Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2018 18:30 Rækjuverksmiðjan Hólmadrangur er í elsta hluta Hólmavíkur. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu en starfsemin mun ekki stöðvast og segir stjórnarformaður fyrirtækisins, Viktoría Rán Ólafsdóttir, að engum verði sagt upp. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Viktoría segir það vilja eigenda að leita allra leiða til að tryggja rekstur rækjuverksmiðjunnar til lengri tíma, enda sé hún ein sú fullkomnasta á heimsvísu. Starfsemin undanfarin ár hefur einkum falist í því að vinna aðkeypta rækju frá útlöndum og selja á Bretlandsmarkað. Hólmadrangur er í jafnri eigu Kaupfélags Steingrímsfjarðar og FISK Seafood og hefur veltan numið allt að þremur og hálfum milljarði króna á ári, að sögn Viktoríu.Frá Hólmavík. Hús Hólmadrangs sjást vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hólmadrangur hefur verið og er enn, einn af máttarstólpum atvinnulífs i Strandabyggð og það er afrek í sjálfu sér að fyrirtækið hafi hingað til, staðið af sér sveiflur og óáran í rækjuiðnaðinum hér á landi,“ segir sveitarstjóri Strandabyggðar, Þorgeir Pálsson, í yfirlýsingu fyrir hönd sveitarstjórnar í dag. „Með samstilltu átaki og öflugu teymi sérfræðinga, bindum við vonir við að Hólmadrangur vinni sig út úr þessari erfiðu stöðu,“ segir þar ennfremur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Strandabyggð Tengdar fréttir Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. 8. október 2018 21:00 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu en starfsemin mun ekki stöðvast og segir stjórnarformaður fyrirtækisins, Viktoría Rán Ólafsdóttir, að engum verði sagt upp. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Viktoría segir það vilja eigenda að leita allra leiða til að tryggja rekstur rækjuverksmiðjunnar til lengri tíma, enda sé hún ein sú fullkomnasta á heimsvísu. Starfsemin undanfarin ár hefur einkum falist í því að vinna aðkeypta rækju frá útlöndum og selja á Bretlandsmarkað. Hólmadrangur er í jafnri eigu Kaupfélags Steingrímsfjarðar og FISK Seafood og hefur veltan numið allt að þremur og hálfum milljarði króna á ári, að sögn Viktoríu.Frá Hólmavík. Hús Hólmadrangs sjást vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hólmadrangur hefur verið og er enn, einn af máttarstólpum atvinnulífs i Strandabyggð og það er afrek í sjálfu sér að fyrirtækið hafi hingað til, staðið af sér sveiflur og óáran í rækjuiðnaðinum hér á landi,“ segir sveitarstjóri Strandabyggðar, Þorgeir Pálsson, í yfirlýsingu fyrir hönd sveitarstjórnar í dag. „Með samstilltu átaki og öflugu teymi sérfræðinga, bindum við vonir við að Hólmadrangur vinni sig út úr þessari erfiðu stöðu,“ segir þar ennfremur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Strandabyggð Tengdar fréttir Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. 8. október 2018 21:00 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. 8. október 2018 21:00