Menntamálaráðherra líst vel á að halda heimsmeistaramótið í skák í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2018 19:30 Menntamálaráðherra hefur lýst áhuga á að skoða með Skáksambandi Íslands möguleika á því að heimsmeistaramótið í skák fari fram í Reykjavík árið 2022, þegar fimmtíu ár verða liðin frá einvígi aldarinnar árið 1972. Það gekk mikið á bæði fyrir heimsmeistaraeinvígið í skák og meðan á því stóð þegar Bobby Fisher náði að vinna titilinn af Boris Spassky í Laugardalshöll sumarið 1972. Einvígið kom Íslandi í heimsfréttirnar svo vikum skipti og allir helstu fjölmiðlar heims sendu fulltrúa sína til landsins og má fullyrða að ekkert heimsmeistaraeinvígi hafi hlotið aðra eins athygli. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir sambandið stefna á að fá mótið aftur til landsins árið 2022. „Þetta er svona hugmynd sem hefur komið upp. Ég hitti nýjan forseta FIDE Arkady Dvorkovich og ræddi við hann um þessa hugmynd og honum leist bara mjög vel á,“ segir Gunnar. Næsta einvígi verður í Lundúnum í nóvember en ekki hefur verið ákveðið var það verður haldið árið 2020, hvað þá árið 2022. En langur aðdragandi getur verið að því að fá að halda heimsmeistaraeinvígið hverju sinni. „Ég held að menn þyrftu að byrja að pæla að alvöru í þessu árið 2019 eða tuttugu. Það hittist nú svo vel á að forseti FIDE er búinn að boða komu sína á Reykjavíkurskákmótið í apríl á næsta ári og þá er náttúrlega tilvalið að ræða þetta betur við hann. Skáksambandið gæti ekki eitt staðið undir kostnaði við mót sem þetta og að því þyrftu einkafyrirtæki og opinberir aðilar að koma að málum með fjárhagslegan stuðning. „Ég er bara mjög bjartsýnn. Ég fékk símtal frá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í morgun þar sem hún líst stuðningi við þetta framtak og hvatti okkur til dáða,“ segir Gunnar. Reikna megi með að kostnaður við einvígið verði um 700 milljónir og þar af verðlaunafé um 150 milljónir. Fleiri kunni að bjóða í mótið en Íslendingar. „En við hljótum auðvitað að standa sterkt að vígi með fimmtíu ára sögu einvígis allra tíma eins og við köllum það í dag,“ segir Gunnar Björnsson. Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur lýst áhuga á að skoða með Skáksambandi Íslands möguleika á því að heimsmeistaramótið í skák fari fram í Reykjavík árið 2022, þegar fimmtíu ár verða liðin frá einvígi aldarinnar árið 1972. Það gekk mikið á bæði fyrir heimsmeistaraeinvígið í skák og meðan á því stóð þegar Bobby Fisher náði að vinna titilinn af Boris Spassky í Laugardalshöll sumarið 1972. Einvígið kom Íslandi í heimsfréttirnar svo vikum skipti og allir helstu fjölmiðlar heims sendu fulltrúa sína til landsins og má fullyrða að ekkert heimsmeistaraeinvígi hafi hlotið aðra eins athygli. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir sambandið stefna á að fá mótið aftur til landsins árið 2022. „Þetta er svona hugmynd sem hefur komið upp. Ég hitti nýjan forseta FIDE Arkady Dvorkovich og ræddi við hann um þessa hugmynd og honum leist bara mjög vel á,“ segir Gunnar. Næsta einvígi verður í Lundúnum í nóvember en ekki hefur verið ákveðið var það verður haldið árið 2020, hvað þá árið 2022. En langur aðdragandi getur verið að því að fá að halda heimsmeistaraeinvígið hverju sinni. „Ég held að menn þyrftu að byrja að pæla að alvöru í þessu árið 2019 eða tuttugu. Það hittist nú svo vel á að forseti FIDE er búinn að boða komu sína á Reykjavíkurskákmótið í apríl á næsta ári og þá er náttúrlega tilvalið að ræða þetta betur við hann. Skáksambandið gæti ekki eitt staðið undir kostnaði við mót sem þetta og að því þyrftu einkafyrirtæki og opinberir aðilar að koma að málum með fjárhagslegan stuðning. „Ég er bara mjög bjartsýnn. Ég fékk símtal frá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í morgun þar sem hún líst stuðningi við þetta framtak og hvatti okkur til dáða,“ segir Gunnar. Reikna megi með að kostnaður við einvígið verði um 700 milljónir og þar af verðlaunafé um 150 milljónir. Fleiri kunni að bjóða í mótið en Íslendingar. „En við hljótum auðvitað að standa sterkt að vígi með fimmtíu ára sögu einvígis allra tíma eins og við köllum það í dag,“ segir Gunnar Björnsson.
Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira