Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2018 21:49 Xi Jinping og Donald Trump í Peking í fyrra. Fregnir hafa borist af því að mögulega munu þeir hittast aftur í næsta mánuði. AP/Andy Wong John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, lenti í handalögmálum við kínverskan öryggisvörð í Kína í fyrra. Það var vegna deilna um kjarnorkufótboltann svokallaða. Fótboltinn er tölva sem er ávallt höfð nálægt forsetanum þar sem hún stýrir öllum kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna. Atvikið átti sér stað í nóvember í fyrra þegar Trump var í opinberri heimsókn í Kína. Kínverskir öryggisverðir meinuðu hermanninum sem ber fótboltann, og öðrum í hópnum, aðgang að hátíðarsal sem Trump og Xi Jinping, forseti Kína, voru í. Kelly var sagt frá atvikinu og stökk hann til og sagði mönnunum að ganga inn í salinn. Þá greip einn öryggisvörður í Kelly og sá var snúinn í jörðina af einum af lífvörðum Trump. Sagt var frá þessu atviki á vef Axios í gær en lífvarðasveit Hvíta hússins, sem á ensku nefnist Secret Service, gaf út tilkynningu vegna fréttarinnar og sagði að til smávægilegra handalögmála hefði komið. Hins vegar hafi enginn endað í jörðinni og atvikið hafi staðið stutt. Frá því að Trump tók við embætti hefur eitt af markmiðum ríkisstjórnar hans verið að sporna gegn áhrifum Kína og njósnaaðgerðum Kína í Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar hafi vendingar í Norður-Kóreu tafið aðgerðir gagnvart Kína, þar sem þörf var á samstarfi þeirra til að draga Norður-Kóreu að samningaborðinu. Til marks um það má benda á nýja varnarstefnu Bandaríkjanna sem opinberuð var í byrjun ársins. Þar kom fram að hryðjuverkastarfsemi væri ekki lengur í forgangi herafla Bandaríkjanna. Þess í stað væri kapp ríkja um áhrif í heiminum í forgangi og stendur til að leggja mikla áherslu á að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiWall Street Journal segir útlit fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína.Bandaríkin hafa lengi gagnrýnt yfirvöld Kína harðlega fyrir njósnir þeirra í Bandaríkjunum, sem hafa að miklu leyti snúið að hernaðartækni og viðskiptum. Meðlimir ríkisstjórnar Trump segja Kína hafa um árabil unnið að því að grafa undan Bandaríkjunum. Ríkin eiga nú í umfangsmikilli viðskiptadeilu og þá hafa Bandaríkin beitt Kínverja viðskiptaþvingunum að undanförnu. Þá búast bandarískir embættismenn við því að enn frekar verði gefið í gegn Kína. Eitt sem WSJ segir að komi til greina að gera er að refsa fyrirtækjum sem komu með nokkrum hætti að aðgerðum Kína í Suður-Kínahafi. Árið 1979, þegar opinber samskipti ríkjanna hófust töldu forsvarsmenn Bandaríkjanna að með tímanum myndu yfirvöld Kína mildast og ríkið myndi færast nær lýðræði. Samkvæmt WSJ er telur ríkisstjórn Bandaríkjanna að Kína hafi tekið stórt skref afturábak þegar Xi Jinping komst til valda árið 2012. Hann hefur nú tryggt völd sín verulega í sessi, aukið miðstýringu bæði stjórnmála og efnahags ríkisins og heitið því að gera Kína að ofurveldi.Haukar í horni Meðal þeirra innan ríkisstjórnar Trump sem ganga hvað harðast fram gegn Kína eru Kelly og mun atvikið í nóvember ekki hafa fallið vel í kramið. Samkvæmt WSJ sagði Kelly við samstarfsmenn sína í kjölfarið að hann myndi ekki samþykkja afsökunarbeiðni frá yfirvöldum Kína. Ekki nema háttsettur kínverskur embættismaður kæmi til Bandaríkjanna og bæði afsökunar undir fána ríkisins. Aðrir starfsmenn ríkisstjórnarinnar sem eru á móti Kína eru þeir John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi, og Peter Navarro, viðskiptaráðgjafi. Navarro hefur að undanförnu verið að dreifa bókinni Hundrað ára maraþon: Leyniáætlun Kína um að leysa Bandaríkin af hólmi sem ofurveldi heimsins, um Hvíta húsið að undanförnu. Þá má benda á Steve Bannon, sem var einn helsti ráðgjafi Trump í byrjun forsetatíðar hans. Hann hefur sagt opinberlega að hann telji að næsta stríð Bandaríkjanna verði við Kína og í sumar hélt hann því fram að í raun væru ríkin í stríði nú þegar. