Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2018 22:14 Jón R. Arnarson er stjórnarformaður Viskubrunns ehf. Mynd/Aðsend Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is, sem vakið hefur mikla athygli í dag. Í yfirlýsingunni gengst Jón við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins en aðstandendur vefsins höfðu ekki komið fram undir nafni, þar til nú. Greint var frá opnun upplýsingavefsins Tekjur.is í dag en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri samkvæmt skattskrá ríkisskattstjóra vegna tekna ársins 2016. Hægt er að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það.Sjá einnig: Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Í yfirlýsingu Jóns gengst hann við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins Viskubrunns ehf., sem er rekstraraðili síðunnar. Áður hafði komið fram að Jón væri skráður stjórnarformaður fyrirtækisins en ekki hafði þó náðst í hann við vinnslu umfjöllunar um vefinn. Fyrirspurnum Vísis, sem sendar voru á netfangið info@tekjur.is, hafði jafnframt hingað til verið svarað nafnlaust. Í yfirlýsingunni áréttar Jón það sem áður hefur komið fram í yfirlýsingum frá aðstandendum vefsins, m.a. að Viskubrunni ehf. sé ætlað að stuðla að „gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál“ og að birting upplýsinganna „byggi á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.“Yfirlýsing Jóns í heild:Almenningur hefur rétt á að vitaÍ morgun var opnaður upplýsingavefurinn Tekjur.is, þar sem birtar eru upplýsingar um tekjur fullorðinna Íslendinga. Rekstraraðili síðunnar er fyrirtækið Viskubrunnur ehf. og er ég stjórnarformaður félagsins.Viskubrunnur ehf. var stofnaður til að stuðla að gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál. Þannig eru ekki birtar upplýsingar um þröngan hóp valinna einstaklinga, heldur er notendum síðunnar í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar þeir kynna sér.Upplýsingarnar á tekjur.is eru endanlegar upplýsingar um framtaldar tekjur. Þar eru ekki birtar bráðabirgðaupplýsingar eða áætlanir eins og hingað til hefur tíðkast í tekjublöðum.Fyrir einkaaðila er umtalsverð vinna og kostnaður fólgin í því að taka upplýsingarnar saman og gera þær aðgengilegar fyrir almenning. Hóflegu aðgangsgjaldi er ætlað að standa straum af þeim kostnaði.Birting upplýsinganna byggir á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. Telur birtinguna óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna vefsíðunnar Tekjur.is og er málið í forgangi hjá stofnuninni, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Björgvin Guðmundsson almannatengill er á meðal þeirra sem lagt hefur fram kvörtun til Persónuverndar. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann teldi birtingu upplýsinganna óheimila samkvæmt lögum og gróft brot á friðhelgi einkalífsins. Tekjur Tengdar fréttir Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is, sem vakið hefur mikla athygli í dag. Í yfirlýsingunni gengst Jón við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins en aðstandendur vefsins höfðu ekki komið fram undir nafni, þar til nú. Greint var frá opnun upplýsingavefsins Tekjur.is í dag en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri samkvæmt skattskrá ríkisskattstjóra vegna tekna ársins 2016. Hægt er að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það.Sjá einnig: Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Í yfirlýsingu Jóns gengst hann við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins Viskubrunns ehf., sem er rekstraraðili síðunnar. Áður hafði komið fram að Jón væri skráður stjórnarformaður fyrirtækisins en ekki hafði þó náðst í hann við vinnslu umfjöllunar um vefinn. Fyrirspurnum Vísis, sem sendar voru á netfangið info@tekjur.is, hafði jafnframt hingað til verið svarað nafnlaust. Í yfirlýsingunni áréttar Jón það sem áður hefur komið fram í yfirlýsingum frá aðstandendum vefsins, m.a. að Viskubrunni ehf. sé ætlað að stuðla að „gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál“ og að birting upplýsinganna „byggi á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.“Yfirlýsing Jóns í heild:Almenningur hefur rétt á að vitaÍ morgun var opnaður upplýsingavefurinn Tekjur.is, þar sem birtar eru upplýsingar um tekjur fullorðinna Íslendinga. Rekstraraðili síðunnar er fyrirtækið Viskubrunnur ehf. og er ég stjórnarformaður félagsins.Viskubrunnur ehf. var stofnaður til að stuðla að gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál. Þannig eru ekki birtar upplýsingar um þröngan hóp valinna einstaklinga, heldur er notendum síðunnar í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar þeir kynna sér.Upplýsingarnar á tekjur.is eru endanlegar upplýsingar um framtaldar tekjur. Þar eru ekki birtar bráðabirgðaupplýsingar eða áætlanir eins og hingað til hefur tíðkast í tekjublöðum.Fyrir einkaaðila er umtalsverð vinna og kostnaður fólgin í því að taka upplýsingarnar saman og gera þær aðgengilegar fyrir almenning. Hóflegu aðgangsgjaldi er ætlað að standa straum af þeim kostnaði.Birting upplýsinganna byggir á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. Telur birtinguna óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna vefsíðunnar Tekjur.is og er málið í forgangi hjá stofnuninni, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Björgvin Guðmundsson almannatengill er á meðal þeirra sem lagt hefur fram kvörtun til Persónuverndar. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann teldi birtingu upplýsinganna óheimila samkvæmt lögum og gróft brot á friðhelgi einkalífsins.
Tekjur Tengdar fréttir Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38
Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30
Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41