það bara liggur á,“ sagði Drífa.Drífa Snædal er framkvæmdastjóri SGS og býður sig fram til forseta ASÍVísir/VilhelmTelur stjórnendur hafa verið hófsama í launakröfum Talið barst einnig að launahækkunum stjórnenda og kjörum þeirra lægst launuðu. Drífa fullyrti að launafólk á leigumarkaði segði aðra sögu um kaupmátt en tölfræðin sem Halldór vitnaði til í þættinum. „Það er bara kominn tími núna til þess að við hlustum á fólk og raunveruleika þess og hættum að tala í þessum meðaltölum,“ sagði hún. Gríðarleg kaupmáttaraukning hafi orðið í efstu lögum samfélagsins og forstjórar hafi ekki skorið laun sín við nögl. Sakaði hún þá tekjuhæstu í samfélaginu um að hrifsa til sín prósentuhækkanir sem þeir lægst launuðu semdu um í kjarasamningum. Orsökina fyrir því sagði Halldór vera sundurþykkju verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar. Hluti hennar færi fram á hækkun lágmarkslauna en annar hluti að menntun væri metin til launa. Það hafi kallað á að hækkanir hjá þeim lægst launuðu enduðu í vösum þeirra hæst launuðu. Hvað stjórnendur varðaði hefðu laun framkvæmdastjóra þvert á móti hækkað minna hlutfallslega en laun á almennum markaði. Stjórnendur hefðu að hans mati sýnt hófsemi í framgöngu sinni. „En auðvitað má finna dæmi er er mjög erfitt að verja,“ sagði Halldór um hækkanir á launum stjórnenda.
Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir stjórnvöld vilja greiða fyrir kjarasamningum Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. 12. október 2018 19:30 Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Forsætisráðherra segir stjórnvöld vilja greiða fyrir kjarasamningum Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. 12. október 2018 19:30
Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15
Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30