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til Kína í síðasta mánuði og fundaði með embættismönnum þar. Það varð hins vegar ekkert úr fundinum þar sem embættismönnum ríkjanna tókst ekki að vera sammála um hver markmið fundarins ættu að vera. Þá var kínverskum tundurspilli siglt í veg bandarísks herskips í Suður-Kínahafi.Sjá einnig: Þvinguðu bandarískt herskip af leiðKína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa byggt upp heilu eyjarnar og komið þar fyrir vopnum, flotastöðvum, flugvöllum og öðrum mannvirkjum.Undirbúa sig fyrir hernað milli ríkjaFjölmiðillinn Defense One, sagði frá því á dögunum að æfingar herafla Bandaríkjanna í Kyrrahafinu hefðu gerbreyst frá því að Trump tók við embætti. Áður fyrr hefðu æfingarnar að mestu snúist um viðbrögð við ýmsum hamförum og að þjálfa herafla bandamanna Bandaríkjanna.Nú er búið að skipta um gír. Nú snúist æfingarnar að miklu leyti um það að auka samstarf hermanna með bandamönnum Bandaríkjanna og sameiginlegar árásir. Þetta á ekki bara við herafla Bandaríkjanna í Kyrrahafinu, heldur um heim allan. Áherslan er ekki lengur á við umfangslitlar aðgerðir gegn hryðjuverkasamtökum. Undanfarið hafa Bandaríkin verið að æfa hernað á milli ríkja í meira mæli. Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30 Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01 Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. 6. júlí 2018 19:30 Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46 Blása á gagnrýni um efnahagslega nýlendustefnu Xi Jinping, forseti Kína, sagði leiðtogum Afríkuríkja í dag að 60 milljarða dala fjárfestingum Kínverja í heimsálfunni sé ekki ætlað að koma niður á fátækum ríkjum Afríku. 3. september 2018 12:32 Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði. 28. júní 2018 06:31 Segir Kínverja ætla að vasast í kosningunum Kínverk stjórnvöld eru að reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar í Bandaríkjunum að sögn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. 26. september 2018 15:28 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, lenti í handalögmálum við kínverskan öryggisvörð í Kína í fyrra. Það var vegna deilna um kjarnorkufótboltann svokallaða. Fótboltinn er tölva sem er ávallt höfð nálægt forsetanum þar sem hún stýrir öllum kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna. Atvikið átti sér stað í nóvember í fyrra þegar Trump var í opinberri heimsókn í Kína. Kínverskir öryggisverðir meinuðu hermanninum sem ber fótboltann, og öðrum í hópnum, aðgang að hátíðarsal sem Trump og Xi Jinping, forseti Kína, voru í. Kelly var sagt frá atvikinu og stökk hann til og sagði mönnunum að ganga inn í salinn. Þá greip einn öryggisvörður í Kelly og sá var snúinn í jörðina af einum af lífvörðum Trump. Sagt var frá þessu atviki á vef Axios í gær en lífvarðasveit Hvíta hússins, sem á ensku nefnist Secret Service, gaf út tilkynningu vegna fréttarinnar og sagði að til smávægilegra handalögmála hefði komið. Hins vegar hafi enginn endað í jörðinni og atvikið hafi staðið stutt. Frá því að Trump tók við embætti hefur eitt af markmiðum ríkisstjórnar hans verið að sporna gegn áhrifum Kína og njósnaaðgerðum Kína í Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar hafi vendingar í Norður-Kóreu tafið aðgerðir gagnvart Kína, þar sem þörf var á samstarfi þeirra til að draga Norður-Kóreu að samningaborðinu. Til marks um það má benda á nýja varnarstefnu Bandaríkjanna sem opinberuð var í byrjun ársins. Þar kom fram að hryðjuverkastarfsemi væri ekki lengur í forgangi herafla Bandaríkjanna. Þess í stað væri kapp ríkja um áhrif í heiminum í forgangi og stendur til að leggja mikla áherslu á að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiWall Street Journal segir útlit fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína.Bandaríkin hafa lengi gagnrýnt yfirvöld Kína harðlega fyrir njósnir þeirra í Bandaríkjunum, sem hafa að miklu leyti snúið að hernaðartækni og viðskiptum. Meðlimir ríkisstjórnar Trump segja Kína hafa um árabil unnið að því að grafa undan Bandaríkjunum. Ríkin eiga nú í umfangsmikilli viðskiptadeilu og þá hafa Bandaríkin beitt Kínverja viðskiptaþvingunum að undanförnu. Þá búast bandarískir embættismenn við því að enn frekar verði gefið í gegn Kína. Eitt sem WSJ segir að komi til greina að gera er að refsa fyrirtækjum sem komu með nokkrum hætti að aðgerðum Kína í Suður-Kínahafi. Árið 1979, þegar opinber samskipti ríkjanna hófust töldu forsvarsmenn Bandaríkjanna að með tímanum myndu yfirvöld Kína mildast og ríkið myndi færast nær lýðræði. Samkvæmt WSJ er telur ríkisstjórn Bandaríkjanna að Kína hafi tekið stórt skref afturábak þegar Xi Jinping komst til valda árið 2012. Hann hefur nú tryggt völd sín verulega í sessi, aukið miðstýringu bæði stjórnmála og efnahags ríkisins og heitið því að gera Kína að ofurveldi.Haukar í horni Meðal þeirra innan ríkisstjórnar Trump sem ganga hvað harðast fram gegn Kína eru Kelly og mun atvikið í nóvember ekki hafa fallið vel í kramið. Samkvæmt WSJ sagði Kelly við samstarfsmenn sína í kjölfarið að hann myndi ekki samþykkja afsökunarbeiðni frá yfirvöldum Kína. Ekki nema háttsettur kínverskur embættismaður kæmi til Bandaríkjanna og bæði afsökunar undir fána ríkisins. Aðrir starfsmenn ríkisstjórnarinnar sem eru á móti Kína eru þeir John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi, og Peter Navarro, viðskiptaráðgjafi. Navarro hefur að undanförnu verið að dreifa bókinni Hundrað ára maraþon: Leyniáætlun Kína um að leysa Bandaríkin af hólmi sem ofurveldi heimsins, um Hvíta húsið að undanförnu. Þá má benda á Steve Bannon, sem var einn helsti ráðgjafi Trump í byrjun forsetatíðar hans. Hann hefur sagt opinberlega að hann telji að næsta stríð Bandaríkjanna verði við Kína og í sumar hélt hann því fram að í raun væru ríkin í stríði nú þegar. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til Kína í síðasta mánuði og fundaði með embættismönnum þar. Það varð hins vegar ekkert úr fundinum þar sem embættismönnum ríkjanna tókst ekki að vera sammála um hver markmið fundarins ættu að vera. Þá var kínverskum tundurspilli siglt í veg bandarísks herskips í Suður-Kínahafi.Sjá einnig: Þvinguðu bandarískt herskip af leiðKína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa byggt upp heilu eyjarnar og komið þar fyrir vopnum, flotastöðvum, flugvöllum og öðrum mannvirkjum.Undirbúa sig fyrir hernað milli ríkjaFjölmiðillinn Defense One, sagði frá því á dögunum að æfingar herafla Bandaríkjanna í Kyrrahafinu hefðu gerbreyst frá því að Trump tók við embætti. Áður fyrr hefðu æfingarnar að mestu snúist um viðbrögð við ýmsum hamförum og að þjálfa herafla bandamanna Bandaríkjanna.Nú er búið að skipta um gír. Nú snúist æfingarnar að miklu leyti um það að auka samstarf hermanna með bandamönnum Bandaríkjanna og sameiginlegar árásir. Þetta á ekki bara við herafla Bandaríkjanna í Kyrrahafinu, heldur um heim allan. Áherslan er ekki lengur á við umfangslitlar aðgerðir gegn hryðjuverkasamtökum. Undanfarið hafa Bandaríkin verið að æfa hernað á milli ríkja í meira mæli.
Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30 Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01 Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. 6. júlí 2018 19:30 Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46 Blása á gagnrýni um efnahagslega nýlendustefnu Xi Jinping, forseti Kína, sagði leiðtogum Afríkuríkja í dag að 60 milljarða dala fjárfestingum Kínverja í heimsálfunni sé ekki ætlað að koma niður á fátækum ríkjum Afríku. 3. september 2018 12:32 Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði. 28. júní 2018 06:31 Segir Kínverja ætla að vasast í kosningunum Kínverk stjórnvöld eru að reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar í Bandaríkjunum að sögn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. 26. september 2018 15:28 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55
Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30
Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01
Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. 6. júlí 2018 19:30
Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46
Blása á gagnrýni um efnahagslega nýlendustefnu Xi Jinping, forseti Kína, sagði leiðtogum Afríkuríkja í dag að 60 milljarða dala fjárfestingum Kínverja í heimsálfunni sé ekki ætlað að koma niður á fátækum ríkjum Afríku. 3. september 2018 12:32
Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði. 28. júní 2018 06:31
Segir Kínverja ætla að vasast í kosningunum Kínverk stjórnvöld eru að reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar í Bandaríkjunum að sögn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. 26. september 2018 15:28