Clinch búinn að semja við Grindavík Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. október 2018 12:30 Lewis Clinch Jr. fór með Grindavík í úrslitarimmuna vorið 2017 Vísir/Eyþór Lewis Clinch hefur samið við Grindavík um að spila með liðinu í Domino's deild karla samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Clinch kemur til liðsins í stað Terrell Vinson sem var látinn fara frá Grindavík. Vinson byrjaði ágætlega með Grindvíkingum en meiddist illa í leik þeirra við Skallagrím á fimmtudaginn og í gær bárust fréttir af því að samningi hans hefði verið sagt upp. Clinch þekkir vel til í Grindavík, hann spilaði með liðinu tímabilið 2016-17 og 2013-14. Hann var með 21,3 stig að meðalatali í 35 leikjum seinni veturinn, 20,7 stig í 29 leiikjum veturinn 2013-14.Í apríl á þessu ári setti Clinch inn færslu á Facebook þar sem hann fór ekki fögrum orðum um Grindavík. „Mitt fyrrum félag vildi ekki fá mig til baka því ég vildi ekki koma fyrir minni mánaðarlaun,“ sagði Clinch meðal annars í færslu sinni. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds voru fyrstir með fréttirnar í þætti gærkvöldsins og þar ræddu þeir hvort Grindavík ætti að taka Clinch. „Ég held að Clinch sé ekki rétti maðurinn fyrir Grindavík í dag og ég vona að þetta skúbb sem við erum með hérna sé ekki rétt,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Ég held þeir þurfi einhvern leikmann sem er aðeins betri.“ Kristinn Geir Friðriksson var honum sammála. „Þeir þurfa aðeins að slíta naflastrenginn við fortíðina. Það er ekki gott. Hættið þessu rugli, horfið aðeins fram á veginn og takið séns. Þeir þurfa bara einfaldlega að þora til að skora. Það er ekki Clinch.“ Grindavík hefur tapað einum og unnið einn leik til þessa í Domino's deildinni. Þeir spila við Keflavík í Suðurnesjaslag í Röstinni á fimmtudag.Uppfært klukkan 15:37: Talsmaður Grindavíkur hafði samband við Vísi rétt í þessu og sagði að ekki væri búið að ganga frá samningum þó viðræður hefðu átt sér stað. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Lewis Clinch sendir Grindavík tóninn: "Þekktu þitt eigið virði“ Lewis Clinh Jr. fer ekki fögrum orðum um körfuknattleiksdeild Grindavíkur á Facebook-síðu sinni í dag en hann lék með liðinu á síðustu leiktíð er liðið fór í úrslit. 11. apríl 2018 20:00 Domino's Körfuboltakvöld: Whack er "ekki gott copy-paste“ af Lewis Clinch Mikil óánægja ríkir meðal ýmissa stuðningsmanna liði Grindavíkur í Domino's deild karla í körfubolta um erlenda leikmann liðsins, Rashad Whack. Þar fremstur í flokki fer Jón Axel Guðmundsson, ein skærasta stjarna Grindavíkur. 9. desember 2017 22:30 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira
Lewis Clinch hefur samið við Grindavík um að spila með liðinu í Domino's deild karla samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Clinch kemur til liðsins í stað Terrell Vinson sem var látinn fara frá Grindavík. Vinson byrjaði ágætlega með Grindvíkingum en meiddist illa í leik þeirra við Skallagrím á fimmtudaginn og í gær bárust fréttir af því að samningi hans hefði verið sagt upp. Clinch þekkir vel til í Grindavík, hann spilaði með liðinu tímabilið 2016-17 og 2013-14. Hann var með 21,3 stig að meðalatali í 35 leikjum seinni veturinn, 20,7 stig í 29 leiikjum veturinn 2013-14.Í apríl á þessu ári setti Clinch inn færslu á Facebook þar sem hann fór ekki fögrum orðum um Grindavík. „Mitt fyrrum félag vildi ekki fá mig til baka því ég vildi ekki koma fyrir minni mánaðarlaun,“ sagði Clinch meðal annars í færslu sinni. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds voru fyrstir með fréttirnar í þætti gærkvöldsins og þar ræddu þeir hvort Grindavík ætti að taka Clinch. „Ég held að Clinch sé ekki rétti maðurinn fyrir Grindavík í dag og ég vona að þetta skúbb sem við erum með hérna sé ekki rétt,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Ég held þeir þurfi einhvern leikmann sem er aðeins betri.“ Kristinn Geir Friðriksson var honum sammála. „Þeir þurfa aðeins að slíta naflastrenginn við fortíðina. Það er ekki gott. Hættið þessu rugli, horfið aðeins fram á veginn og takið séns. Þeir þurfa bara einfaldlega að þora til að skora. Það er ekki Clinch.“ Grindavík hefur tapað einum og unnið einn leik til þessa í Domino's deildinni. Þeir spila við Keflavík í Suðurnesjaslag í Röstinni á fimmtudag.Uppfært klukkan 15:37: Talsmaður Grindavíkur hafði samband við Vísi rétt í þessu og sagði að ekki væri búið að ganga frá samningum þó viðræður hefðu átt sér stað.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Lewis Clinch sendir Grindavík tóninn: "Þekktu þitt eigið virði“ Lewis Clinh Jr. fer ekki fögrum orðum um körfuknattleiksdeild Grindavíkur á Facebook-síðu sinni í dag en hann lék með liðinu á síðustu leiktíð er liðið fór í úrslit. 11. apríl 2018 20:00 Domino's Körfuboltakvöld: Whack er "ekki gott copy-paste“ af Lewis Clinch Mikil óánægja ríkir meðal ýmissa stuðningsmanna liði Grindavíkur í Domino's deild karla í körfubolta um erlenda leikmann liðsins, Rashad Whack. Þar fremstur í flokki fer Jón Axel Guðmundsson, ein skærasta stjarna Grindavíkur. 9. desember 2017 22:30 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira
Lewis Clinch sendir Grindavík tóninn: "Þekktu þitt eigið virði“ Lewis Clinh Jr. fer ekki fögrum orðum um körfuknattleiksdeild Grindavíkur á Facebook-síðu sinni í dag en hann lék með liðinu á síðustu leiktíð er liðið fór í úrslit. 11. apríl 2018 20:00
Domino's Körfuboltakvöld: Whack er "ekki gott copy-paste“ af Lewis Clinch Mikil óánægja ríkir meðal ýmissa stuðningsmanna liði Grindavíkur í Domino's deild karla í körfubolta um erlenda leikmann liðsins, Rashad Whack. Þar fremstur í flokki fer Jón Axel Guðmundsson, ein skærasta stjarna Grindavíkur. 9. desember 2017 22:30