Breikkun þjóðvegarins bætir öryggið í Dölum Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2018 20:30 Þjóðvegurinn um Saurbæ breikkar um tvo metra, úr 5,5 metrum upp í 7,5 metra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Öryggi vegfarenda hefur verið stórbætt á Vestfjarðavegi um Dalasýslu með langþráðum lagfæringum á sex kílómetra kafla um Saurbæ. Sýnt var frá framkvæmdum í fréttum Stöðvar 2. Þetta er vegurinn sunnan Gilsfjarðarbrúar meðfram Skriðulandi um Hvolsdal en þótt hann væri malbikaður þá var hann á löngum köflum svo mjór, aðeins fimm og hálfur metri á breidd, að ökumenn á venjulegum fólksbílum áttu í vandræðum þegar þeir mættu öðrum bílum, og sérstaklega flutningabílum. Þá var sérlega varasöm blindhæð við bæinn Máskeldu.Meginhlutinn af Vestfjarðaumferðinni fer um þennan veg í gegnum Dalasýslu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú er verktakinn Borgarverk að mestu búinn að ljúka endurbótum á þessum 6,4 kílómetra langa kafla Vestfjarðavegar. Búið er að taka af blindhæðina og breikka veginn um tvo metra, upp í sjö og hálfan metra, þannig að hér eftir ættu ökumenn ekki að þurfa að skjálfa á beinunum þegar þeir mæta öðrum bílum. Vegagerðin samdi við lægstbjóðandann, Borgarverk, á grundvelli 177,7 milljóna króna tilboðs. Alls buðu fimm fyrirtæki í verkið en tilboð voru opnuð í september í fyrra. Starfsmenn Borgarverks voru að leggja lokahönd á lagningu fyrra lags klæðningar á veginn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malarefni í námu, sem upphaflega stóð til að nota, reyndist hins vegar ónothæft og þurfti að sækja efni í aðra námu mun fjær. Af þeim sökum er ljóst að verkið mun reynast talsvert dýrara en sem nemur tilboðsfjárhæð, samkvæmt upplýsingum Sæmundar Kristjánssonar, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í Búðardal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Öryggi vegfarenda hefur verið stórbætt á Vestfjarðavegi um Dalasýslu með langþráðum lagfæringum á sex kílómetra kafla um Saurbæ. Sýnt var frá framkvæmdum í fréttum Stöðvar 2. Þetta er vegurinn sunnan Gilsfjarðarbrúar meðfram Skriðulandi um Hvolsdal en þótt hann væri malbikaður þá var hann á löngum köflum svo mjór, aðeins fimm og hálfur metri á breidd, að ökumenn á venjulegum fólksbílum áttu í vandræðum þegar þeir mættu öðrum bílum, og sérstaklega flutningabílum. Þá var sérlega varasöm blindhæð við bæinn Máskeldu.Meginhlutinn af Vestfjarðaumferðinni fer um þennan veg í gegnum Dalasýslu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú er verktakinn Borgarverk að mestu búinn að ljúka endurbótum á þessum 6,4 kílómetra langa kafla Vestfjarðavegar. Búið er að taka af blindhæðina og breikka veginn um tvo metra, upp í sjö og hálfan metra, þannig að hér eftir ættu ökumenn ekki að þurfa að skjálfa á beinunum þegar þeir mæta öðrum bílum. Vegagerðin samdi við lægstbjóðandann, Borgarverk, á grundvelli 177,7 milljóna króna tilboðs. Alls buðu fimm fyrirtæki í verkið en tilboð voru opnuð í september í fyrra. Starfsmenn Borgarverks voru að leggja lokahönd á lagningu fyrra lags klæðningar á veginn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malarefni í námu, sem upphaflega stóð til að nota, reyndist hins vegar ónothæft og þurfti að sækja efni í aðra námu mun fjær. Af þeim sökum er ljóst að verkið mun reynast talsvert dýrara en sem nemur tilboðsfjárhæð, samkvæmt upplýsingum Sæmundar Kristjánssonar, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í Búðardal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira