Ernirnir flugu yfir Risana | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2018 11:30 Ernirnir í góðum málum í kvöld. vísir/getty Philadelphia Eeagles valtaði yfir New York Giants, 34-13, í fimmtudagsleik sjöttu leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta í nótt. NFL-meistararnir hafa ekki farið alveg nógu vel af stað og voru aðeins búnir að vinna tvo af fyrstu fimm leikjum sínum fyrir leikinn í nótt en nú duttu þeir í gang. Gestirnir frá Philadelphiu fóru hratt af stað og voru 24-6 yfir í hálfleik en New York-liðið skoraði sitt eina snertimark í þriðja leikhluta. Meistararnir lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik.Saquon Barkley er magnaður.vísir/gettyCarson Wentz, leikstjórnandi Eagles, kláraði 26 sendingar af 36 fyrir 278 jördum og þremur snertimörkum en hann fékk mikla og góða aðstoð í sóknarleiknum. Nelson Agholor greip þrjá bolta fyrir 91 jarda og Alshon Jeffrey greip átta sendingar fyrir 74 hördum og skoraði tvö snertimörk. Eli Manning, leikstjórnandi New York, átti erfiðan dag á skrifstofunni en hann kláraði 24 sendingar af 43 fyrir 281 jarda en náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Hann kastaði aftur á móti boltanum einu sinni frá sér. Nýliðahlauparinn Saquon Barkley var algjörlega magnaður í liði New York en hann hljóp 130 jarda með boltann í þrettán tilraunum og skoraði eina snertimark heimamanna. Þá greip hann níu sendingar fyrir 99 jördum. Barkley var einn með 229 jarda frá bardagalínunni og eina snertimark liðsins. Giants er aðeins búið að vinna einn leik af sex og er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Eagles virðist komið á skrið. Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan. NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Sjá meira
Philadelphia Eeagles valtaði yfir New York Giants, 34-13, í fimmtudagsleik sjöttu leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta í nótt. NFL-meistararnir hafa ekki farið alveg nógu vel af stað og voru aðeins búnir að vinna tvo af fyrstu fimm leikjum sínum fyrir leikinn í nótt en nú duttu þeir í gang. Gestirnir frá Philadelphiu fóru hratt af stað og voru 24-6 yfir í hálfleik en New York-liðið skoraði sitt eina snertimark í þriðja leikhluta. Meistararnir lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik.Saquon Barkley er magnaður.vísir/gettyCarson Wentz, leikstjórnandi Eagles, kláraði 26 sendingar af 36 fyrir 278 jördum og þremur snertimörkum en hann fékk mikla og góða aðstoð í sóknarleiknum. Nelson Agholor greip þrjá bolta fyrir 91 jarda og Alshon Jeffrey greip átta sendingar fyrir 74 hördum og skoraði tvö snertimörk. Eli Manning, leikstjórnandi New York, átti erfiðan dag á skrifstofunni en hann kláraði 24 sendingar af 43 fyrir 281 jarda en náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Hann kastaði aftur á móti boltanum einu sinni frá sér. Nýliðahlauparinn Saquon Barkley var algjörlega magnaður í liði New York en hann hljóp 130 jarda með boltann í þrettán tilraunum og skoraði eina snertimark heimamanna. Þá greip hann níu sendingar fyrir 99 jördum. Barkley var einn með 229 jarda frá bardagalínunni og eina snertimark liðsins. Giants er aðeins búið að vinna einn leik af sex og er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Eagles virðist komið á skrið. Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Sjá meira