Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2018 22:14 Jón R. Arnarson er stjórnarformaður Viskubrunns ehf. Mynd/Aðsend Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is, sem vakið hefur mikla athygli í dag. Í yfirlýsingunni gengst Jón við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins en aðstandendur vefsins höfðu ekki komið fram undir nafni, þar til nú. Greint var frá opnun upplýsingavefsins Tekjur.is í dag en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri samkvæmt skattskrá ríkisskattstjóra vegna tekna ársins 2016. Hægt er að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það.Sjá einnig: Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Í yfirlýsingu Jóns gengst hann við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins Viskubrunns ehf., sem er rekstraraðili síðunnar. Áður hafði komið fram að Jón væri skráður stjórnarformaður fyrirtækisins en ekki hafði þó náðst í hann við vinnslu umfjöllunar um vefinn. Fyrirspurnum Vísis, sem sendar voru á netfangið info@tekjur.is, hafði jafnframt hingað til verið svarað nafnlaust. Í yfirlýsingunni áréttar Jón það sem áður hefur komið fram í yfirlýsingum frá aðstandendum vefsins, m.a. að Viskubrunni ehf. sé ætlað að stuðla að „gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál“ og að birting upplýsinganna „byggi á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.“Yfirlýsing Jóns í heild:Almenningur hefur rétt á að vitaÍ morgun var opnaður upplýsingavefurinn Tekjur.is, þar sem birtar eru upplýsingar um tekjur fullorðinna Íslendinga. Rekstraraðili síðunnar er fyrirtækið Viskubrunnur ehf. og er ég stjórnarformaður félagsins.Viskubrunnur ehf. var stofnaður til að stuðla að gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál. Þannig eru ekki birtar upplýsingar um þröngan hóp valinna einstaklinga, heldur er notendum síðunnar í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar þeir kynna sér.Upplýsingarnar á tekjur.is eru endanlegar upplýsingar um framtaldar tekjur. Þar eru ekki birtar bráðabirgðaupplýsingar eða áætlanir eins og hingað til hefur tíðkast í tekjublöðum.Fyrir einkaaðila er umtalsverð vinna og kostnaður fólgin í því að taka upplýsingarnar saman og gera þær aðgengilegar fyrir almenning. Hóflegu aðgangsgjaldi er ætlað að standa straum af þeim kostnaði.Birting upplýsinganna byggir á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. Telur birtinguna óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna vefsíðunnar Tekjur.is og er málið í forgangi hjá stofnuninni, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Björgvin Guðmundsson almannatengill er á meðal þeirra sem lagt hefur fram kvörtun til Persónuverndar. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann teldi birtingu upplýsinganna óheimila samkvæmt lögum og gróft brot á friðhelgi einkalífsins. Tekjur Tengdar fréttir Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is, sem vakið hefur mikla athygli í dag. Í yfirlýsingunni gengst Jón við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins en aðstandendur vefsins höfðu ekki komið fram undir nafni, þar til nú. Greint var frá opnun upplýsingavefsins Tekjur.is í dag en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri samkvæmt skattskrá ríkisskattstjóra vegna tekna ársins 2016. Hægt er að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það.Sjá einnig: Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Í yfirlýsingu Jóns gengst hann við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins Viskubrunns ehf., sem er rekstraraðili síðunnar. Áður hafði komið fram að Jón væri skráður stjórnarformaður fyrirtækisins en ekki hafði þó náðst í hann við vinnslu umfjöllunar um vefinn. Fyrirspurnum Vísis, sem sendar voru á netfangið info@tekjur.is, hafði jafnframt hingað til verið svarað nafnlaust. Í yfirlýsingunni áréttar Jón það sem áður hefur komið fram í yfirlýsingum frá aðstandendum vefsins, m.a. að Viskubrunni ehf. sé ætlað að stuðla að „gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál“ og að birting upplýsinganna „byggi á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.“Yfirlýsing Jóns í heild:Almenningur hefur rétt á að vitaÍ morgun var opnaður upplýsingavefurinn Tekjur.is, þar sem birtar eru upplýsingar um tekjur fullorðinna Íslendinga. Rekstraraðili síðunnar er fyrirtækið Viskubrunnur ehf. og er ég stjórnarformaður félagsins.Viskubrunnur ehf. var stofnaður til að stuðla að gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál. Þannig eru ekki birtar upplýsingar um þröngan hóp valinna einstaklinga, heldur er notendum síðunnar í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar þeir kynna sér.Upplýsingarnar á tekjur.is eru endanlegar upplýsingar um framtaldar tekjur. Þar eru ekki birtar bráðabirgðaupplýsingar eða áætlanir eins og hingað til hefur tíðkast í tekjublöðum.Fyrir einkaaðila er umtalsverð vinna og kostnaður fólgin í því að taka upplýsingarnar saman og gera þær aðgengilegar fyrir almenning. Hóflegu aðgangsgjaldi er ætlað að standa straum af þeim kostnaði.Birting upplýsinganna byggir á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. Telur birtinguna óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna vefsíðunnar Tekjur.is og er málið í forgangi hjá stofnuninni, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Björgvin Guðmundsson almannatengill er á meðal þeirra sem lagt hefur fram kvörtun til Persónuverndar. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann teldi birtingu upplýsinganna óheimila samkvæmt lögum og gróft brot á friðhelgi einkalífsins.
Tekjur Tengdar fréttir Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38
Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30
Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun